„Manni líður eins og maður sé að deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2020 10:29 Sonja segir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 en hún hefur glímt við mikla kulnun. Mynd/stöð 2 Sonja Ólafsdóttir er þrjátíu og eins árs, tveggja barna móðir og eigandi Crossfit Austur á Egilsstöðum. Fyrir ári síðan keyrði Sonja sig út eftir mikið álag og streitu, líkaminn gaf sig og hún gat ekki staðið upp í tíu daga. Eftir langt bataferli hefur líf Sonju breyst mjög mikið og getur hún fyrst núna farið að hugsa um börnin sín tvö á ný. Það var á ásköp venjulegum degi sem hún missti stjórn á líkama sínum, en eftir mikla vinnutörn. Þá var hún úti að keyra þegar hún skyndilega missti sjónina og þar að leiðandi stjórn á bílnum sem hún ók út af veginum. Sonja meiddist ekki en í ljós kom að það var eitthvað mikið að og næstu dagar áttu eftir að verða mjög erfiðir. „Um kvöldið, daginn eftir og næstu tíu daga sirka gat ég bara ekki staðið upp. Í tvö ár á undan var ég farin að fá allskyns einkenni og búin að fara í öll möguleg test. Þessar sjóntruflanir voru farnar að koma og í kannski einu sinni í mánuði korter í senn. Ég var alveg viss um að ég væri með eitthvað heilaæxli og ekki séns að ég væri að tengja þetta við álag eða streitu. Mér fannst ekkert að því hvernig ég var að lifa lífinu og bara allt í góðu lagi,“ segir Sonja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Missti alla matarlyst Sonja segist í raun hafa upplifað sig sem smá aumingja að ráða ekki við þetta. „Samt vissi ég þetta í raun og sumarið áður var ég búin að reyna draga úr vinnu og minnka áreitið. Þegar þú ert komin á þennan stað er það ekki alveg nóg og þú þarft bara að fara alveg út og helst skipta um umhverfi,“ segir Sonja. Þær viðvörunarbjöllur sem voru farnar að hljóma voru sjóntruflanir og matarlystin var alveg farin. „Ég vissi alveg að ég þyrfti að borða en ég átti mjög erfitt með að borða. Ég þurfti að pína mat ofan í mig best var að hann væri í fljótandi formi. Svo var ég með aukinn hjartslátt alveg upp úr þurru. Ég sit bara einshversstaðar og hann rýkur upp í 120 allt í einu. Stundum fór hann upp í 140 og ég sofandi. Og manni líður eins og maður sé að deyja.“ Sonja starfar nú á Granda 101 og er flutt frá Egilsstöðum. Sonja er tveggja barna móðir, fyrirtækjaeigandi í litlu bæjarfélagi og því er auðvelt að ímynda sér að það hafi verið mikil streita og álag í hennar lífi. Eva Laufey Kjaran spurði Sonju hvernig týpískur dagur í hennar lífi hafi verið fyrir rúmlega ári. „Ég vaknaði svona hálf sex og fór annaðhvort á æfingu sjálf klukkan sex eða var að þjálfa tímann. Stundum var ég að þjálfa klukkan 5, 6 og síðan sjö. Ég vakti síðan krakkana og fór með þau í leikskólann og síðan í vinnuna. Þá vann ég bæði við að þjálfa og síðan í tölvunni,“ segir Sonja sem sótti síðan börnin á leikskólann og hélt síðan áfram að vinna fram á kvöld. Hún segir að í bataferlinu hafi henni strax verið kippt út úr vinnu. Því næst fór hún á heilsustofnun í Hveragerði og fékk þar algjöra hvíld í mánuð. „Það var geggjað. Þar er manni gefið að borða, maður fær að sofa í friði og stunda jóga og hugleiðslu og allskonar námskeið eins og svefnnámskeið sem nýttist mér mjög vel.“ Helgarmamma Sonja sogaðist aftur og aftur í sitt gamla umhverfi, átti erfitt með að búa á sama stað en geta ekki gert þá hluti sem hún var vön, að sinna fjölskyldu sinni og fyrirtæki svo hún tók ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína um að flytja suður þar sem hún öðlaðist mikla ró og byrjaði hægt og rólega að ná tökum á lífi sínu á ný. Hún segir að hún hafi fljótt áttað sig á því af hverju þetta væri að gerast fyrir hana og því hafi batinn verið skjótari þar sem hún fór strax að einblína á það að vinna í sér til þess að geta séð um sjálfa sig og börnin sín. „Lífið er búið að breytast ótrúlega. Ég er flutt úr þrjú hundruð fermetra húsi sem er auðvitað allt og stórt yfir í fimmtán fermetra herbergi hjá litla frænda mínum. Börnin mín búa enn á Egilsstöðum hjá pabba sínum og ég er helgarmamma og þau koma stundum til mín. Ég hef ekki haft nægilega góða heilsu fram að þessu til að hugsa nægilega vel um þau og það er hræðilegt og nóg til þess að ég mun aldrei ganga fram af mér aftur. Og aldrei segja já við einhverju sem gæti tekið eitthvað frá mér. Í dag tek ég bara hluti að mér sem gefa mér eitthvað og er nýbyrjuð að þjálfa á Granda.“ Sonja var ómeðvitað að keppa við sjálfa sig um að verða betri, að sanna fyrir öðrum að hún gæti gert það sem hún vildi án þess að fá aðstoð og hún telur það vera megin ástæðu þess að hún keyrði sig út, hún hugsaði ekki um sjálfa sig. Nú ári síðar eftir strangt bataferli er Sonja farin að vinna á ný sem þjálfari í Granda 101. Hún tekur einn dag í einu og hugsar mjög vel um að fara varlega af stað en á sama tíma gefur það henni mikið að byrja að vinna á ný og taka þátt í lífinu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fljótsdalshérað Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
Sonja Ólafsdóttir er þrjátíu og eins árs, tveggja barna móðir og eigandi Crossfit Austur á Egilsstöðum. Fyrir ári síðan keyrði Sonja sig út eftir mikið álag og streitu, líkaminn gaf sig og hún gat ekki staðið upp í tíu daga. Eftir langt bataferli hefur líf Sonju breyst mjög mikið og getur hún fyrst núna farið að hugsa um börnin sín tvö á ný. Það var á ásköp venjulegum degi sem hún missti stjórn á líkama sínum, en eftir mikla vinnutörn. Þá var hún úti að keyra þegar hún skyndilega missti sjónina og þar að leiðandi stjórn á bílnum sem hún ók út af veginum. Sonja meiddist ekki en í ljós kom að það var eitthvað mikið að og næstu dagar áttu eftir að verða mjög erfiðir. „Um kvöldið, daginn eftir og næstu tíu daga sirka gat ég bara ekki staðið upp. Í tvö ár á undan var ég farin að fá allskyns einkenni og búin að fara í öll möguleg test. Þessar sjóntruflanir voru farnar að koma og í kannski einu sinni í mánuði korter í senn. Ég var alveg viss um að ég væri með eitthvað heilaæxli og ekki séns að ég væri að tengja þetta við álag eða streitu. Mér fannst ekkert að því hvernig ég var að lifa lífinu og bara allt í góðu lagi,“ segir Sonja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Missti alla matarlyst Sonja segist í raun hafa upplifað sig sem smá aumingja að ráða ekki við þetta. „Samt vissi ég þetta í raun og sumarið áður var ég búin að reyna draga úr vinnu og minnka áreitið. Þegar þú ert komin á þennan stað er það ekki alveg nóg og þú þarft bara að fara alveg út og helst skipta um umhverfi,“ segir Sonja. Þær viðvörunarbjöllur sem voru farnar að hljóma voru sjóntruflanir og matarlystin var alveg farin. „Ég vissi alveg að ég þyrfti að borða en ég átti mjög erfitt með að borða. Ég þurfti að pína mat ofan í mig best var að hann væri í fljótandi formi. Svo var ég með aukinn hjartslátt alveg upp úr þurru. Ég sit bara einshversstaðar og hann rýkur upp í 120 allt í einu. Stundum fór hann upp í 140 og ég sofandi. Og manni líður eins og maður sé að deyja.“ Sonja starfar nú á Granda 101 og er flutt frá Egilsstöðum. Sonja er tveggja barna móðir, fyrirtækjaeigandi í litlu bæjarfélagi og því er auðvelt að ímynda sér að það hafi verið mikil streita og álag í hennar lífi. Eva Laufey Kjaran spurði Sonju hvernig týpískur dagur í hennar lífi hafi verið fyrir rúmlega ári. „Ég vaknaði svona hálf sex og fór annaðhvort á æfingu sjálf klukkan sex eða var að þjálfa tímann. Stundum var ég að þjálfa klukkan 5, 6 og síðan sjö. Ég vakti síðan krakkana og fór með þau í leikskólann og síðan í vinnuna. Þá vann ég bæði við að þjálfa og síðan í tölvunni,“ segir Sonja sem sótti síðan börnin á leikskólann og hélt síðan áfram að vinna fram á kvöld. Hún segir að í bataferlinu hafi henni strax verið kippt út úr vinnu. Því næst fór hún á heilsustofnun í Hveragerði og fékk þar algjöra hvíld í mánuð. „Það var geggjað. Þar er manni gefið að borða, maður fær að sofa í friði og stunda jóga og hugleiðslu og allskonar námskeið eins og svefnnámskeið sem nýttist mér mjög vel.“ Helgarmamma Sonja sogaðist aftur og aftur í sitt gamla umhverfi, átti erfitt með að búa á sama stað en geta ekki gert þá hluti sem hún var vön, að sinna fjölskyldu sinni og fyrirtæki svo hún tók ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína um að flytja suður þar sem hún öðlaðist mikla ró og byrjaði hægt og rólega að ná tökum á lífi sínu á ný. Hún segir að hún hafi fljótt áttað sig á því af hverju þetta væri að gerast fyrir hana og því hafi batinn verið skjótari þar sem hún fór strax að einblína á það að vinna í sér til þess að geta séð um sjálfa sig og börnin sín. „Lífið er búið að breytast ótrúlega. Ég er flutt úr þrjú hundruð fermetra húsi sem er auðvitað allt og stórt yfir í fimmtán fermetra herbergi hjá litla frænda mínum. Börnin mín búa enn á Egilsstöðum hjá pabba sínum og ég er helgarmamma og þau koma stundum til mín. Ég hef ekki haft nægilega góða heilsu fram að þessu til að hugsa nægilega vel um þau og það er hræðilegt og nóg til þess að ég mun aldrei ganga fram af mér aftur. Og aldrei segja já við einhverju sem gæti tekið eitthvað frá mér. Í dag tek ég bara hluti að mér sem gefa mér eitthvað og er nýbyrjuð að þjálfa á Granda.“ Sonja var ómeðvitað að keppa við sjálfa sig um að verða betri, að sanna fyrir öðrum að hún gæti gert það sem hún vildi án þess að fá aðstoð og hún telur það vera megin ástæðu þess að hún keyrði sig út, hún hugsaði ekki um sjálfa sig. Nú ári síðar eftir strangt bataferli er Sonja farin að vinna á ný sem þjálfari í Granda 101. Hún tekur einn dag í einu og hugsar mjög vel um að fara varlega af stað en á sama tíma gefur það henni mikið að byrja að vinna á ný og taka þátt í lífinu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fljótsdalshérað Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira