Flugmaður þyrlu Ólafs líklega ekki nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar Andri Eysteinsson skrifar 21. maí 2020 21:26 Frá slysstað í maí 2016. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður þyrlunnar HB-ZOO, þyrlu í eigu athafnamannsins Ólafs Ólafssonar, hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar sem varð til þess að hann hafði ekki fulla stjórn á stéli hennar áður en þyrlan brotlenti með fimm manns innanborðs við Nesjavelli 22. maí 2016. Skýrsla nefndarinnar vegna flugslyssins hefur verið gefin út og eru þar aðstæður og atburðarás raktar. Slysið varð rétt um klukkan 19:30 við Nesjavelli en flugmaður og fjórir farþegar höfðu verið í útsýnisflugi um Suðurlandið en eftir eins og hálfs tíma flug var komið að lendingu á hverasvæði við Hengil. Flugmaðurinn sem hafði flogið þyrlum í yfir 1.700 tíma hafði lent á staðnum áður. Þrátt fyrir reynslu flugmannsins hafði hann einungis flogið þyrlu af þessu tagi í um 40 stundir. Við lendingu klekktist þyrlunni á og við snúning missti þyrlan hæð og skall í jörðina. Meiðsli farþeganna eru sögð í skýrslunni hafa verið töluverð og gjöreyðilagðist þyrlan. Um borð í þyrlunni var eigandi hennar, Ólafur Ólafsson ásamt erlendum gestum sínum. Ólafur Ólafsson.vísir/vilhelm Í greiningu nefndarinnar á slysinu segir að líklegt sé að flugmaðurinn hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar ásamt því að hafa vanmetið veðurskilyrði. Flugmaðurinn hafi talsverða reynslu á sambærilega Airbus þyrlu sem þó hefði einn hreyfil í stað tveggja. Þyrlurnar séu „ólíkar hvað varðar beitingu stjórnvala til þess að hafa fulla stjórn á stéli við þessar aðstæður.“ Nefndin beinir því til flugmanna eftir rannsóknina að gæta sérstaklega að sér þegar flogið er mismunandi tegundum loftfara og minnir nefndin einnig á mikilvægi þess að framkvæma alltaf þyngdarútreikninga og veðurupplýsingar fyrir hvert flug en slíkar athuganir höfðu ekki verið framkvæmdar í tilfelli HB-ZOO. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið árið 2016. Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður þyrlunnar HB-ZOO, þyrlu í eigu athafnamannsins Ólafs Ólafssonar, hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar sem varð til þess að hann hafði ekki fulla stjórn á stéli hennar áður en þyrlan brotlenti með fimm manns innanborðs við Nesjavelli 22. maí 2016. Skýrsla nefndarinnar vegna flugslyssins hefur verið gefin út og eru þar aðstæður og atburðarás raktar. Slysið varð rétt um klukkan 19:30 við Nesjavelli en flugmaður og fjórir farþegar höfðu verið í útsýnisflugi um Suðurlandið en eftir eins og hálfs tíma flug var komið að lendingu á hverasvæði við Hengil. Flugmaðurinn sem hafði flogið þyrlum í yfir 1.700 tíma hafði lent á staðnum áður. Þrátt fyrir reynslu flugmannsins hafði hann einungis flogið þyrlu af þessu tagi í um 40 stundir. Við lendingu klekktist þyrlunni á og við snúning missti þyrlan hæð og skall í jörðina. Meiðsli farþeganna eru sögð í skýrslunni hafa verið töluverð og gjöreyðilagðist þyrlan. Um borð í þyrlunni var eigandi hennar, Ólafur Ólafsson ásamt erlendum gestum sínum. Ólafur Ólafsson.vísir/vilhelm Í greiningu nefndarinnar á slysinu segir að líklegt sé að flugmaðurinn hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar ásamt því að hafa vanmetið veðurskilyrði. Flugmaðurinn hafi talsverða reynslu á sambærilega Airbus þyrlu sem þó hefði einn hreyfil í stað tveggja. Þyrlurnar séu „ólíkar hvað varðar beitingu stjórnvala til þess að hafa fulla stjórn á stéli við þessar aðstæður.“ Nefndin beinir því til flugmanna eftir rannsóknina að gæta sérstaklega að sér þegar flogið er mismunandi tegundum loftfara og minnir nefndin einnig á mikilvægi þess að framkvæma alltaf þyngdarútreikninga og veðurupplýsingar fyrir hvert flug en slíkar athuganir höfðu ekki verið framkvæmdar í tilfelli HB-ZOO. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið árið 2016.
Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent