„Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 22:00 Troy Deeney hefur ríka ástæðu til að vilja fara varlega enda með heilsu sonar síns í huga. VÍSIR/GETTY Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. Deeney á fimm mánaða gamlan son, sem glímt hefur við öndunarerfiðleika, og kvaðst fyrr í þessum mánuði ekki ætla að mæta strax til æfinga af ótta við veiruna. Þessi afstaða hans varð til þess að Deeney fékk send skelfileg skilaboð á netinu og úti á götu var kallað á hann og honum sagt að „fara aftur í vinnuna“. „Ég sá sumt af því sem sagt var varðandi son minn, fólk að segja; „Ég vona að strákurinn þinn fái kórónuveiruna.“ Það var erfiðast fyrir mig. Ef að maður svara slíku þá hugsar þetta fólk; „Ah, við náðum honum,“ og heldur áfram með sama hætti,“ sagði Deeney við CNN Sport. Hann kvaðst óttast að einmitt þau viðbrögð sem hann hefði fengið væru ástæða þess að fáir leikmenn vildu tjá sig um þessi mál. Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu einróma í dag að hefja á ný æfingar án takmarkana, það er að segja með snertingu og í venjulegri hópastærð. Fjórir leikmenn eða starfsmenn hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum greindust með smit í dag og í gær, í rúmlega þúsund prófum. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær. 27. maí 2020 20:00 Ensku liðin mega æfa með snertingum Núna mega liðin í ensku úrvalsdeildinni æfa með snertingum. 27. maí 2020 12:11 Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. Deeney á fimm mánaða gamlan son, sem glímt hefur við öndunarerfiðleika, og kvaðst fyrr í þessum mánuði ekki ætla að mæta strax til æfinga af ótta við veiruna. Þessi afstaða hans varð til þess að Deeney fékk send skelfileg skilaboð á netinu og úti á götu var kallað á hann og honum sagt að „fara aftur í vinnuna“. „Ég sá sumt af því sem sagt var varðandi son minn, fólk að segja; „Ég vona að strákurinn þinn fái kórónuveiruna.“ Það var erfiðast fyrir mig. Ef að maður svara slíku þá hugsar þetta fólk; „Ah, við náðum honum,“ og heldur áfram með sama hætti,“ sagði Deeney við CNN Sport. Hann kvaðst óttast að einmitt þau viðbrögð sem hann hefði fengið væru ástæða þess að fáir leikmenn vildu tjá sig um þessi mál. Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu einróma í dag að hefja á ný æfingar án takmarkana, það er að segja með snertingu og í venjulegri hópastærð. Fjórir leikmenn eða starfsmenn hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum greindust með smit í dag og í gær, í rúmlega þúsund prófum.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær. 27. maí 2020 20:00 Ensku liðin mega æfa með snertingum Núna mega liðin í ensku úrvalsdeildinni æfa með snertingum. 27. maí 2020 12:11 Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær. 27. maí 2020 20:00
Ensku liðin mega æfa með snertingum Núna mega liðin í ensku úrvalsdeildinni æfa með snertingum. 27. maí 2020 12:11
Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33
Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30