„Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2020 19:00 Ísland og Bretland hafa gert með sér samkomulag um samstarf ríkjanna til næstu 10 ára. Skrefið markar þáttaskil í samskiptum ríkjanna að sögn utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu- og Ameríku, undirrituðu yfirlýsingu um samstarf ríkjanna til næstu tíu ára í dag. Fundur ráðherranna fór fram í gegnum fjarfundabúnað en yfirlýsingunni er ætlað að efla tvíhliða samskipti ríkjanna með sameiginlegum framtaksverkefnum. „Þá erum við að tala um miklu meira heldur en bara viðskipti, eins og kemur fram í samstarfsyfirlýsingunni, og þetta er afrakstur þess sem við höfum verið að vinna að náttúrlega lengi. Því að sýn beggja ríkja er mjög skýr, að við viljum viðhalda áfram góðu og þéttu vina- og viðskiptasambandi,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. „Það er stórt skref að við séum að skrifa undir sameiginlega sýn eins og við erum að gera núna. Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það, því að þarna erum við líka að ákveða að setja í ákveðin ferli hluti sem tengjast ekki bara hreinum viðskiptum og markmiðið er mjög skýrt, að það er að efla og styrkja samband ríkjanna enn frekar og það er mjög sterkt og stórt skref og afskaplega mikilvægt fyrir íslenska hagsmuni,“ segir Guðlaugur Þór. Í yfirlýsingunni er lögð megináhersla á sjö svið, það er viðskipti og fjárfestingar, sjávarútveg, rannsóknir og nýsköpun, svæðisbundna og alþjóðlega samvinnu, varnar- og öryggismál. Loftslagsbreytingar og norðurslóðir og tengsl þjóðanna tveggja. Tímaramminn þrengri vegna covid-19 Í síðustu viku fór fram fyrsti fundur aðalsamningamanna Íslands og Bretlands um framtíðarsamband ríkjanna eftir Brexit. „Okkar embættismenn hittust í síðustu viku og lögðu á drögin með framhaldið en covid hefur gert það af verkum að tímaramminn er ennþá tæpari heldur en hann var en þetta er forgangsmál hjá okkur, hefur verið og verður,“ segir Guðlaugur Þór. Framtíðarviðræður við Bretland skiptast í megindráttum í þrennt: Fríverslunarviðræður, framkvæmd útgöngusamnings Bretlands og úrlausn mála sem falla utan fríverslunarviðræðna. „Markmið okkar hefur verið að reyna að klára eins mikið og við mögulega getum á þessu ári og það hefur alltaf legið fyrir. Ef að það er eitthvað sem að stendur útaf þá munum við vera með tímasetningar til þess að klára það en við erum ennþá með það sem markmið að klára sem allra mest á þessu ári,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkismál Bretland Brexit Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ísland og Bretland hafa gert með sér samkomulag um samstarf ríkjanna til næstu 10 ára. Skrefið markar þáttaskil í samskiptum ríkjanna að sögn utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu- og Ameríku, undirrituðu yfirlýsingu um samstarf ríkjanna til næstu tíu ára í dag. Fundur ráðherranna fór fram í gegnum fjarfundabúnað en yfirlýsingunni er ætlað að efla tvíhliða samskipti ríkjanna með sameiginlegum framtaksverkefnum. „Þá erum við að tala um miklu meira heldur en bara viðskipti, eins og kemur fram í samstarfsyfirlýsingunni, og þetta er afrakstur þess sem við höfum verið að vinna að náttúrlega lengi. Því að sýn beggja ríkja er mjög skýr, að við viljum viðhalda áfram góðu og þéttu vina- og viðskiptasambandi,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. „Það er stórt skref að við séum að skrifa undir sameiginlega sýn eins og við erum að gera núna. Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það, því að þarna erum við líka að ákveða að setja í ákveðin ferli hluti sem tengjast ekki bara hreinum viðskiptum og markmiðið er mjög skýrt, að það er að efla og styrkja samband ríkjanna enn frekar og það er mjög sterkt og stórt skref og afskaplega mikilvægt fyrir íslenska hagsmuni,“ segir Guðlaugur Þór. Í yfirlýsingunni er lögð megináhersla á sjö svið, það er viðskipti og fjárfestingar, sjávarútveg, rannsóknir og nýsköpun, svæðisbundna og alþjóðlega samvinnu, varnar- og öryggismál. Loftslagsbreytingar og norðurslóðir og tengsl þjóðanna tveggja. Tímaramminn þrengri vegna covid-19 Í síðustu viku fór fram fyrsti fundur aðalsamningamanna Íslands og Bretlands um framtíðarsamband ríkjanna eftir Brexit. „Okkar embættismenn hittust í síðustu viku og lögðu á drögin með framhaldið en covid hefur gert það af verkum að tímaramminn er ennþá tæpari heldur en hann var en þetta er forgangsmál hjá okkur, hefur verið og verður,“ segir Guðlaugur Þór. Framtíðarviðræður við Bretland skiptast í megindráttum í þrennt: Fríverslunarviðræður, framkvæmd útgöngusamnings Bretlands og úrlausn mála sem falla utan fríverslunarviðræðna. „Markmið okkar hefur verið að reyna að klára eins mikið og við mögulega getum á þessu ári og það hefur alltaf legið fyrir. Ef að það er eitthvað sem að stendur útaf þá munum við vera með tímasetningar til þess að klára það en við erum ennþá með það sem markmið að klára sem allra mest á þessu ári,“ segir Guðlaugur Þór.
Utanríkismál Bretland Brexit Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira