Umfjöllun og viðtöl: KR - Skallagrímur 65-50 | KR-ingar hefndu fyrir ófarirnar í bikarúrslitunum Gabríel Sighvatsson skrifar 11. mars 2020 21:00 vísir/daníel KR tók á móti Skallagrími í Dominos deild kvenna í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn skipti miklu máli fyrir liðin sem eru í mikilli baráttu um að komast í umspilið. Skallagrímur vann KR í bikarúrslitaleik fyrir tæpum mánuði síðan og vildi KR hefna fyrir ófarirnar þar. Þetta byrjaði vel fyrir heimakonur en þær voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og voru með 20 stiga forskot þegar fyrri hálfleikur kláraðist. Í seinni hálfleik byrjaði KR liðið illa og Skallagrímur nýtti sér það til að komast aftur inn í leikinn. KR-ingar tóku þó fljótlega við sér og komu sér aftur í 20 stiga mun og kláruðu að lokum leikinn nokkuð sannfærandi. Af hverju vann KR? KR liðið lagði grunninn að sigrinum strax í fyrri hálfleik en vörnin var frábær og fengu þær aðeins 18 stig á sig á 20 mínútum. Eftir það áttu gestirnir ekki afturkvæmt en KR var í raun aldrei í hættu á að missa forystuna í leiknum. Hvað gekk illa? Sóknin hjá Skallagrími átti engin svör í fyrri hálfleik við varnarleik KR-inga. Einnig áttu þær í erfiðleikum með að stoppa sóknina sem skoraði 42 stig í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var öllu skárri, en tvisvar í seinni hálfleik gerði liðið smá atlögu til að komast aftur inn í leikinn en KR-ingar létu það ekki á sig fá og heimakonur voru fljótar að loka á það. Hverjar stóðu upp úr? Danielle Victoria Rodriguez var, eins og oft áður, áberandi í leiknum en hún skoraði 19 stig og átti 6 stoðsendingar. Sanja Orozovic var einnig góð en hún var stigahæst í leiknum með 21 stig ásamt því að eiga 12 fráköst. Unnur Tara Jónsdóttir var frábær í vörninni og er stór ástæða fyrir yfirburðum KR í fyrri hálfleik. Hjá Skallagrími var Keira Breeanne Robinson stigahæst með 16 stig og einnig með flest fráköst ásamt þremur öðrum leikmönnum. Hvað gerist næst? KR er búið að tryggja sig inn í umspilið og er komið langleiðina með að tryggja sér 2. sætið í deildinni en næsti leikur liðsins er gegn Grindavík. Skallagrímur er enn í baráttunni og á annan risaleik eftir viku á móti Keflavík. Benni: Getur margt farið úrskeiðis Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með heildarframmistöðu liðsins að leikslokum. „Ég er ánægður með varnarleikinn og fyrri hálfleikinn allan. Eina sem ég er svekktur með er hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn með þetta 20 stiga forskot.“ Benni var hinsvegar ósáttur við hvernig liðið byrjaði seinni hálfleikinn en það hefur oft gerst hjá KR að þær detti niður í upphafi seinni hálfleiks. „Maður vill bara koma inn og drepa... ekki koma svona værukærð til leiks, þetta er búið að gerast alltof oft hjá okkur en margt gott í þessu.“ „Ég talaði um það í hálfleik að við mættum ekki láta það gerast eina ferðina enn þegar við náum góðu forskoti í hálfleik að koma svona til leiks. Þetta kostaði okkur einn leik í fyrra og þetta er hættulegur leikur. Ég þurfti að taka leikhlé þegar það voru 3 og hálfar búnar í seinni hálfleik, þá voru þær búnar að skora 11 stig úr fyrstu 5 sóknunum sínum og voru að fá opin skot hvað eftir annað. Við vorum ekkert að „contest-a“ eitt eða neitt og þær fengu bara að leika sér sóknarlega. Ég var ekki ánægður með það en sem betur fer lagaðist það aftur.“ Sem betur fer fyrir KR kostaði þetta liðið ekki í kvöld en heilt yfir var þetta nokkuð sannfærandi sigur. Liðið er þar með búið að tryggja sæti sitt í umspilinu í vor og það er ljóst að það þarf margt að klikka til að 2. sætið renni þeim úr greipum. „Við hleyptum þeim ekki nálægt okkur eða á hættulegt „run“ til að þær gætu þjarmað að okkur. Þær gerðu vel í seinni hálfleik, komu miklu grimmari inn og voru að hitta betur líka. Ég myndi samt segja að við höfum átt þennan leik og heilt yfir var þetta fín frammistaða.“ sagði Benni og bætti við að 2. sætið væri alls ekki komið hjá þeim. „Það getur svo margt farið úrskeiðis, það er ekkert í hendi með 2. sætið. Maður hefur séð ótrúlegustu hluti gerist þannig að við þurfum að halda áfram og vinna næsta leik.“ Unnur Tara: Gaman að spila á móti Skallgrími „Við komum vel stemmdar til leiks enda ætluðum við að hefna fyrir síðasta leik. Ég er mjög ánægð með frammistöðuna hjá liðinu í dag.“ sagði Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. KR-ingar spiluðu feykivel í fyrri hálfleik og sérstaklega vörnin sem fékk aðeins 18 stig á sig fyrstu 20 mínúturnar. „Það byrjar alltaf í vörninni, það er alltaf það sem við leggjum upp með að stoppa liðin og svo kemur sóknin oftast af sjálfu sér.“ Liðið hefur haft þann vonda sið að koma ekki nógu vel til leiks eftir hálfleik og gerðist það aftur í dag. Benni, þjálfari liðsins, var fljótur að bregðast við því og eftir að hann tók leikhlé komst KR í sama farið. „Við gerum þetta stundum, dettur aðeins niður hjá okkur í hálfleik. Benni var fljótur að taka leikhlé og þá fannst mér við komast aftur í gírinn. Þetta var mjög fínn leikur hjá mjög mörgum leikmönnum þannig að þetta var liðssigur.“ KR hefur unnið alla deildarleiki sína gegn Skallagrími á tímabilinu og var þetta enn einn hörkuleikurinn á milli liðanna. „Það er alltaf erfitt að mæta þeim og þetta er alltaf „physical“ leikir. Það er mjög gaman að spila á móti Skallgrími.“ KR er komið í kjörstöðu til að landa 2. sætinu í deildinni og segir Unnur Tara að planið sé að klára það. „Það er planið að halda því sæti og þetta er mjög fínt.“
KR tók á móti Skallagrími í Dominos deild kvenna í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn skipti miklu máli fyrir liðin sem eru í mikilli baráttu um að komast í umspilið. Skallagrímur vann KR í bikarúrslitaleik fyrir tæpum mánuði síðan og vildi KR hefna fyrir ófarirnar þar. Þetta byrjaði vel fyrir heimakonur en þær voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og voru með 20 stiga forskot þegar fyrri hálfleikur kláraðist. Í seinni hálfleik byrjaði KR liðið illa og Skallagrímur nýtti sér það til að komast aftur inn í leikinn. KR-ingar tóku þó fljótlega við sér og komu sér aftur í 20 stiga mun og kláruðu að lokum leikinn nokkuð sannfærandi. Af hverju vann KR? KR liðið lagði grunninn að sigrinum strax í fyrri hálfleik en vörnin var frábær og fengu þær aðeins 18 stig á sig á 20 mínútum. Eftir það áttu gestirnir ekki afturkvæmt en KR var í raun aldrei í hættu á að missa forystuna í leiknum. Hvað gekk illa? Sóknin hjá Skallagrími átti engin svör í fyrri hálfleik við varnarleik KR-inga. Einnig áttu þær í erfiðleikum með að stoppa sóknina sem skoraði 42 stig í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var öllu skárri, en tvisvar í seinni hálfleik gerði liðið smá atlögu til að komast aftur inn í leikinn en KR-ingar létu það ekki á sig fá og heimakonur voru fljótar að loka á það. Hverjar stóðu upp úr? Danielle Victoria Rodriguez var, eins og oft áður, áberandi í leiknum en hún skoraði 19 stig og átti 6 stoðsendingar. Sanja Orozovic var einnig góð en hún var stigahæst í leiknum með 21 stig ásamt því að eiga 12 fráköst. Unnur Tara Jónsdóttir var frábær í vörninni og er stór ástæða fyrir yfirburðum KR í fyrri hálfleik. Hjá Skallagrími var Keira Breeanne Robinson stigahæst með 16 stig og einnig með flest fráköst ásamt þremur öðrum leikmönnum. Hvað gerist næst? KR er búið að tryggja sig inn í umspilið og er komið langleiðina með að tryggja sér 2. sætið í deildinni en næsti leikur liðsins er gegn Grindavík. Skallagrímur er enn í baráttunni og á annan risaleik eftir viku á móti Keflavík. Benni: Getur margt farið úrskeiðis Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með heildarframmistöðu liðsins að leikslokum. „Ég er ánægður með varnarleikinn og fyrri hálfleikinn allan. Eina sem ég er svekktur með er hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn með þetta 20 stiga forskot.“ Benni var hinsvegar ósáttur við hvernig liðið byrjaði seinni hálfleikinn en það hefur oft gerst hjá KR að þær detti niður í upphafi seinni hálfleiks. „Maður vill bara koma inn og drepa... ekki koma svona værukærð til leiks, þetta er búið að gerast alltof oft hjá okkur en margt gott í þessu.“ „Ég talaði um það í hálfleik að við mættum ekki láta það gerast eina ferðina enn þegar við náum góðu forskoti í hálfleik að koma svona til leiks. Þetta kostaði okkur einn leik í fyrra og þetta er hættulegur leikur. Ég þurfti að taka leikhlé þegar það voru 3 og hálfar búnar í seinni hálfleik, þá voru þær búnar að skora 11 stig úr fyrstu 5 sóknunum sínum og voru að fá opin skot hvað eftir annað. Við vorum ekkert að „contest-a“ eitt eða neitt og þær fengu bara að leika sér sóknarlega. Ég var ekki ánægður með það en sem betur fer lagaðist það aftur.“ Sem betur fer fyrir KR kostaði þetta liðið ekki í kvöld en heilt yfir var þetta nokkuð sannfærandi sigur. Liðið er þar með búið að tryggja sæti sitt í umspilinu í vor og það er ljóst að það þarf margt að klikka til að 2. sætið renni þeim úr greipum. „Við hleyptum þeim ekki nálægt okkur eða á hættulegt „run“ til að þær gætu þjarmað að okkur. Þær gerðu vel í seinni hálfleik, komu miklu grimmari inn og voru að hitta betur líka. Ég myndi samt segja að við höfum átt þennan leik og heilt yfir var þetta fín frammistaða.“ sagði Benni og bætti við að 2. sætið væri alls ekki komið hjá þeim. „Það getur svo margt farið úrskeiðis, það er ekkert í hendi með 2. sætið. Maður hefur séð ótrúlegustu hluti gerist þannig að við þurfum að halda áfram og vinna næsta leik.“ Unnur Tara: Gaman að spila á móti Skallgrími „Við komum vel stemmdar til leiks enda ætluðum við að hefna fyrir síðasta leik. Ég er mjög ánægð með frammistöðuna hjá liðinu í dag.“ sagði Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. KR-ingar spiluðu feykivel í fyrri hálfleik og sérstaklega vörnin sem fékk aðeins 18 stig á sig fyrstu 20 mínúturnar. „Það byrjar alltaf í vörninni, það er alltaf það sem við leggjum upp með að stoppa liðin og svo kemur sóknin oftast af sjálfu sér.“ Liðið hefur haft þann vonda sið að koma ekki nógu vel til leiks eftir hálfleik og gerðist það aftur í dag. Benni, þjálfari liðsins, var fljótur að bregðast við því og eftir að hann tók leikhlé komst KR í sama farið. „Við gerum þetta stundum, dettur aðeins niður hjá okkur í hálfleik. Benni var fljótur að taka leikhlé og þá fannst mér við komast aftur í gírinn. Þetta var mjög fínn leikur hjá mjög mörgum leikmönnum þannig að þetta var liðssigur.“ KR hefur unnið alla deildarleiki sína gegn Skallagrími á tímabilinu og var þetta enn einn hörkuleikurinn á milli liðanna. „Það er alltaf erfitt að mæta þeim og þetta er alltaf „physical“ leikir. Það er mjög gaman að spila á móti Skallgrími.“ KR er komið í kjörstöðu til að landa 2. sætinu í deildinni og segir Unnur Tara að planið sé að klára það. „Það er planið að halda því sæti og þetta er mjög fínt.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira