Fótbolti

Hannes í hár saman við stuðningsmenn Brøndby á Twitter

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes í Evrópuleik með Brøndby gegn Eintracht Frankfurt í septembermánuði 2006.
Hannes í Evrópuleik með Brøndby gegn Eintracht Frankfurt í septembermánuði 2006. vísir/epa

Hannes Þorsteinn Sigurðsson, fyrrum knattspyrnumaður og nú þjálfari í Þýskalandi, lenti í hár saman við stuðningsmenn danska félagsins Brøndby á Twitter í gær en Hannes er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum

Hannes lék einungis níu leiki með danska félaginu tímabilið 2006/2007 eftir að hafa komið til félagsins frá Stoke. Þaðan hélt hann svo til Noregs þar sem hann lék með Viking og síðan Sundsvall.

Stuðningsmenn félagsins veltu vöngum um hvað væru verstu kaup danska félagsins og þar var einn notandinn sem stakk nafni Hannesar inn í umræðuna. Hannes svaraði honum fullum hálsi eins og fyrrum framherjanum einum er lagið.

Fleiri blönduðu sér í umræðuna og síðar í þræðinum sagði Hannes frá því að þetta væri hans verstu eða asnalegustu félagaskipti á ferlinum. Hann sagði að það hafi verið mikið að hjá félaginu á þeim tíma og eitthvað af þeim vandamálum eru enn þann dag í dag.

René Meulensteen var þjálfari Brøndby á þeim tíma en hann fór svo næst til Manchester United þar sem hann var í þjálfarateymi félagsins. Hannes sagði að einungis einn gæti stýrt félaginu á hverjum tíma og að óeining í búningsklefanum gengi ekki.

Twitter-síðu Hannesar má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×