Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2020 10:50 Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. Sjá einnig: Kona handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Í yfirlýsingu sem send var til fjölmiðla segir að konan hafi á öllum stigum skráningar í bakvarðaveit upplýst yfirboðara um menntun og reynslu hennar. Lögfræðingur konunnar, Jón Bjarni Kristjánsson, segir í yfirlýsingunni að konan hafi starfað við umönnun í áraraðir og hafi sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“ Konan hafi þá reynt að fá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum til þess að öðlast tilskilin starfsleyfi. Áður en til þess kom hafi verið óskað eftir aðstoð að vestan. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögfræðingurinn segir þá að aðrar ásakanir á hendur konunni séu fjarstæðukenndar og úr lausu lofti gripnar. Konan væntir þess að lögreglurannsókn hreinsi hana af ávirðingunum og hefur biðlað til fjölmiðla að stilla málatilbúnað gegn henni í hóf þar til að niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Sjá einnig: Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Eftir að konan var handtekin voru sýni tekin úr henni og öðrum meðlimum bakvarðasveitarinnar sem var sett í sóttkví í heild sinni. Öll sýnin sem tekin voru greindust neikvæð samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. Sjá einnig: Kona handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Í yfirlýsingu sem send var til fjölmiðla segir að konan hafi á öllum stigum skráningar í bakvarðaveit upplýst yfirboðara um menntun og reynslu hennar. Lögfræðingur konunnar, Jón Bjarni Kristjánsson, segir í yfirlýsingunni að konan hafi starfað við umönnun í áraraðir og hafi sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“ Konan hafi þá reynt að fá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum til þess að öðlast tilskilin starfsleyfi. Áður en til þess kom hafi verið óskað eftir aðstoð að vestan. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögfræðingurinn segir þá að aðrar ásakanir á hendur konunni séu fjarstæðukenndar og úr lausu lofti gripnar. Konan væntir þess að lögreglurannsókn hreinsi hana af ávirðingunum og hefur biðlað til fjölmiðla að stilla málatilbúnað gegn henni í hóf þar til að niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Sjá einnig: Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Eftir að konan var handtekin voru sýni tekin úr henni og öðrum meðlimum bakvarðasveitarinnar sem var sett í sóttkví í heild sinni. Öll sýnin sem tekin voru greindust neikvæð samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira