Heimsóknarbann líklega áfram í mánuði en mögulega sund í sumar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. apríl 2020 18:30 Víðir Reynisson á upplýsingafundi dagsins. Lögreglan Tólf greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring. Alls hafa 889 náð bata og það er í fyrsta skipti sem þeir eru fleiri en þeir sem eru með virkt smit, sem eru 804. Yfirvöld vinna nú að áætlun um það hvernig samkomubanninu verður aflétt og stendur til að kynna þær í vikunni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að það verði að öllum líkindum gert í þremur til fjórum skrefum. Fyrsta þann 4 maí. „Sérfræðingar eru nokkuð sammála um að það þurfi að líða þrjár til fjórar vikur á milli skrefa til að sjá hvaða áhrif þessar afléttingar hafi á faraldurinn þannig það má reikna með því að þetta verði nokkur skref fram á sumarið sem við munum sjá breytingar í. Þetta mun ekki gerast allt saman 4. maí og við reiknum með tveimur til þremur skrefum eftir það,“ segir Víðir. Þannig verði einhvers konar takmarkanir út sumarið. Þá verði líklega slakað á banninu í öfugri röð miðað við hvernig það hvernig það var sett á. „Og dæmi um það sem er í skoðun er opnun á ýmissi starfsemi sem var lokað í síðustu aðgerð. Það er hugsanleg fjölgun á þeim sem mega koma saman í samkomubannið,“ segir Víðir og bætir við að ólíklegt sé að fjöldi þeirra sem mega koma saman verði færður úr tuttugu í hundrað í fyrstu aðgerðunum. „Frekar eitthvað þar á milli.“ Víðir segir að litið sé til annarra þjóða hvað fjöldann varðar. „Til dæmis í Danmörku er verið að opna leik og grunnskóla í komandi viku. Síðan ætla þeir að fara með samkomubannið sitt úr fimm í tíu um miðjan maí, þannig þjóðir eru greinilega að gera þetta mjög varlega,“ segir Víðir. Heimsóknarbann til viðkvæmustu hópana var með fyrstu takmörkununum sem settar voru á og má því ætla að verði síðast aflétt. „Vonandi fyrr en seinna en ég held að raunhæft sé að horfa á það sem hluta af aðgerðunum þegar komið er inn á sumarið,“ sergir Víðir. Hann telur að fólk komi til með að geta farið í sund í sumar. Heldurðu að það verði aflétt í fyrsta skrefinu ? „Nei mér finnst það ekki líklegt, en það er ekki ómögulegt,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring. Alls hafa 889 náð bata og það er í fyrsta skipti sem þeir eru fleiri en þeir sem eru með virkt smit, sem eru 804. Yfirvöld vinna nú að áætlun um það hvernig samkomubanninu verður aflétt og stendur til að kynna þær í vikunni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að það verði að öllum líkindum gert í þremur til fjórum skrefum. Fyrsta þann 4 maí. „Sérfræðingar eru nokkuð sammála um að það þurfi að líða þrjár til fjórar vikur á milli skrefa til að sjá hvaða áhrif þessar afléttingar hafi á faraldurinn þannig það má reikna með því að þetta verði nokkur skref fram á sumarið sem við munum sjá breytingar í. Þetta mun ekki gerast allt saman 4. maí og við reiknum með tveimur til þremur skrefum eftir það,“ segir Víðir. Þannig verði einhvers konar takmarkanir út sumarið. Þá verði líklega slakað á banninu í öfugri röð miðað við hvernig það hvernig það var sett á. „Og dæmi um það sem er í skoðun er opnun á ýmissi starfsemi sem var lokað í síðustu aðgerð. Það er hugsanleg fjölgun á þeim sem mega koma saman í samkomubannið,“ segir Víðir og bætir við að ólíklegt sé að fjöldi þeirra sem mega koma saman verði færður úr tuttugu í hundrað í fyrstu aðgerðunum. „Frekar eitthvað þar á milli.“ Víðir segir að litið sé til annarra þjóða hvað fjöldann varðar. „Til dæmis í Danmörku er verið að opna leik og grunnskóla í komandi viku. Síðan ætla þeir að fara með samkomubannið sitt úr fimm í tíu um miðjan maí, þannig þjóðir eru greinilega að gera þetta mjög varlega,“ segir Víðir. Heimsóknarbann til viðkvæmustu hópana var með fyrstu takmörkununum sem settar voru á og má því ætla að verði síðast aflétt. „Vonandi fyrr en seinna en ég held að raunhæft sé að horfa á það sem hluta af aðgerðunum þegar komið er inn á sumarið,“ sergir Víðir. Hann telur að fólk komi til með að geta farið í sund í sumar. Heldurðu að það verði aflétt í fyrsta skrefinu ? „Nei mér finnst það ekki líklegt, en það er ekki ómögulegt,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31
Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31