Enski boltinn

Enskur heimsmeistari lést af völdum veirunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Norman Hunter 1943-2020.
Norman Hunter 1943-2020. vísir/getty

Norman Hunter, fyrrverandi leikmaður Leeds United og enska landsliðsins, lést í morgun af völdum kórónuveirunnar. Hann var 76 ára.

Hunter lék með Leeds nánast allan sinn feril, eða á árunum 1962-76. Hann lék alls 726 leiki fyrir Leeds og skoraði 21 mark.

Hunter var hluti af gullaldarliði Leeds sem varð tvisvar sinnum Englandsmeistari, einu sinni bikarmeistari og einu sinni deildabikarmeistari. Hann var sá fyrsti sem var valinn leikmaður ársins af leikmönnum efstu deildar á Englandi 1974.

Hunter lék 28 landsleiki fyrir England og var hluti af enska liðinu sem vann HM 1966 á heimavelli.

Miðvörðurinn öflugi þótti afar harður í horn að taka og hlaut af þeim sökum viðurnefnið „Bites Yer Legs“.

Eftir að Hunter yfirgaf Leeds lék hann með Bristol City og þjálfaði Barnsley, Rotherham United og Bradford City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×