Vissi að hann myndi lítið sem ekkert spila en var alveg sama því hann yrði milljónamæringur Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 23:00 Alex Song. Mynd/Nordic Photos/Getty Alex Song, fyrrum miðjumaður bæði Arsenal og Barcelona, segir að þegar hann hafi séð hvað spænski risinn var tilbúinn að borga honum í laun á viku hafi hann ekki hugsað sig tvisvar um að skrifa undir samning við félagið. Song var í skemmtilegu spjalli á samskiptamiðlinum Instagram á dögunum þar sem hann ræddi við körfuboltamanninn Pascal Siakam hjá Toronto Raptors. Þar ræddu þeir meðal annars um ákvörðun Son að fara frá Arsenal til Barcelona árið 2012. „Ég hitti yfirmann knattspyrnumála hjá Barcelona og hann sagði við mig að ég fengi ekki að spila marga leiki en mér var alveg sama. Ég vissi að ég yrði milljónamæringur. Þegar Barcelona bauð mér samninginn þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég sá hvað ég myndi þéna,“ sagði Song. Hann fékk 70 þúsund pund á viku hjá Barcelona en samningur hans á Arsenal hljóðaði upp á 55 þúsund pund. Hann henti svo í afar áhugaverða samlíkingu. „Ég hef alltaf sagt að tvítugur drengur sem keyrir Ferrari er blankur því þegar þú ert tvítugur þá áttu ekkert en maður sem er fimmtugur og keyrir um á Bentley er maður sem þú átt að bera virðingu fyrir.“ 'I would not play many games... but I didn't give a f***'Alex Song 'didn't think twice' about joining Barcelona after knowing he would become a millionairehttps://t.co/9mRaE0Rf04— MailOnline Sport (@MailSport) May 18, 2020 Song gekk í raðir Arsenal árið 2006 og spilaði 205 leiki fyrir félagið en hann segist hafa keypt sér sama bíl og goðsögn félagsins Thierry Henry eftir að séð hann koma á æfingasvæði félagsins í fyrsta sinn. „Þegar ég kom til Arsenal þá sá ég kónginn koma í bíl sem leit út eins og gimsteinn og ég sagði við sjálfan mig að ég þyrfti að fá mér þennan sama bíl, sama hvað hann kostaði. Ég sver það, eftir tvo mánuði þá skilaði ég bílnum, ég var búinn með peninginn og sagði við þá að gefa mér Toyota.“ „Þegar ég kom svo aftur á æfingasvæðið spurði Henry mig hvar bíllinn væri og ég sagði við hann að þetta væri ekki bíll á mínu stigi,“ sagði þessi mikli skemmtikraftur. Son er nú án liðs eftir að hafa verið rekinn frá svissneska félaginu FC Sion en það gerðist eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar. Spænski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Sjá meira
Alex Song, fyrrum miðjumaður bæði Arsenal og Barcelona, segir að þegar hann hafi séð hvað spænski risinn var tilbúinn að borga honum í laun á viku hafi hann ekki hugsað sig tvisvar um að skrifa undir samning við félagið. Song var í skemmtilegu spjalli á samskiptamiðlinum Instagram á dögunum þar sem hann ræddi við körfuboltamanninn Pascal Siakam hjá Toronto Raptors. Þar ræddu þeir meðal annars um ákvörðun Son að fara frá Arsenal til Barcelona árið 2012. „Ég hitti yfirmann knattspyrnumála hjá Barcelona og hann sagði við mig að ég fengi ekki að spila marga leiki en mér var alveg sama. Ég vissi að ég yrði milljónamæringur. Þegar Barcelona bauð mér samninginn þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég sá hvað ég myndi þéna,“ sagði Song. Hann fékk 70 þúsund pund á viku hjá Barcelona en samningur hans á Arsenal hljóðaði upp á 55 þúsund pund. Hann henti svo í afar áhugaverða samlíkingu. „Ég hef alltaf sagt að tvítugur drengur sem keyrir Ferrari er blankur því þegar þú ert tvítugur þá áttu ekkert en maður sem er fimmtugur og keyrir um á Bentley er maður sem þú átt að bera virðingu fyrir.“ 'I would not play many games... but I didn't give a f***'Alex Song 'didn't think twice' about joining Barcelona after knowing he would become a millionairehttps://t.co/9mRaE0Rf04— MailOnline Sport (@MailSport) May 18, 2020 Song gekk í raðir Arsenal árið 2006 og spilaði 205 leiki fyrir félagið en hann segist hafa keypt sér sama bíl og goðsögn félagsins Thierry Henry eftir að séð hann koma á æfingasvæði félagsins í fyrsta sinn. „Þegar ég kom til Arsenal þá sá ég kónginn koma í bíl sem leit út eins og gimsteinn og ég sagði við sjálfan mig að ég þyrfti að fá mér þennan sama bíl, sama hvað hann kostaði. Ég sver það, eftir tvo mánuði þá skilaði ég bílnum, ég var búinn með peninginn og sagði við þá að gefa mér Toyota.“ „Þegar ég kom svo aftur á æfingasvæðið spurði Henry mig hvar bíllinn væri og ég sagði við hann að þetta væri ekki bíll á mínu stigi,“ sagði þessi mikli skemmtikraftur. Son er nú án liðs eftir að hafa verið rekinn frá svissneska félaginu FC Sion en það gerðist eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar.
Spænski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Sjá meira