Fótbolti

Framherji Barcelona klippti sig eins og Ronaldo á HM 2002

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin Braithwaite virðist hafa miklar mætur á Ronaldo hinum brasilíska.
Martin Braithwaite virðist hafa miklar mætur á Ronaldo hinum brasilíska. vísir/epa

Martin Braithwaite, framherji Barcelona, ákvað að nýta tímann í samkomubanninu til að klippa sig eins og Brasilíumaðurinn Ronaldo á heimsmeistaramótinu 2002 í Japan og Suður-Kóreu.

Ronaldo rakaði sig fyrir leik Brasilíu og Tyrklands í undanúrslitum HM 2002, nema hvað hann skildi topp eftir eins og sjá má hér fyrir ofan.

Þótt deila megi um hversu flott klippingin var virkaði hún vel fyrir Ronaldo. Hann skoraði eina mark leiksins gegn Tyrkjum og svo bæði mörk Brassa í úrslitaleiknum gegn Þjóðverjum. Ronaldo skoraði alls átta mörk á HM 2002 og var markahæsti maður mótsins.

Braithwaite ákvað að heiðra Ronaldo og fékk sér svipaða klippingu. Hann deildi afrakstrinum með heimsbyggðinni á Instagram í dag.

View this post on Instagram

A new talent discovered today

A post shared by Martin Braithwaite (@braithwaite_no1) on

„Það er svo fyndið að á hverjum degi þú finnur út ýmsa hluti um sjálfan þig. Í dag komst ég að því að ég er frábær rakari. Sjáið þetta. Ef ykkur vantar rakara hringið í mig. Ég veit um einn sem yrði stoltur,“ sagði Braithwaite.

Danski landsliðsmaðurinn gekk í raðir Barcelona frá Leganés í janúar eftir að Börsungar fengu undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til að semja við framherja.

Braithwaite lék þrjá leiki með Barcelona áður en keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×