„Hvaða gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 21:00 Guðni í viðtalinu á Bylgjunni í dag. Vísir/Kristófer Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og skítkasts. Hann hafi hitt mótframbjóðanda sinn til forseta, Guðmund Franklín Jónsson, nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær. Þá hafi farið ansi vel á með þeim. Þetta sagði Guðni í ítarlegu viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um framboð sitt og síðustu fjögur ár á Bessastöðum en hann sækist eftir endurkjöri í embættið. Guðmundur Franklín er sá eini sem skilaði einnig inn framboði til dómsmálaráðuneytisins áður en framboðsfresturinn rann út á miðnætti síðastliðinn föstudag. Honum hefur verið tíðrætt um málskotsréttinn og að forseti Íslands þurfi að vera öryggisventill sem geti stoppað ólög. Guðni sé ekki sá öryggisventill fyrir þjóðina. Guðni var spurður að því í Reykjavík síðdegis hvort fólk gæti treyst því að hann væri öryggisventill á Bessastöðum. „Já, það getur treyst því að berist mér áskoranir sem hafa þá vigt sem þarf þá láti ég til mín taka. Þetta sagði ég í forsetakjöri 2016 og þá sagði ég líka við eigum að fá í stjórnarskrá okkar ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu tiltekins fjölda kjósenda. Það á ekki að vera þannig að geðþótti jafnvel forseta ráði því hvort þessi réttur er virkjaður eða ekki,“ sagði Guðni. Miklu skynsamlegra væri, líkt og flest eða öll forsetaefni sögðu 2016, að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæði að kröfu tilskilins fjölda kjósenda. Aðspurður hvort honum og Guðmundi Franklín kæmi vel saman svaraði Guðni: „Við höfum hist nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær og fór bara ansi vel á með okkur. Ég þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og án skítkasts og því er það auðvitað þannig að þeir sem gegna störfum á opinberum vettvangi verða að hafa þykkan skráp.“ Hefurðu hann? „Ekki alltaf, nei. En ég vil líka ekki hafa of þykkan skráp. Hvað gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Þá sagði Guðni það fara eftir því úr hvaða átt skítkastið kæmi hvort það stingi. „Oftast er það nú þannig að maður frekar vorkennir þeim sem láta þannig en að maður fari að vorkenna sjálfum sér,“ sagði Guðni en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og skítkasts. Hann hafi hitt mótframbjóðanda sinn til forseta, Guðmund Franklín Jónsson, nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær. Þá hafi farið ansi vel á með þeim. Þetta sagði Guðni í ítarlegu viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um framboð sitt og síðustu fjögur ár á Bessastöðum en hann sækist eftir endurkjöri í embættið. Guðmundur Franklín er sá eini sem skilaði einnig inn framboði til dómsmálaráðuneytisins áður en framboðsfresturinn rann út á miðnætti síðastliðinn föstudag. Honum hefur verið tíðrætt um málskotsréttinn og að forseti Íslands þurfi að vera öryggisventill sem geti stoppað ólög. Guðni sé ekki sá öryggisventill fyrir þjóðina. Guðni var spurður að því í Reykjavík síðdegis hvort fólk gæti treyst því að hann væri öryggisventill á Bessastöðum. „Já, það getur treyst því að berist mér áskoranir sem hafa þá vigt sem þarf þá láti ég til mín taka. Þetta sagði ég í forsetakjöri 2016 og þá sagði ég líka við eigum að fá í stjórnarskrá okkar ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu tiltekins fjölda kjósenda. Það á ekki að vera þannig að geðþótti jafnvel forseta ráði því hvort þessi réttur er virkjaður eða ekki,“ sagði Guðni. Miklu skynsamlegra væri, líkt og flest eða öll forsetaefni sögðu 2016, að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæði að kröfu tilskilins fjölda kjósenda. Aðspurður hvort honum og Guðmundi Franklín kæmi vel saman svaraði Guðni: „Við höfum hist nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær og fór bara ansi vel á með okkur. Ég þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og án skítkasts og því er það auðvitað þannig að þeir sem gegna störfum á opinberum vettvangi verða að hafa þykkan skráp.“ Hefurðu hann? „Ekki alltaf, nei. En ég vil líka ekki hafa of þykkan skráp. Hvað gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Þá sagði Guðni það fara eftir því úr hvaða átt skítkastið kæmi hvort það stingi. „Oftast er það nú þannig að maður frekar vorkennir þeim sem láta þannig en að maður fari að vorkenna sjálfum sér,“ sagði Guðni en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira