Skyndiheimsóknir, GPS og myndbönd notuð svo ensku liðin svindli ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 08:30 Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni æfa í sérstökum vestum sem mæla alls konar upplýsingar eins og staðsetningu, hreyfingar og hjartslátt. Þau gefa miklar upplýsingar um hvernig liðin æfa. Hér eru Sadio Mane og Alex Oxlade-Chamberlain með slík vesti á æfingu með Liverpool. Getty/Andrew Powell Englendingar ætla að passa upp á það að ensku úrvalsdeildarliðin fylgi þeim reglum sem hafa verið settar nú þegar leikmenn liðanna hefja æfingar á ný. Ensku úrvalsdeildarliðin hefja æfingar á nýjan leik í dag með það markmið að hægt verði að spila aftur leiki frá og með 12. júní. Til að byrja með mega liðin hins vegar aðeins æfa í litlum hópum og það verður passað upp á það að þær reglur verði virtar. Premier League clubs can expect surprise inspections, GPS tracking and video analysis as they prepare for the season to resume.Read more:https://t.co/F2WCaJ4GPq pic.twitter.com/HuqT2mVB3R— BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2020 „Smá saman stefnum við að koma því þannig við að það verði eftirlitsmaður á hverjum æfingavelli,“ sagði Richard Garlick, yfirmaður fótboltamála hjá ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin mun einnig hafa aðgang að GPS-mælingum leikmanna sem og myndböndum af æfingum liðanna. Það mun enginn komast upp með það að svindla á reglunum. „Með því fáum við vissu um það að það sé verið að fylgja öllum reglum. Við ætlum síðan að fá inn sjálfstæðan eftirlitshóp á næstu dögum og þessi hópur getur dottið inn á æfingar án þess að gera boð á undan sér,“ sagði Richard Garlick. Auk þess að leikmenn mega ekki vera fleiri en fimm í hverjum æfingahópi þá má hver og einn leikmaður ekki æfa lengur en í 75 mínútum. Það verður líka að fylgja öllum reglum um samskiptafjarlægð á þessum æfingum. Premier League plan to swoop on clubs training sessions with surprise inspections to make sure social distancing protocols are being adhered to https://t.co/cFnJPKSIXM— Dan Roan (@danroan) May 18, 2020 12. júní átti að vera dagurinn sem enska úrvalsdeildin fer aftur af stað en í grein breska ríkisútvarpsins er búist við því að því seinki eitthvað. „12. júní var viðmið en við vorum ekki búin að festa neinn upphafsdag. Við viljum samt auðvitað ekki vera að færa þetta til og frá. Það á eftir að fara fram umræða um þetta. Allt mun velta mikið á því hvenær liðin geta farið að æfa á fullu með eðlilegum hætti. Þangað til getum við ekki ákveðið neitt og að sjálfsögðu þurfum við að vera sveigjanleg,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin munu líka spila á fimm helgum í röð og svo fjórum sinnum líka í miðri viku til þess að ná að klára þær níu umferðir sem eru eftir af mótinu. Enska úrvalsdeildin myndi með því klárast í júlí en það má lítið út af bregða ef deildin á ekki að klárast í ágúst, mánuðinum þar sem næsta tímabil byrjar í venjulegu árferði. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Englendingar ætla að passa upp á það að ensku úrvalsdeildarliðin fylgi þeim reglum sem hafa verið settar nú þegar leikmenn liðanna hefja æfingar á ný. Ensku úrvalsdeildarliðin hefja æfingar á nýjan leik í dag með það markmið að hægt verði að spila aftur leiki frá og með 12. júní. Til að byrja með mega liðin hins vegar aðeins æfa í litlum hópum og það verður passað upp á það að þær reglur verði virtar. Premier League clubs can expect surprise inspections, GPS tracking and video analysis as they prepare for the season to resume.Read more:https://t.co/F2WCaJ4GPq pic.twitter.com/HuqT2mVB3R— BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2020 „Smá saman stefnum við að koma því þannig við að það verði eftirlitsmaður á hverjum æfingavelli,“ sagði Richard Garlick, yfirmaður fótboltamála hjá ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin mun einnig hafa aðgang að GPS-mælingum leikmanna sem og myndböndum af æfingum liðanna. Það mun enginn komast upp með það að svindla á reglunum. „Með því fáum við vissu um það að það sé verið að fylgja öllum reglum. Við ætlum síðan að fá inn sjálfstæðan eftirlitshóp á næstu dögum og þessi hópur getur dottið inn á æfingar án þess að gera boð á undan sér,“ sagði Richard Garlick. Auk þess að leikmenn mega ekki vera fleiri en fimm í hverjum æfingahópi þá má hver og einn leikmaður ekki æfa lengur en í 75 mínútum. Það verður líka að fylgja öllum reglum um samskiptafjarlægð á þessum æfingum. Premier League plan to swoop on clubs training sessions with surprise inspections to make sure social distancing protocols are being adhered to https://t.co/cFnJPKSIXM— Dan Roan (@danroan) May 18, 2020 12. júní átti að vera dagurinn sem enska úrvalsdeildin fer aftur af stað en í grein breska ríkisútvarpsins er búist við því að því seinki eitthvað. „12. júní var viðmið en við vorum ekki búin að festa neinn upphafsdag. Við viljum samt auðvitað ekki vera að færa þetta til og frá. Það á eftir að fara fram umræða um þetta. Allt mun velta mikið á því hvenær liðin geta farið að æfa á fullu með eðlilegum hætti. Þangað til getum við ekki ákveðið neitt og að sjálfsögðu þurfum við að vera sveigjanleg,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin munu líka spila á fimm helgum í röð og svo fjórum sinnum líka í miðri viku til þess að ná að klára þær níu umferðir sem eru eftir af mótinu. Enska úrvalsdeildin myndi með því klárast í júlí en það má lítið út af bregða ef deildin á ekki að klárast í ágúst, mánuðinum þar sem næsta tímabil byrjar í venjulegu árferði.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira