Eurovisionfréttasíðan XTRA blés í gærkvöldi til kosninga um besta Eurovisionlag ársins. Þrátt fyrir að Eurovision 2020 hafi verið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins hafa Eurovisionunnendur ekki látið við sitja og var framlag Íslands, Daði og Gagnamagnið með lagið Think About Things, krýnt sigurvegari keppninnar að mati Eurovisionaðdáenda.
Daði fékk alls 2198 stig en stigagjöfin var háttað eins og í keppninni sjálfri, þar sem gefin eru 8, 10 og 12 stig. Litháen fylgir fast á hæla okkar og hlaut annað sæti með 2135 stig. Þar á eftir voru Sviss, Búlgaría og Þýskaland.
Hægt er að horfa á „úrslitakvöldið“ hér að neðan.
LAST CHANCE TO VOTE in #XtraVote2020 for your #Eurovision 2020 WINNER on our website! Results countdown coming up LIVE in 5 minutes time! https://t.co/CUXgj8pjzM
— ESCXTRA (@escxtra) April 12, 2020