Telur orkupakkamálið vera stærstu mistök Guðna Sylvía Hall skrifar 22. maí 2020 23:20 Guðmundur Franklín býður sig fram til forseta í komandi kosningum. Vísir/Vilhelm Guðmundur Franklín segist vera dolfallinn yfir stuðningi í nýrri könnun Reykjavík síðdegis sem sýndi hann með 43 prósenta stuðning á móti 57 prósentum Guðna, en alls tóku 1.749 þátt í könnuninni. Hann segist þó aðeins vera rétt að byrja og niðurstöðurnar séu gott veganesti inn í baráttuna. „Ég minnist þess að Halla, fyrir fjórum árum þegar hún byrjaði, þá var hún með eitt prósent og vann næstum því kosningarnar,“ sagði Guðmundur í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist finna mikinn meðbyr í samfélaginu og frá þjóðinni allri. Það sýni sig best þegar hann sé úti á landi og fólk hói í hann til þess að fá myndir með honum. Hann hafi hingað til haft gaman af kosningabaráttunni en hann skilaði inn framboði sínu í dag. „Mér finnst rosalega fínn meðbyr og gaman að þessu. Virkilega gaman að þessu.“ Aðspurður hvernig forseti hann kæmi til með að vera segist hann ætla sér að vera forseti þjóðarinnar. Þannig myndi þjóðin fá að ráða í öllum þeim málum „sem hún ætti að ráða“ og hefðu áhrif til lengri tíma. „Alþingi getur gert margt að sjálfsögðu, sett lög um hitt og þetta. En það koma mál öðru hvoru sem verulega skipta máli fyrir framtíð þjóðarinnar og fyrir börnin okkar og barnabörnin og alla framtíð – eins og til dæmis orkupakkamálið.“ Sjálfur segist hann hafa viljað sjá orkupakkamálið fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og nefnir það einna helst sem dæmi um mistök Guðna á kjörtímabilinu. Þá hefði hann viljað sjá forseta grípa inn í Landsréttarmálið á sínum tíma svo skipun dómara við réttinn hefði verið í samræmi við lög. Forsetinn getur hlustað á vilja þjóðarinnar í útvarpinu Guðmundur nefnir nokkrar tillögur í viðtalinu sem gætu stuðlað að betra samtali milli embættisins og þjóðarinnar. Forsetinn gæti þannig komið upp samráðsgátt á forsíðu embættisins og hlustað á síðdegisútvarpið og morgunútvarpið. „Ef forsetinn er ekki út að aka veit hann nákvæmlega hvað þjóðin er að tala um og hann verður þá að vernda hana og hann verður að hlusta á hana og koma þeim skilaboðum til Alþingis sem hann á, og til stjórnvalda,“ segir Guðmundur. Þá finnst honum mikilvægt að forsetinn sé þjóðkjörinn, í ljósi þess að þingmenn og ríkisstjórnir geri stundum mistök. Forseti sé „eini öryggisventillinn í rauninni“. „Ímyndaðu þér til dæmis eins og ef IceSave hefði flogið í gegn og Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki stoppað IceSave, við værum að greiða af því núna og við gætum ekki greitt þessar greiðslur. Við værum gjaldþrota eflaust í dag miðað við þetta ástand sem nú er komið upp því við vitum ekkert framtíð okkar,“ segir Guðmundur og víkur aftur að mikilvægi þess að forseti sé öryggisventill. „Við verðum að hafa öryggisventil og stoppa svona greinileg mál sem allir skilja. Það skilja allir þennan orkupakka þó þetta sé flókið og þetta sé gert flókið, og þó að fjölmiðlar keppist við að spila þetta niður. Þetta skiptir þjóðina miklu máli og þjóðin skal fá að ráða í svona veigamiklum málum, eins og í auðlindamálum þjóðarinnar og ég tala nú ekki um kvótakerfið.“ Ekki gaman að búa í þjóðfélagi þar sem einn stjórnar öllu Þegar talið berst að kvótakerfinu segist Guðmundur hafa nokkrar breytingar í huga. Hann vilji til að mynda gera handfæraveiðar frjálsar og það sé í raun eðlileg þróun. „Mér finnst það bara ósköp eðlilegt að það verði einhver nýliðun og fólk geti farið út að veiða. Við erum ekki að tala um mörg þúsund tonn hérna og mér finnst hrikalegt að það sé verið að minnka veiðiheimildir á strandveiðibátana um tíu prósent, mér finnst það alveg hrikalegt.“ Hann segir kvótakerfið geta virkað en það geri það hins vegar ekki í dag. Staðan sé sú að fjórar útgerðir eigi helming kvótans og eignarhaldið sé í höndum fárra. Þannig sé verið að misnota kerfið. „Þeir eru að fara fram hjá reglunum á ýmsan hátt með því að eiga í öðrum félögum sem eiga síðan í öðrum félögum og allskonar svona krosseignatengsl og hringamyndun sem er að eiga sér stað. Þetta verðum við að stoppa. Þeir eru að misnota sér „system“ og þeir fá þennan kvóta úthlutað á hverju einasta ári – þetta eru tugir milljarðar,“ segir Guðmundur og bætir við að þessir aðilar auki völd sín í samfélaginu með því að kaupa fleiri fyrirtæki fyrir gróðann. Guðmundur vill hefja samtal um kvótakerfið.Vísir/Vilhelm „Þetta safnast saman á fárra hendur og hvað gera þeir við peningana? Þeir eru að flytja þá úr landi inn á aflandseyjareikninga og síðan eru þeir að kaupa upp fyrirtæki í Reykjavík, eins og til dæmis bensínstöðvar eða matvöruverslanakeðjur, tryggingarfélög og núna bíða þeir auðvitað spenntir eftir bönkunum.“ Honum finnist það óeðlileg þróun að fáir aðilar eigi stærstu fyrirtæki landsins, þá sérstaklega þegar fjármunirnir koma úr auðlindum sem þjóðin eigi að eiga í sameiningu. „Það er ekkert gaman að búa þjóðfélagi þar sem einhver einn aðili stjórnar öllum hringnum og þú getur ekkert komist fram hjá því að versla við hann og þá bara stjórnar hann, og þetta veldur mikilli spillingu.“ Hann segist vilja hefja samtal milli þjóðar og þings og biðla til ráðamanna að breyta kerfinu, því kerfið sé búið eyðileggja hlutabréfamarkað í sjávarútvegi. Það þurfi að finna lausnir svo fólkið í landinu sé ekki alltaf að tala um þetta. „Þessi sjávarútvegsfyrirtæki stóru sem eru núna stærst í landinu, þetta voru einu sinni fyrirtæki á almennum markaði. Það voru þúsundir hluthafa. Ef þig langaði að kaupa þér kvóta, þá gastu keypt þér hlutabréf í þessum stóru félögum. En bankarnir, fyrir síðasta bankahrun, þeir voru að yfirtaka þessi fyrirtæki, skella þeim saman og taka þetta á fárra hendur.“ Telur Guðna ekki vera öryggisventilinn sem þjóðin þarf Guðmundur segist fyrst og fremst ætla sér að vera öryggisventil fyrir þjóðina. Það sé endalaust hægt að deila um völd forsetans, hvort hann eigi að hafa meiri völd eða minni, en það skipti mestu máli að grípa inn í þegar nauðsyn krefur. „Það eina sem ég er að tala um er að vera öryggisventill fyrir þjóðina. Ég er að tala um þennan málsskotsrétt, ég er að tala um einhver mál sem þjóðin vill ekki að gangi fram. Það er það sem ég er að einbeita mér að. Ég hef litlar áhyggjur af hinu, þetta er það sem skiptir mig máli. Að það sé öryggisventill á Bessastöðum til þess að stoppa ólög.“ Hann telur Guðna ekki vera þann öryggisventil. „Ég tel hann alls ekki þann öryggisventil sem við þurfum. Ég kem til með að sýna fram á það á næsta mánuði alls staðar um allt land og síðan hér seinnipart júnímánaðar í Reykjavík. Það er ýmislegt sem ég kem til með að brydda upp á í þessari kosningabaráttu, ég er bara að rétt að byrja – og með 43 prósent sem er alveg glæsilegt.“ Reykjavík síðdegis Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36 Tveir frambjóðendur hafa skilað meðmælum í öllum kjördæmum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur einu frambjóðendur til forseta sem skilað hafa meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. 20. maí 2020 18:37 „Ég er að fara að taka þetta“ Guðmundur Franklín Jónsson er fyrir löngu kominn með tilskilinn fjölda undirskrifta. 19. maí 2020 14:42 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Sjá meira
Guðmundur Franklín segist vera dolfallinn yfir stuðningi í nýrri könnun Reykjavík síðdegis sem sýndi hann með 43 prósenta stuðning á móti 57 prósentum Guðna, en alls tóku 1.749 þátt í könnuninni. Hann segist þó aðeins vera rétt að byrja og niðurstöðurnar séu gott veganesti inn í baráttuna. „Ég minnist þess að Halla, fyrir fjórum árum þegar hún byrjaði, þá var hún með eitt prósent og vann næstum því kosningarnar,“ sagði Guðmundur í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist finna mikinn meðbyr í samfélaginu og frá þjóðinni allri. Það sýni sig best þegar hann sé úti á landi og fólk hói í hann til þess að fá myndir með honum. Hann hafi hingað til haft gaman af kosningabaráttunni en hann skilaði inn framboði sínu í dag. „Mér finnst rosalega fínn meðbyr og gaman að þessu. Virkilega gaman að þessu.“ Aðspurður hvernig forseti hann kæmi til með að vera segist hann ætla sér að vera forseti þjóðarinnar. Þannig myndi þjóðin fá að ráða í öllum þeim málum „sem hún ætti að ráða“ og hefðu áhrif til lengri tíma. „Alþingi getur gert margt að sjálfsögðu, sett lög um hitt og þetta. En það koma mál öðru hvoru sem verulega skipta máli fyrir framtíð þjóðarinnar og fyrir börnin okkar og barnabörnin og alla framtíð – eins og til dæmis orkupakkamálið.“ Sjálfur segist hann hafa viljað sjá orkupakkamálið fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og nefnir það einna helst sem dæmi um mistök Guðna á kjörtímabilinu. Þá hefði hann viljað sjá forseta grípa inn í Landsréttarmálið á sínum tíma svo skipun dómara við réttinn hefði verið í samræmi við lög. Forsetinn getur hlustað á vilja þjóðarinnar í útvarpinu Guðmundur nefnir nokkrar tillögur í viðtalinu sem gætu stuðlað að betra samtali milli embættisins og þjóðarinnar. Forsetinn gæti þannig komið upp samráðsgátt á forsíðu embættisins og hlustað á síðdegisútvarpið og morgunútvarpið. „Ef forsetinn er ekki út að aka veit hann nákvæmlega hvað þjóðin er að tala um og hann verður þá að vernda hana og hann verður að hlusta á hana og koma þeim skilaboðum til Alþingis sem hann á, og til stjórnvalda,“ segir Guðmundur. Þá finnst honum mikilvægt að forsetinn sé þjóðkjörinn, í ljósi þess að þingmenn og ríkisstjórnir geri stundum mistök. Forseti sé „eini öryggisventillinn í rauninni“. „Ímyndaðu þér til dæmis eins og ef IceSave hefði flogið í gegn og Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki stoppað IceSave, við værum að greiða af því núna og við gætum ekki greitt þessar greiðslur. Við værum gjaldþrota eflaust í dag miðað við þetta ástand sem nú er komið upp því við vitum ekkert framtíð okkar,“ segir Guðmundur og víkur aftur að mikilvægi þess að forseti sé öryggisventill. „Við verðum að hafa öryggisventil og stoppa svona greinileg mál sem allir skilja. Það skilja allir þennan orkupakka þó þetta sé flókið og þetta sé gert flókið, og þó að fjölmiðlar keppist við að spila þetta niður. Þetta skiptir þjóðina miklu máli og þjóðin skal fá að ráða í svona veigamiklum málum, eins og í auðlindamálum þjóðarinnar og ég tala nú ekki um kvótakerfið.“ Ekki gaman að búa í þjóðfélagi þar sem einn stjórnar öllu Þegar talið berst að kvótakerfinu segist Guðmundur hafa nokkrar breytingar í huga. Hann vilji til að mynda gera handfæraveiðar frjálsar og það sé í raun eðlileg þróun. „Mér finnst það bara ósköp eðlilegt að það verði einhver nýliðun og fólk geti farið út að veiða. Við erum ekki að tala um mörg þúsund tonn hérna og mér finnst hrikalegt að það sé verið að minnka veiðiheimildir á strandveiðibátana um tíu prósent, mér finnst það alveg hrikalegt.“ Hann segir kvótakerfið geta virkað en það geri það hins vegar ekki í dag. Staðan sé sú að fjórar útgerðir eigi helming kvótans og eignarhaldið sé í höndum fárra. Þannig sé verið að misnota kerfið. „Þeir eru að fara fram hjá reglunum á ýmsan hátt með því að eiga í öðrum félögum sem eiga síðan í öðrum félögum og allskonar svona krosseignatengsl og hringamyndun sem er að eiga sér stað. Þetta verðum við að stoppa. Þeir eru að misnota sér „system“ og þeir fá þennan kvóta úthlutað á hverju einasta ári – þetta eru tugir milljarðar,“ segir Guðmundur og bætir við að þessir aðilar auki völd sín í samfélaginu með því að kaupa fleiri fyrirtæki fyrir gróðann. Guðmundur vill hefja samtal um kvótakerfið.Vísir/Vilhelm „Þetta safnast saman á fárra hendur og hvað gera þeir við peningana? Þeir eru að flytja þá úr landi inn á aflandseyjareikninga og síðan eru þeir að kaupa upp fyrirtæki í Reykjavík, eins og til dæmis bensínstöðvar eða matvöruverslanakeðjur, tryggingarfélög og núna bíða þeir auðvitað spenntir eftir bönkunum.“ Honum finnist það óeðlileg þróun að fáir aðilar eigi stærstu fyrirtæki landsins, þá sérstaklega þegar fjármunirnir koma úr auðlindum sem þjóðin eigi að eiga í sameiningu. „Það er ekkert gaman að búa þjóðfélagi þar sem einhver einn aðili stjórnar öllum hringnum og þú getur ekkert komist fram hjá því að versla við hann og þá bara stjórnar hann, og þetta veldur mikilli spillingu.“ Hann segist vilja hefja samtal milli þjóðar og þings og biðla til ráðamanna að breyta kerfinu, því kerfið sé búið eyðileggja hlutabréfamarkað í sjávarútvegi. Það þurfi að finna lausnir svo fólkið í landinu sé ekki alltaf að tala um þetta. „Þessi sjávarútvegsfyrirtæki stóru sem eru núna stærst í landinu, þetta voru einu sinni fyrirtæki á almennum markaði. Það voru þúsundir hluthafa. Ef þig langaði að kaupa þér kvóta, þá gastu keypt þér hlutabréf í þessum stóru félögum. En bankarnir, fyrir síðasta bankahrun, þeir voru að yfirtaka þessi fyrirtæki, skella þeim saman og taka þetta á fárra hendur.“ Telur Guðna ekki vera öryggisventilinn sem þjóðin þarf Guðmundur segist fyrst og fremst ætla sér að vera öryggisventil fyrir þjóðina. Það sé endalaust hægt að deila um völd forsetans, hvort hann eigi að hafa meiri völd eða minni, en það skipti mestu máli að grípa inn í þegar nauðsyn krefur. „Það eina sem ég er að tala um er að vera öryggisventill fyrir þjóðina. Ég er að tala um þennan málsskotsrétt, ég er að tala um einhver mál sem þjóðin vill ekki að gangi fram. Það er það sem ég er að einbeita mér að. Ég hef litlar áhyggjur af hinu, þetta er það sem skiptir mig máli. Að það sé öryggisventill á Bessastöðum til þess að stoppa ólög.“ Hann telur Guðna ekki vera þann öryggisventil. „Ég tel hann alls ekki þann öryggisventil sem við þurfum. Ég kem til með að sýna fram á það á næsta mánuði alls staðar um allt land og síðan hér seinnipart júnímánaðar í Reykjavík. Það er ýmislegt sem ég kem til með að brydda upp á í þessari kosningabaráttu, ég er bara að rétt að byrja – og með 43 prósent sem er alveg glæsilegt.“
Reykjavík síðdegis Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36 Tveir frambjóðendur hafa skilað meðmælum í öllum kjördæmum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur einu frambjóðendur til forseta sem skilað hafa meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. 20. maí 2020 18:37 „Ég er að fara að taka þetta“ Guðmundur Franklín Jónsson er fyrir löngu kominn með tilskilinn fjölda undirskrifta. 19. maí 2020 14:42 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Sjá meira
Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36
Tveir frambjóðendur hafa skilað meðmælum í öllum kjördæmum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur einu frambjóðendur til forseta sem skilað hafa meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. 20. maí 2020 18:37
„Ég er að fara að taka þetta“ Guðmundur Franklín Jónsson er fyrir löngu kominn með tilskilinn fjölda undirskrifta. 19. maí 2020 14:42