Telur ferðagjöfina geta eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. maí 2020 21:31 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. Gjöfin muni ekki síst gagnast til þess að fólkið í landinu og fyrirtækin í greininni kynnist betur. „Það hefur orðið gríðarleg uppbygging í ferðaþjónustu á undanförnum fimm, sex árum og þeir sem ekki hafa ferðast mikið úti á landi eða nýtt sér það framboð þeir kannski eiga eftir að verða undrandi, það er að segja mun kannski koma þeim skemmtilega á óvart hvað gæðin eru orðin mikil og fjölbreytnin í því sem hægt er að taka sér fyrir hendur í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Jóhannes Þór. Þá segir hann einnig mjög gott fyrir fyrirtækin að fara í gegnum það hvernig vöruframboðið þarf að vera. Það þurfi kannski að vera á einhvern hátt öðruvísi en fyrir erlenda markaðinn. „Sameiginlega held ég að þetta geti eflt innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Á fundinum var greint frá könnun meðal almennings þar sem fram kom að stór hluti landsmanna áætli að ferðast innanlands í sumar og verja til þess um 70.000 krónum. Spurður um mat sitt á þeirri tölu, sem er ekki mjög há fjárhæð, segir Jóhannes: „Við þekkjum það þegar við förum erlendis þá erum við gjarnan búin að ákveða einhverja summu sem við erum tilbúin að eyða. Það er nú gjarnan þannig virðist vera þegar við ferðumst innanlands þá erum við kannski ekki alveg tilbúin að eyða sömu summunum í það. Ég held að það sé almennt viðhorf oft á tíðum alveg hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég held hins vegar að þegar þetta leggst saman þá verði það til þess að fyrirtækin muni fá inn einhverja innkomu. Fólk mun fá sjá það að fyrir þessa peninga er hægt að fá fjöldann allan af góðri þjónustu á Íslandi og þannig held ég að þetta muni efla innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir aðgerðina fyrst og fremst táknræna. „Það er enginn að halda því fram að þetta sé sú aðgerð sem bjargi íslenskri ferðaþjónustu, ég hef engan heyrt halda því fram en þetta er til þess að örva eftirspurn og þetta er líka táknræn aðgerð. Mér finnst við, Íslendingar almennt, hafa tekið því þannig og tekið því vel og mér finnst greinin líka hafa þakkað fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. Gjöfin muni ekki síst gagnast til þess að fólkið í landinu og fyrirtækin í greininni kynnist betur. „Það hefur orðið gríðarleg uppbygging í ferðaþjónustu á undanförnum fimm, sex árum og þeir sem ekki hafa ferðast mikið úti á landi eða nýtt sér það framboð þeir kannski eiga eftir að verða undrandi, það er að segja mun kannski koma þeim skemmtilega á óvart hvað gæðin eru orðin mikil og fjölbreytnin í því sem hægt er að taka sér fyrir hendur í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Jóhannes Þór. Þá segir hann einnig mjög gott fyrir fyrirtækin að fara í gegnum það hvernig vöruframboðið þarf að vera. Það þurfi kannski að vera á einhvern hátt öðruvísi en fyrir erlenda markaðinn. „Sameiginlega held ég að þetta geti eflt innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Á fundinum var greint frá könnun meðal almennings þar sem fram kom að stór hluti landsmanna áætli að ferðast innanlands í sumar og verja til þess um 70.000 krónum. Spurður um mat sitt á þeirri tölu, sem er ekki mjög há fjárhæð, segir Jóhannes: „Við þekkjum það þegar við förum erlendis þá erum við gjarnan búin að ákveða einhverja summu sem við erum tilbúin að eyða. Það er nú gjarnan þannig virðist vera þegar við ferðumst innanlands þá erum við kannski ekki alveg tilbúin að eyða sömu summunum í það. Ég held að það sé almennt viðhorf oft á tíðum alveg hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég held hins vegar að þegar þetta leggst saman þá verði það til þess að fyrirtækin muni fá inn einhverja innkomu. Fólk mun fá sjá það að fyrir þessa peninga er hægt að fá fjöldann allan af góðri þjónustu á Íslandi og þannig held ég að þetta muni efla innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir aðgerðina fyrst og fremst táknræna. „Það er enginn að halda því fram að þetta sé sú aðgerð sem bjargi íslenskri ferðaþjónustu, ég hef engan heyrt halda því fram en þetta er til þess að örva eftirspurn og þetta er líka táknræn aðgerð. Mér finnst við, Íslendingar almennt, hafa tekið því þannig og tekið því vel og mér finnst greinin líka hafa þakkað fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira