Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Heimir Már Pétursson skrifar 16. maí 2020 19:30 Um áttatíu manns vinna nú hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem verður lögð niður um áramótin. Vísir/Vilhelm Áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn kom upp en leggja á stofnunina niður um áramótin. Forstjóri stofnunarinnar telur að hægt verði að finna öllum þessum verkefnum farveg. Um áttatíu manns vinna hjá Nýsköpunarmiðstöðinni sem varð til árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Nýsköpunarráðherra tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður um áramót. Frumvarp þar að lútandi er þó ekki komið fram en kemur væntanlega fram á haustþingi. Þar er unnið að fjölbreyttum og mjög mörgum verkefnum sem nú er verið að reyna að finna farveg. Sigríður Ingvarsdóttir segir unnið að því þessa dagana að finna miklum fjölda verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands farveg á nýjum stöðum eftir að stofnunin verður lögð niður um næstu áramót.Stöð 2/Frikki Sigríður Ingvarsdóttir forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir áhuga á samstarfi við miðstöðina hafa farið vaxandi eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst eins og alltaf þegar þrengi að að í þjóðfélaginu. „Við höfum gríðarlega marga snertifleti, miðstöðin, við marga. Hingað hafa verið að leita háskólar, einstaklingar, frumkvöðlar, fyrirtæki og svo framvegis. Við höfum fundið fyrir mikilli ásókn,“ segir Sigríður. Verkefnin geti verið stutt en sum séu áætluð til allt að fimm ára. „Við erum að vinna að rannsóknum fyrir byggingaiðnaðinn, við erum að vinna að veg- og jarðtækni. Við erum að vinna við efnagreiningar og umhverfisvöktun. Við erum að vinna með frumkvölum og fyrirtækjum. Svo erum við að vinna mjög stór rannsóknarverkefni á sviði efnis-, líf- og orkutækni. Þannig að þetta er ofboðslega breið flóra verkefna sem við erum að sinna hérna,“ segir forstjórinn. Nú sé stýrihópur á vegum nýsköpunarráðuneytisins að störfum að skoða nokkrar sviðsmyndir um framhaldið. Meðal annars sé rætt um að háskólarnir taki við hluta verkefnanna. Hvað verður um starfsfólk sem nú er í eins konar limbói hérna? „Það er auðvitað óvissutími núna. En það er verið að finna verkefnum farveg og það mun mikið af starfsfólki halda áfram að vinna við þessi verkefni. En undir hvaða formi nákvæmlega get ég ekki sagt á þessari stundu og það er eiginlega stjórnvalda að svara því,“ segir Sigríður. Nýsköpun Tengdar fréttir Nýsköpun á krossgötum? Hafandi starfað á vettvangi "nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. 28. febrúar 2020 14:30 Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. 28. febrúar 2020 10:00 Segir ekki verið að skera niður stuðning við nýsköpun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. 25. febrúar 2020 17:23 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn kom upp en leggja á stofnunina niður um áramótin. Forstjóri stofnunarinnar telur að hægt verði að finna öllum þessum verkefnum farveg. Um áttatíu manns vinna hjá Nýsköpunarmiðstöðinni sem varð til árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Nýsköpunarráðherra tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður um áramót. Frumvarp þar að lútandi er þó ekki komið fram en kemur væntanlega fram á haustþingi. Þar er unnið að fjölbreyttum og mjög mörgum verkefnum sem nú er verið að reyna að finna farveg. Sigríður Ingvarsdóttir segir unnið að því þessa dagana að finna miklum fjölda verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands farveg á nýjum stöðum eftir að stofnunin verður lögð niður um næstu áramót.Stöð 2/Frikki Sigríður Ingvarsdóttir forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir áhuga á samstarfi við miðstöðina hafa farið vaxandi eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst eins og alltaf þegar þrengi að að í þjóðfélaginu. „Við höfum gríðarlega marga snertifleti, miðstöðin, við marga. Hingað hafa verið að leita háskólar, einstaklingar, frumkvöðlar, fyrirtæki og svo framvegis. Við höfum fundið fyrir mikilli ásókn,“ segir Sigríður. Verkefnin geti verið stutt en sum séu áætluð til allt að fimm ára. „Við erum að vinna að rannsóknum fyrir byggingaiðnaðinn, við erum að vinna að veg- og jarðtækni. Við erum að vinna við efnagreiningar og umhverfisvöktun. Við erum að vinna með frumkvölum og fyrirtækjum. Svo erum við að vinna mjög stór rannsóknarverkefni á sviði efnis-, líf- og orkutækni. Þannig að þetta er ofboðslega breið flóra verkefna sem við erum að sinna hérna,“ segir forstjórinn. Nú sé stýrihópur á vegum nýsköpunarráðuneytisins að störfum að skoða nokkrar sviðsmyndir um framhaldið. Meðal annars sé rætt um að háskólarnir taki við hluta verkefnanna. Hvað verður um starfsfólk sem nú er í eins konar limbói hérna? „Það er auðvitað óvissutími núna. En það er verið að finna verkefnum farveg og það mun mikið af starfsfólki halda áfram að vinna við þessi verkefni. En undir hvaða formi nákvæmlega get ég ekki sagt á þessari stundu og það er eiginlega stjórnvalda að svara því,“ segir Sigríður.
Nýsköpun Tengdar fréttir Nýsköpun á krossgötum? Hafandi starfað á vettvangi "nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. 28. febrúar 2020 14:30 Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. 28. febrúar 2020 10:00 Segir ekki verið að skera niður stuðning við nýsköpun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. 25. febrúar 2020 17:23 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Nýsköpun á krossgötum? Hafandi starfað á vettvangi "nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. 28. febrúar 2020 14:30
Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. 28. febrúar 2020 10:00
Segir ekki verið að skera niður stuðning við nýsköpun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. 25. febrúar 2020 17:23