Erlent

Frakkar framlengja útgöngubann

Sylvía Hall skrifar
Macron ávarpaði þjóðina í kvöld.
Macron ávarpaði þjóðina í kvöld. Vísir/Getty

Emmanuel Macron Frakklandsforseti greindi frá því í kvöld að útgöngubann muni vera í gildi í landinu til 11. maí. Þó muni viðkvæmustu hóparnir, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, enn þurfa að vera í verndarsóttkví.

Þó munu staðir á borð við kaffihús, veitingastaði, kvikmyndahús verða lokaðir lengur og óheimilt verður að halda fjöldasamkomur fyrr en um miðjan júlí. Stefnt er að því að opna skóla á öllum skólastigum þann 11. maí.

Útgöngubannið sem er í gildi í Frakklandi er nokkuð strangt. Lögregla hefur eftirlit með hvort því sé framfylgt og þá þurfa allir sem fara út að framvísa skjali þar sem kemur fram hvers vegna viðkomandi þurfti að fara út úr húsi.

Í ávarpi Macron í kvöld þakkaði hann framlínustarfsmönnum fyrir störf sín í kórónuveirufaraldrinum. Hann viðurkenndi að yfirvöld hefðu ekki verið nægilega vel búin undir faraldurinn og nefndi þar til að mynda skort á búnaði á sjúkrahúsum.

Samkvæmt nýjustu tölum hafa um 138 þúsund greinst með kórónuveirunna í Frakklandi og tæplega 15 þúsund látist.


Tengdar fréttir

Yfir 10.000 látnir í Frakklandi

Fjöldi látinna vegna kórónuveirufaraldursins tók stökk í Frakklandi í dag þegar tilkynnt var um andlát 1417 sjúklinga.

Parísarbúum bannað að skokka á daginn

Íbúum Parísar hefur verið meinað að stunda líkamsrækt utandyra á milli tíu og sjö á daginn. Þessar hertu reglur taka gildi á morgun en Frakkland er meðal þeirra landa í heiminum þar sem flestir hafa látið lífið vegna nýju kórónuveirunnar, eða 8,911.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×