Skoða tæki sem ræður við 4.000 veirupróf á dag: Kostnaðurinn við hvert próf lægri en 27.400 krónur Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2020 12:43 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans Arnar Halldórsson Talið er að veiruprófin á Keflavíkurflugvelli verði mun ódýrari en sá kostnaður sem Landspítalinn hefur hingað til lagt á slík próf, sem eru rúmar 27 þúsund krónur. Til skoðunar er að kaupa tækjabúnað sem ræður við 4000 próf á dag. Verkefnahópurinn, sem sér um að útfæra skimanir fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, hefur níu daga til að skila niðurstöðum sínum. Einn af þeim sem sér um að greina hvort verkefnið sé gerlegt er Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Háskóla Íslands. Samkvæmt skipunarbréfi ráðherra er miðast við að afköst verði eitt þúsund sýni á dag. „Ef það eru þúsund sýni á dag þá skiptir máli hvort við erum að fá mikið af öðrum sýnum. Við erum stöðugt að greina veirusýkingar almennt í sjúklingum á landinu. Þannig að við höfum afkastagetu upp að 1.200 sýnum á dag. Þá er mjög mikið álag á starfsmennina. Við erum að panta tækjaróbot til að auðvelda úrvinnslu sýnanna sem ætti að koma vonandi fljótlega,“ segir Karl. Þessi tækjaróbot getur afkastað 4.000 sýnum á dag. Samkeppnin um tækjakaup er þó mikil og ákveðin bið eftir að fá þau. Kostnaðurinn hefur verið 27.400 krónur Ráðherra hefur mælst til að kostnaður við hvert próf verði ekki hærri en 50 þúsund krónur. Fréttastofa fékk svar frá Landspítalanum fyrr í vetur um kostnað við hvert próf vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn er 27.400 krónur. Karl telur að kostnaðurinn við prófin á landamærunum verði lægri. „Það er það sem við erum að vinna í núna. Það er að kostnaðargreina þessa rannsókn. Þessi tala, 27 þúsund, hún byggist á aðeins öðrum aðferðum og er verið að endurskoða þá tölu. Í þeirri rannsókn er ekki bara verið að skoða eina veiru, heldur öndunarfæraveirur almennt og er þess vegna dýrara. Þetta er dálítið öðruvísi ef við erum bara að einblína á kórónuveiruna. Þess vegna þurfum við að meta kostnaðinn upp á nýtt. Það er mjög líklegt að kostnaðurinn verði lægri en 27 þúsund krónur,“ segir Karl. Niðurstaða fengist á þremur og hálfum tíma Í Vínarborg eru ferðamenn látnir borga 190 evrur, sem nemur tæpum 30 þúsund krónum, fyrir próf sem tekur um þrjá tíma að fá niðurstöðu úr. Tækjabúnaðurinn sem veirufræðideildin hefur skoðað myndi skila niðurstöðu á þremur og hálfum tíma. „Þetta fer mikið eftir því hvaða próf er verið að gera. Í þessum afkastamikla tækjabúnaði sem við höfum verið að skoða, sem afkastar fjögur þúsund sýnum, þar tekur vinnslan í tækinu þrjá og hálfan tíma. Það eru til próf sem eru fljótvirkari en ekki eins afkastamikil. Það eru próf til dæmis sem er hægt að gera á staðnum sem eru komin á markað í Bandaríkjunum þar sem það tekur ekki nema 5 mínútur að greina jákvætt sýni en 15 mínútur neikvætt. Sá tækjabúnaður tekur aðeins eitt sýni í einu. Hann er því miður aðeins fáanlegur í Bandaríkjunum. Það þarf að skoða bæði afköstin og tímann. Það er mikið mál að fara yfir þetta og skoða kosti og galla hverrar aðferðar fyrir sig og hvað er raunhæft að fá á þessum stutta tíma sem við höfum til stefnu,“ segir Karl. Skoða áhættuna af veiruprófunum Fyrr í vetur vöruðu heilbrigðisyfirvöld hér á landi við því að falskt öryggi gæti falist í neikvæðu kórónuveiruprófi, það er að segja ef veirupróf leiðir í ljós að viðkomandi er ekki með kórónuveiruna. Var bent á að veiran hafi þá mögulega ekki fjölgað sér nægjanlega svo prófin gætu greint hana. Þess vegna þurftu margir að sæta tveggja vikna sóttkví þó þeir hefðu fengið neikvætt úr prófinu. Spurður hvort það sé óhætt að hleypta ferðamönnum hingað til lands á grundvelli slíks prófs segir Karl það í skoðun hjá starfshópnum. „Það er verið að gera áhættumat á Landspítalanum með tilliti til þessa. Auðvitað er öruggast að hleypa engum inn í landið en það er ekki raunhæft heldur. Við erum að reyna að fara þarna besta meðalveginn, þannig að við ráðum við þau tilfelli sem myndu koma. Þetta er tilraun sem á að meta árangurinn af. Ég held að það verði að skoða og meta áhættuna af því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Talið er að veiruprófin á Keflavíkurflugvelli verði mun ódýrari en sá kostnaður sem Landspítalinn hefur hingað til lagt á slík próf, sem eru rúmar 27 þúsund krónur. Til skoðunar er að kaupa tækjabúnað sem ræður við 4000 próf á dag. Verkefnahópurinn, sem sér um að útfæra skimanir fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, hefur níu daga til að skila niðurstöðum sínum. Einn af þeim sem sér um að greina hvort verkefnið sé gerlegt er Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Háskóla Íslands. Samkvæmt skipunarbréfi ráðherra er miðast við að afköst verði eitt þúsund sýni á dag. „Ef það eru þúsund sýni á dag þá skiptir máli hvort við erum að fá mikið af öðrum sýnum. Við erum stöðugt að greina veirusýkingar almennt í sjúklingum á landinu. Þannig að við höfum afkastagetu upp að 1.200 sýnum á dag. Þá er mjög mikið álag á starfsmennina. Við erum að panta tækjaróbot til að auðvelda úrvinnslu sýnanna sem ætti að koma vonandi fljótlega,“ segir Karl. Þessi tækjaróbot getur afkastað 4.000 sýnum á dag. Samkeppnin um tækjakaup er þó mikil og ákveðin bið eftir að fá þau. Kostnaðurinn hefur verið 27.400 krónur Ráðherra hefur mælst til að kostnaður við hvert próf verði ekki hærri en 50 þúsund krónur. Fréttastofa fékk svar frá Landspítalanum fyrr í vetur um kostnað við hvert próf vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn er 27.400 krónur. Karl telur að kostnaðurinn við prófin á landamærunum verði lægri. „Það er það sem við erum að vinna í núna. Það er að kostnaðargreina þessa rannsókn. Þessi tala, 27 þúsund, hún byggist á aðeins öðrum aðferðum og er verið að endurskoða þá tölu. Í þeirri rannsókn er ekki bara verið að skoða eina veiru, heldur öndunarfæraveirur almennt og er þess vegna dýrara. Þetta er dálítið öðruvísi ef við erum bara að einblína á kórónuveiruna. Þess vegna þurfum við að meta kostnaðinn upp á nýtt. Það er mjög líklegt að kostnaðurinn verði lægri en 27 þúsund krónur,“ segir Karl. Niðurstaða fengist á þremur og hálfum tíma Í Vínarborg eru ferðamenn látnir borga 190 evrur, sem nemur tæpum 30 þúsund krónum, fyrir próf sem tekur um þrjá tíma að fá niðurstöðu úr. Tækjabúnaðurinn sem veirufræðideildin hefur skoðað myndi skila niðurstöðu á þremur og hálfum tíma. „Þetta fer mikið eftir því hvaða próf er verið að gera. Í þessum afkastamikla tækjabúnaði sem við höfum verið að skoða, sem afkastar fjögur þúsund sýnum, þar tekur vinnslan í tækinu þrjá og hálfan tíma. Það eru til próf sem eru fljótvirkari en ekki eins afkastamikil. Það eru próf til dæmis sem er hægt að gera á staðnum sem eru komin á markað í Bandaríkjunum þar sem það tekur ekki nema 5 mínútur að greina jákvætt sýni en 15 mínútur neikvætt. Sá tækjabúnaður tekur aðeins eitt sýni í einu. Hann er því miður aðeins fáanlegur í Bandaríkjunum. Það þarf að skoða bæði afköstin og tímann. Það er mikið mál að fara yfir þetta og skoða kosti og galla hverrar aðferðar fyrir sig og hvað er raunhæft að fá á þessum stutta tíma sem við höfum til stefnu,“ segir Karl. Skoða áhættuna af veiruprófunum Fyrr í vetur vöruðu heilbrigðisyfirvöld hér á landi við því að falskt öryggi gæti falist í neikvæðu kórónuveiruprófi, það er að segja ef veirupróf leiðir í ljós að viðkomandi er ekki með kórónuveiruna. Var bent á að veiran hafi þá mögulega ekki fjölgað sér nægjanlega svo prófin gætu greint hana. Þess vegna þurftu margir að sæta tveggja vikna sóttkví þó þeir hefðu fengið neikvætt úr prófinu. Spurður hvort það sé óhætt að hleypta ferðamönnum hingað til lands á grundvelli slíks prófs segir Karl það í skoðun hjá starfshópnum. „Það er verið að gera áhættumat á Landspítalanum með tilliti til þessa. Auðvitað er öruggast að hleypa engum inn í landið en það er ekki raunhæft heldur. Við erum að reyna að fara þarna besta meðalveginn, þannig að við ráðum við þau tilfelli sem myndu koma. Þetta er tilraun sem á að meta árangurinn af. Ég held að það verði að skoða og meta áhættuna af því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira