„Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Sylvía Hall skrifar 11. apríl 2020 21:23 Agnes Veronika Hauksdóttir og Valgerður Pálsdóttir. Vísir Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. Hún hafi treyst því að þeir sem byðu sig fram í slíkt verkefni gerðu það af heilum hug. Hún og Valgerður Pálsdóttir eru báðar bakverðir í bakvarðasveitinni fyrir vestan. Þær ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við fengum eiginlega bara ábendingar um það. Hún var búin að segja okkur að hún væri mjög lærð þannig það voru sumar sem voru farnar að hafa efasemdir,“ segir Agnes. Valgerður tekur í sama streng og segir konuna hafa sagt frá því að hún væri með menntun frá Skotlandi og reynslumikil þegar kæmi að heilbrigðisstörfum. „Það var ýmsilegt sem hún taldi til en við vissum að hún var að vinna í að fá samþykkt þetta próf sitt, hún sagði okkur það.“ Agnes segir grunsemdir strax hafa vaknað þegar hún framvísaði erlendu leyfisbréfi. Því hafði starfsfólkið haft varann á. Þá var hjúkrunarfræðinemi með henni við störf og hjúkrunarfræðingur á bakvakt í sama húsi. „Svo fengum við ábendingar þegar hún setti mynd af sér á Instagram að hún væri að „hjúkkast“, þá fékk fólk svolítið sjokk sem þekkir til hennar.“ Léttir að vera ekki smitaðar Allir í bakvarðasveitinni voru sendir í sóttkví eftir handtöku konunnar og voru sýni tekin úr þeim í gær. Rannsókn á sýnunum leiddi í ljós að enginn meðlimur sveitarinnar var smitaður. „Það var mikill léttir í morgun þegar við fengum skilaboðin um að við værum allar neikvæðar. Þess vegna erum við mjög glaðar að geta haldið áfram að sinna starfinu,“ segir Agnes. Valgerður segist hafa rætt við konuna í gærmorgun þegar hún hafði lokið vakt. Stuttu síðar fór Valgerður í göngutúr og var því ekki á svæðinu þegar lögreglan kom og sótti konuna. „Ég var mjög fegin að þurfa ekki að verða vitni að því.“ Þá segjast þær trúa því að þetta atvik sé einsdæmi. Þó sé um sérstakar aðstæður að ræða og því hafi svona mistök getað komið upp. „Og þetta ber allt mjög brátt að og það eru allir að reyna að gera sitt besta og við munum gera það áfram. Við erum auðvitað mjög glaðar með að við erum allar neikvæðar og erum ekki með smit. Við erum mjög jákvæðar í dag,“ segir Valgerður. Viðtalið við Agnesi og Valgerði má sjá í fullri lengd hér að neðan. Klippa: Viðtal við bakverðina í heild sinni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. Hún hafi treyst því að þeir sem byðu sig fram í slíkt verkefni gerðu það af heilum hug. Hún og Valgerður Pálsdóttir eru báðar bakverðir í bakvarðasveitinni fyrir vestan. Þær ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við fengum eiginlega bara ábendingar um það. Hún var búin að segja okkur að hún væri mjög lærð þannig það voru sumar sem voru farnar að hafa efasemdir,“ segir Agnes. Valgerður tekur í sama streng og segir konuna hafa sagt frá því að hún væri með menntun frá Skotlandi og reynslumikil þegar kæmi að heilbrigðisstörfum. „Það var ýmsilegt sem hún taldi til en við vissum að hún var að vinna í að fá samþykkt þetta próf sitt, hún sagði okkur það.“ Agnes segir grunsemdir strax hafa vaknað þegar hún framvísaði erlendu leyfisbréfi. Því hafði starfsfólkið haft varann á. Þá var hjúkrunarfræðinemi með henni við störf og hjúkrunarfræðingur á bakvakt í sama húsi. „Svo fengum við ábendingar þegar hún setti mynd af sér á Instagram að hún væri að „hjúkkast“, þá fékk fólk svolítið sjokk sem þekkir til hennar.“ Léttir að vera ekki smitaðar Allir í bakvarðasveitinni voru sendir í sóttkví eftir handtöku konunnar og voru sýni tekin úr þeim í gær. Rannsókn á sýnunum leiddi í ljós að enginn meðlimur sveitarinnar var smitaður. „Það var mikill léttir í morgun þegar við fengum skilaboðin um að við værum allar neikvæðar. Þess vegna erum við mjög glaðar að geta haldið áfram að sinna starfinu,“ segir Agnes. Valgerður segist hafa rætt við konuna í gærmorgun þegar hún hafði lokið vakt. Stuttu síðar fór Valgerður í göngutúr og var því ekki á svæðinu þegar lögreglan kom og sótti konuna. „Ég var mjög fegin að þurfa ekki að verða vitni að því.“ Þá segjast þær trúa því að þetta atvik sé einsdæmi. Þó sé um sérstakar aðstæður að ræða og því hafi svona mistök getað komið upp. „Og þetta ber allt mjög brátt að og það eru allir að reyna að gera sitt besta og við munum gera það áfram. Við erum auðvitað mjög glaðar með að við erum allar neikvæðar og erum ekki með smit. Við erum mjög jákvæðar í dag,“ segir Valgerður. Viðtalið við Agnesi og Valgerði má sjá í fullri lengd hér að neðan. Klippa: Viðtal við bakverðina í heild sinni
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30
Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24