Mynt Wei Li reyndist ósvikin Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2020 07:47 Wei Li reyndi að skipta myntinni í febrúar og sagðist ætla að reyna að fá myntinni skipt í öllum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Rannsókn á vegum Seðlabankans leiddi í ljós að mynt Kínverjans Wei Li sem hann kom með til landsins hafi verið ósvikin. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins þar sem vísað er í skriflegu svari frá Seðlabankanum við fyrirspurn. Mikla athygli vakti þegar Wei Li kom með um 170 kíló af íslenskri mynt til landsins og var verðmæti hennar 1,6 milljónir króna. Stór hluti myntarinnar var skemmd, en ferðamaðurinn sagðist hafa fengið myntina frá braskara í heimalandinu. Var hluti sagður hafa komið frá fyrirtæki sem kaupi samanpressaða bílar frá Íslandi. Wei Li reyndi að skipta myntinni í bönkum og tókst það á sumum stöðum, en eftir að grunsemdir vöknuðu var ákveðið að Seðlabankinn myndi senda hluta myntarinnar til rannsóknar hjá Royal Mint í Bretlandi þar sem íslensk mynt er slegin. Liggur niðurstaða þeirrar rannsóknar nú fyrir. Löskuð mynt kínverska ferðamannsins og Íslandsvinarins Wei Li.Stöð 2 Wei Li segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaða rannsóknarinnar komi sér ekki á óvart og að hann beri ekki kala til íslenskra banka sem sumir neituðu að taka við myntinni. Hann hafi notið sín á landinu og gefið hluta upphæðarinnar til Samhjálpar. Þá er haft eftir upplýsingafulltrúa Arion banka að bankinn enn standi fast á því að hann muni ekki taka við mynt ferðamannsins þar sem bankanum sé ekki skylt að taka við fjármunum frá fólki sem eigi ekki í viðskiptum við bankann. Enn sé óvissa um uppruna þeirra og bankinn þurfi að fara að ströngum reglum og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Íslandsvinir Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Rannsókn á vegum Seðlabankans leiddi í ljós að mynt Kínverjans Wei Li sem hann kom með til landsins hafi verið ósvikin. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins þar sem vísað er í skriflegu svari frá Seðlabankanum við fyrirspurn. Mikla athygli vakti þegar Wei Li kom með um 170 kíló af íslenskri mynt til landsins og var verðmæti hennar 1,6 milljónir króna. Stór hluti myntarinnar var skemmd, en ferðamaðurinn sagðist hafa fengið myntina frá braskara í heimalandinu. Var hluti sagður hafa komið frá fyrirtæki sem kaupi samanpressaða bílar frá Íslandi. Wei Li reyndi að skipta myntinni í bönkum og tókst það á sumum stöðum, en eftir að grunsemdir vöknuðu var ákveðið að Seðlabankinn myndi senda hluta myntarinnar til rannsóknar hjá Royal Mint í Bretlandi þar sem íslensk mynt er slegin. Liggur niðurstaða þeirrar rannsóknar nú fyrir. Löskuð mynt kínverska ferðamannsins og Íslandsvinarins Wei Li.Stöð 2 Wei Li segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaða rannsóknarinnar komi sér ekki á óvart og að hann beri ekki kala til íslenskra banka sem sumir neituðu að taka við myntinni. Hann hafi notið sín á landinu og gefið hluta upphæðarinnar til Samhjálpar. Þá er haft eftir upplýsingafulltrúa Arion banka að bankinn enn standi fast á því að hann muni ekki taka við mynt ferðamannsins þar sem bankanum sé ekki skylt að taka við fjármunum frá fólki sem eigi ekki í viðskiptum við bankann. Enn sé óvissa um uppruna þeirra og bankinn þurfi að fara að ströngum reglum og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Íslandsvinir Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira