Innlent

Tekist á um arfgengan kvóta í Sprengisandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Meðal þess sem fjallað verður um í þættinum er heimildin til þess að láta kvóta ganga í arf.
Meðal þess sem fjallað verður um í þættinum er heimildin til þess að láta kvóta ganga í arf. Vísir/Vilhelm

Útvarpsþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar alla sunnudaga klukkan tíu. Í þættinum er farið yfir víðan völl og mörg af helstu þjóðmálum hverju sinni tekin fyrir. Kristján Kristjánsson, umsjónarmaður þáttarins, fær til sín gesti af hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins þar sem farið er yfir stöðuna frá mismunandi sjónarhornum.

Hér má hlusta á þáttinn í beinni útsendingu á netinu.

Gestir þáttarins í dag eru þau Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Þau munu takast á um heimildir til að láta fiskveiðikvóta ganga í arf á milli kynslóða með tilheyrandi flutningi á verðmætum.

Már Kristjánsson yfirlæknir fjallar um kórónaveiruna, áhættuna á því að opna landið fyrir erlendum ferðamönnum og þann árangur sem náðst hefur við þróun lyfja og bólusetningarefna við veirunni.

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður á Stundinni fjallar um byggðasamlagið Sorpu og þær ákvarðanir sem þar hafa verið teknar, m.a. um byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar sem kostað hefur yfir 5 milljarða en hefur enga viðskiptavini og byggir á umdeildri tækni.

Að lokum kemur Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, og fer yfir þá ákvörðun sem tekin var á hluthafafundi Icelandair með augum ferðaþjónustufyrirtækja, hún fjallar líka um opnun landsins og nauðsyn þess að henni verði hraðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×