Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 18:00 Patrekur Jóhannesson er að taka við liðinu sem hann hóf ferilinn með. MYND/STÖÐ 2 SPORT Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. Unglingaakademían á Selfossi á sinn þátt í að búa til afar færa landsliðs- og atvinnumenn á síðustu árum og undir stjórn Patreks Jóhannessonar fögnuðu Selfyssingar Íslandsmeistaratitli í handbolta í fyrsta sinn í fyrra. Patrekur stýrði Skjern í Danmörku í vetur en er svo kominn í brúna hjá sínu uppeldisfélagi. „Þegar ég ákvað að koma í Garðabæinn þá langaði mig, eftir að hafa verið á Selfossi að vinna með handboltaakademíu, að koma því á í Garðabænum. Síðustu mánuði hef ég því verið í samskiptum við hið góða fólk hjá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, um hvort það væri möguleiki að koma þessu í gang,“ segir Patrekur í Sportinu í dag. Frábært að geta boðið upp á aukaæfingar Hann hefur verið í sambandi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara knattspyrnuliðs Stjörnunnar, og Arnar Guðjónsson þjálfara deildar- og bikarmeistaranna í körfubolta, og vill samstarf við körfuboltadeildina. „Knattspyrnudeildin hefur verið með akademíu í eitt ár og það hefur gengið vel. Eftir að ég fór að hugsa þetta betur, og ræða við Arnar körfuboltaþjálfara, þá er sú hugmynd komin að við gerum þetta saman. Það er það sem ég vona að komist í gang. Það væri frábært að geta boðið upp á aukaæfingar eins og við gerðum á Selfossi því ég veit að það skilar sér. Það er það sem ég hef verið að vinna í auk þess að búa til nýtt lið,“ segir Patrekur. Þarf að hætta þessu kjaftæði Einhver kergja hefur virst á milli handboltans og körfuboltans í Stjörnunni, ekki síst varðandi húsnæðismál eftir að handknattleiksdeildin lýsti yfir að hún vildi nýta Ásgarð sem heimavöll líkt og körfuboltaliðin, en Patrekur vill að menn snúi bökum saman. „Auðvitað hef ég fylgst með umræðunni, þó að ég byrji ekki að vinna fyrr en 1. júní. Þessu þarf bara að breyta, og hætta bara þessu kjaftæði. Eftir að ég fór að hitta fólk, bæði körfuboltadeildina og Rúnar Pál frænda minn… það er eitthvað búið að vera í gangi en því þarf bara að snúa. Mér finnst frábært ef að við náum að gera þetta saman með körfunni. Það væri mjög jákvætt,“ segir Patrekur. Klippa: Sportið í dag - Patrekur vill að karfan og handboltinn vinni saman Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Dominos-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Stjarnan Tengdar fréttir Svona var Sportið í dag Í Sportinu í dag var teymi Stöðvar 2 Sports fyrir umfjöllun um Pepsi Max-deild karla kynnt. 15. maí 2020 17:40 Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. 15. maí 2020 08:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. Unglingaakademían á Selfossi á sinn þátt í að búa til afar færa landsliðs- og atvinnumenn á síðustu árum og undir stjórn Patreks Jóhannessonar fögnuðu Selfyssingar Íslandsmeistaratitli í handbolta í fyrsta sinn í fyrra. Patrekur stýrði Skjern í Danmörku í vetur en er svo kominn í brúna hjá sínu uppeldisfélagi. „Þegar ég ákvað að koma í Garðabæinn þá langaði mig, eftir að hafa verið á Selfossi að vinna með handboltaakademíu, að koma því á í Garðabænum. Síðustu mánuði hef ég því verið í samskiptum við hið góða fólk hjá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, um hvort það væri möguleiki að koma þessu í gang,“ segir Patrekur í Sportinu í dag. Frábært að geta boðið upp á aukaæfingar Hann hefur verið í sambandi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara knattspyrnuliðs Stjörnunnar, og Arnar Guðjónsson þjálfara deildar- og bikarmeistaranna í körfubolta, og vill samstarf við körfuboltadeildina. „Knattspyrnudeildin hefur verið með akademíu í eitt ár og það hefur gengið vel. Eftir að ég fór að hugsa þetta betur, og ræða við Arnar körfuboltaþjálfara, þá er sú hugmynd komin að við gerum þetta saman. Það er það sem ég vona að komist í gang. Það væri frábært að geta boðið upp á aukaæfingar eins og við gerðum á Selfossi því ég veit að það skilar sér. Það er það sem ég hef verið að vinna í auk þess að búa til nýtt lið,“ segir Patrekur. Þarf að hætta þessu kjaftæði Einhver kergja hefur virst á milli handboltans og körfuboltans í Stjörnunni, ekki síst varðandi húsnæðismál eftir að handknattleiksdeildin lýsti yfir að hún vildi nýta Ásgarð sem heimavöll líkt og körfuboltaliðin, en Patrekur vill að menn snúi bökum saman. „Auðvitað hef ég fylgst með umræðunni, þó að ég byrji ekki að vinna fyrr en 1. júní. Þessu þarf bara að breyta, og hætta bara þessu kjaftæði. Eftir að ég fór að hitta fólk, bæði körfuboltadeildina og Rúnar Pál frænda minn… það er eitthvað búið að vera í gangi en því þarf bara að snúa. Mér finnst frábært ef að við náum að gera þetta saman með körfunni. Það væri mjög jákvætt,“ segir Patrekur. Klippa: Sportið í dag - Patrekur vill að karfan og handboltinn vinni saman Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Dominos-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Stjarnan Tengdar fréttir Svona var Sportið í dag Í Sportinu í dag var teymi Stöðvar 2 Sports fyrir umfjöllun um Pepsi Max-deild karla kynnt. 15. maí 2020 17:40 Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. 15. maí 2020 08:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Svona var Sportið í dag Í Sportinu í dag var teymi Stöðvar 2 Sports fyrir umfjöllun um Pepsi Max-deild karla kynnt. 15. maí 2020 17:40
Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. 15. maí 2020 08:30