Hópur Hildar fær 10 daga til að útfæra skimun ferðamanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2020 15:02 Flugvélar Icelandair standa óhreyfðar meðan millilandaflug liggur niðri. Ætla má að meiri hreyfing verði á Keflavíkurflugvelli þegar opnað verður fyrir komur ferðamanna á næstu vikum - með skilyrðum. vísir/vilhelm Stjórnvöld hafa skipað verkefnahóp sem ætlað er að útfæra skimunina við kórónuveirunni sem fram á að fara á landamærum landsins. Stefnt er að því að ferðamenn geti komið aftur hingað til lands gegn því að þeir fari í skimun, framvísi vottorði eða fari í tveggja vikna sóttkví, eigi síðar en 15. júní. Hópurinn mun njóta leiðsagnar Hildar Helgadóttur, forstöðumanns á Landspítala, og er honum ætlað að skila niðurstöðum sínum fyrir 25. maí. Eins og Vísir greindi frá í morgun er enn mörgum spurningum ósvarað um fyrirkomulag skimana, sem þegar er farið að valda ruglingi í erlendum fjölmiðlum. Hlutverk verkefnastjórnarinnar verður meðal annars að leggja fram tillögur að framkvæmd sýnatöku og greiningar hjá farþegum sem koma til landsins, með flugi til Keflavíkur sem og með öðrum leiðum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráðinu er gengið út frá því að öllum sem það kjósa fái skimun við komuna til landsins. Þá fær hópurinn einnig það verkefni að greina kröfur sem þarf að gera til fyrrnefndra heilbrigðisvottorða sem ferðamenn gætu framvísað á landamærunum, hvernig þeim skuli framvísað og þau metin af hérlendum yfirvöldum. Áætlun með ítarlegri verk- og tímaáætlun ásamt kostnaðaráætlun skal liggja fyrir eigi síðar en 25. maí næstkomandi. Í hópnum munu auk fyrrnefndrar Hildar eiga sæti fulltrúar sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra, ISAVIA, Landspítala og lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli. Yfirlögfræðingur heilbrigðisráðuneytisins verður starfsmaður verkefnastjórnarinnar. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07 Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Stjórnvöld hafa skipað verkefnahóp sem ætlað er að útfæra skimunina við kórónuveirunni sem fram á að fara á landamærum landsins. Stefnt er að því að ferðamenn geti komið aftur hingað til lands gegn því að þeir fari í skimun, framvísi vottorði eða fari í tveggja vikna sóttkví, eigi síðar en 15. júní. Hópurinn mun njóta leiðsagnar Hildar Helgadóttur, forstöðumanns á Landspítala, og er honum ætlað að skila niðurstöðum sínum fyrir 25. maí. Eins og Vísir greindi frá í morgun er enn mörgum spurningum ósvarað um fyrirkomulag skimana, sem þegar er farið að valda ruglingi í erlendum fjölmiðlum. Hlutverk verkefnastjórnarinnar verður meðal annars að leggja fram tillögur að framkvæmd sýnatöku og greiningar hjá farþegum sem koma til landsins, með flugi til Keflavíkur sem og með öðrum leiðum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráðinu er gengið út frá því að öllum sem það kjósa fái skimun við komuna til landsins. Þá fær hópurinn einnig það verkefni að greina kröfur sem þarf að gera til fyrrnefndra heilbrigðisvottorða sem ferðamenn gætu framvísað á landamærunum, hvernig þeim skuli framvísað og þau metin af hérlendum yfirvöldum. Áætlun með ítarlegri verk- og tímaáætlun ásamt kostnaðaráætlun skal liggja fyrir eigi síðar en 25. maí næstkomandi. Í hópnum munu auk fyrrnefndrar Hildar eiga sæti fulltrúar sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra, ISAVIA, Landspítala og lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli. Yfirlögfræðingur heilbrigðisráðuneytisins verður starfsmaður verkefnastjórnarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07 Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07
Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52