Macron missir meirihlutann á þinginu Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2020 08:38 LREM, flokkur Emmanuel Macron Frakklandsforseta, er nú með 288 þingmenn innan sinna raða, en alls þarf 289 til að ná meirihluta. Flokkurinn tryggði sér 314 þingsæti í kosningunum 2017. EPA Þingmenn sem hafa sagt sig úr þingflokki LREM, flokki Emmanuel Macron Frakklandsforseta, hafa tekið höndum saman og stofnað nýjan flokk á franska þinginu. Forsetinn hefur þar með misst sinn hreina meirihluta á þinginu. Þingmennirnir sem um ræðir greindu í morgun frá stofnun flokksins Vistfræði, lýðræði og samstaða (EDS), en í þeirra hópi er meðal annars að finna þingmennina Cedric Villani og Paula Forteza. Alls eru þingmennirnir sautján talsins. LREM vann mikinn sigur í frönsku þingkosningunum 2017, skömmu eftir forsetakosningarnar þar sem Macron vann sigur á Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar. Á síðustu mánuðum hefur kvarnast úr þingflokknum, en þingmennirnir hafa gagnrýnt ákvarðanatöku Macron og þrýst á aukin útgjöld til velferðarmála. Utanríkisráðherrann Jean-Yves Le Drian segir málið leitt, en að meirihluti stjórnarinnar sé þó enn tryggður. LREM geti áfram treyst á stuðning flokka eins og miðjuflokksins MoDem. LREM er nú með 288 þingmenn innan sinna raða, en alls þarf 289 til að ná meirihluta. Flokkurinn tryggði sér 314 þingsæti í kosningunum 2017. Paula Forteza og Matthieu Orphelin, náinn bandamaður fyrrverandi umhverfisráðherrans Nicholas Hulot, munu leiða nýja flokkinn. Hulot sagði skilið við ríkisstjórn Macron í september 2018 vegna óánægju hans með Macron og stefnu hans í loftslagsmálum. Frakkland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Þingmenn sem hafa sagt sig úr þingflokki LREM, flokki Emmanuel Macron Frakklandsforseta, hafa tekið höndum saman og stofnað nýjan flokk á franska þinginu. Forsetinn hefur þar með misst sinn hreina meirihluta á þinginu. Þingmennirnir sem um ræðir greindu í morgun frá stofnun flokksins Vistfræði, lýðræði og samstaða (EDS), en í þeirra hópi er meðal annars að finna þingmennina Cedric Villani og Paula Forteza. Alls eru þingmennirnir sautján talsins. LREM vann mikinn sigur í frönsku þingkosningunum 2017, skömmu eftir forsetakosningarnar þar sem Macron vann sigur á Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar. Á síðustu mánuðum hefur kvarnast úr þingflokknum, en þingmennirnir hafa gagnrýnt ákvarðanatöku Macron og þrýst á aukin útgjöld til velferðarmála. Utanríkisráðherrann Jean-Yves Le Drian segir málið leitt, en að meirihluti stjórnarinnar sé þó enn tryggður. LREM geti áfram treyst á stuðning flokka eins og miðjuflokksins MoDem. LREM er nú með 288 þingmenn innan sinna raða, en alls þarf 289 til að ná meirihluta. Flokkurinn tryggði sér 314 þingsæti í kosningunum 2017. Paula Forteza og Matthieu Orphelin, náinn bandamaður fyrrverandi umhverfisráðherrans Nicholas Hulot, munu leiða nýja flokkinn. Hulot sagði skilið við ríkisstjórn Macron í september 2018 vegna óánægju hans með Macron og stefnu hans í loftslagsmálum.
Frakkland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira