Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 18:00 Margrét Lára Viðarsdóttir bætti Íslandsmeistaratitli í safnið síðasta haust en mun nú fjalla um fótbolta kvenna í Pepsi Max-mörkunum. VÍSIR/DANÍEL „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu í hverri viku á Stöð 2 Sport í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. „Ég er súpersátt með liðið,“ sagði Helena í Sportinu í dag þegar hún upplýsti hverjir sérfræðingar þáttarins yrðu. Sjálf markadrottningin og ríkjandi Íslandsmeistarinn Margrét Lára Viðarsdóttir, sem lagði skóna á hilluna í vetur, verður þar á meðal. Auk Margrétar munu Kristín Ýr Bjarnadóttir, Mist Rúnarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sjá til þess að fjallað verði bæði ítarlega og skemmtilega um allt sem viðkemur knattspyrnu kvenna í sumar. Þátturinn verður eins og fyrr segir með breyttu sniði, mun eiga sinn fasta útsendingartíma í viku hverri og fjalla um Pepsi Max-deildina en einnig Mjólkurbikarinn, landsliðið, sænsku úrvalsdeildina og fleira. „Okkur langar líka að vera með öðruvísi nálgun á kvennaliðin. Fá kannski að kíkja meira á þau og svona. Við viljum auðvitað bara kynna íslenska leikmenn betur fyrir áhorfendum og þetta lítur skemmtilega út,“ sagði Helena. Það verður því ekki svo að í þættinum verði einfaldlega farið yfir hvern leik í hverri umferð Pepsi Max-deildarinnar. „Við ætlum aðeins að breyta því fyrirkomulagi. Leikir eru auðvitað misskemmtilegir en við munum taka stóra leiki og líka skemmtilega leiki vel fyrir. En við höfum hugsað okkur að fá að hitta leikmenn og spjalla við þá, vonandi gefa félögin okkur tækifæri til að heimsækja liðin og kíkja inn í klefa, og fleira. Okkur langar að taka nýjan pól í þessu í staðinn fyrir þetta hefðbundna, að renna yfir alla leiki,“ sagði Helena sem í ljósi anna vegna hins nýja þáttar hefur látið af störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis. Klippa: Sportið í dag - Helena stýrir Pepsi Max-mörkum með breyttu sniði Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Sportið í dag Mjólkurbikarinn Sænski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Sjá meira
„Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu í hverri viku á Stöð 2 Sport í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. „Ég er súpersátt með liðið,“ sagði Helena í Sportinu í dag þegar hún upplýsti hverjir sérfræðingar þáttarins yrðu. Sjálf markadrottningin og ríkjandi Íslandsmeistarinn Margrét Lára Viðarsdóttir, sem lagði skóna á hilluna í vetur, verður þar á meðal. Auk Margrétar munu Kristín Ýr Bjarnadóttir, Mist Rúnarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sjá til þess að fjallað verði bæði ítarlega og skemmtilega um allt sem viðkemur knattspyrnu kvenna í sumar. Þátturinn verður eins og fyrr segir með breyttu sniði, mun eiga sinn fasta útsendingartíma í viku hverri og fjalla um Pepsi Max-deildina en einnig Mjólkurbikarinn, landsliðið, sænsku úrvalsdeildina og fleira. „Okkur langar líka að vera með öðruvísi nálgun á kvennaliðin. Fá kannski að kíkja meira á þau og svona. Við viljum auðvitað bara kynna íslenska leikmenn betur fyrir áhorfendum og þetta lítur skemmtilega út,“ sagði Helena. Það verður því ekki svo að í þættinum verði einfaldlega farið yfir hvern leik í hverri umferð Pepsi Max-deildarinnar. „Við ætlum aðeins að breyta því fyrirkomulagi. Leikir eru auðvitað misskemmtilegir en við munum taka stóra leiki og líka skemmtilega leiki vel fyrir. En við höfum hugsað okkur að fá að hitta leikmenn og spjalla við þá, vonandi gefa félögin okkur tækifæri til að heimsækja liðin og kíkja inn í klefa, og fleira. Okkur langar að taka nýjan pól í þessu í staðinn fyrir þetta hefðbundna, að renna yfir alla leiki,“ sagði Helena sem í ljósi anna vegna hins nýja þáttar hefur látið af störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis. Klippa: Sportið í dag - Helena stýrir Pepsi Max-mörkum með breyttu sniði Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Sportið í dag Mjólkurbikarinn Sænski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Sjá meira