Gætum þurft að búa við takmarkanir út árið Stefán Ó. Jónsson og Frosti Logason skrifa 7. apríl 2020 21:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi við Ísland í dag, sem sýnt var í kvöld, um kórónuveiruna og allt sem henni tengist. Vísir Íslendingar ættu að vera undir það búnir að einhvers konar takmarkanir vegna kórónuveirunnar gætu verið í gildi út þetta ár, sem ráðist af þróun faraldursins. Það er þó ekki eins og himinn og jörð farist þó svo að landsmenn lifi fábrotnu lífi út árið, það sé hins vegar vel þess virði. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sem hefur staðið í ströngu að undanförnu vegna kórónaveirunnar. Á þessari stundu eru 1586 staðfest smit á landinu og hafa sóttvarnaryfivöld sagt að við séum enn ekki búin að ná hápunkti faraldursins. Ísland í dag settist niður með Þórólfi í gær til að fara yfir stöðuna en hann segir það hafa í raun verið um áramótin sem embætti sóttvarnalæknis fór fyrst að hafa spurnir af því að eitthvað undarlegt væri að gerast í Kína. Í byrjun janúar sendi hann sjálfur upplýsingar á allar heilsugæslur um að óvenjuleg lungnabólga væri farin þar á kreik í og bað hann sitt fólk um að vera á varðbergi gagnvart því ef fólk væri að koma veikt frá þessum svæðum. Skimað fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfðavisir/vilhelm Þekkingin stöðugt að þróast „Þá vissu menn svo sem ekki mjög mikið hvað þetta var og vissu því síður hvernig þetta smitaðist. Fyrstu fréttirnar voru reyndar þær að þetta væri lungnabólga sem smitaðist ekki milli manna, lengi vel var því haldið fram,“ segir Þórólfur. Annað hafi síðar komið í ljós með aukinni þekkingu á veirunni og afleiðingum hennar. Sóttvarnalæknir vinnur samkvæmt sóttvarnalögum og það er á hans ábyrgð að útbúa viðbragðsáætlanir við hinum ýmsu smitsjúkdómum á borð við Covid-19 í samráði við almannavarnir ríkislögreglustjóra. Þórólfur segir þá vinnu hafa verið í stöðugri þróun og fullum gangi hér á Íslandi og þannig hafi landið í raun og veru verið nokkuð vel undirbúið undir þetta ástand. „Við höfum verið að búa til viðbragðsáætlanir út af svona faraldri. Við höfum verið að búa til viðbragðsáætlanir fyrir alþjóðaflugvelli, fyrir hafnir og fyrir skip, fyrir fjölmargt. Síðan hafa stofnanir verið hvattar til að búa til sínar viðbragðsáætlanir, hvað ætla þær að gera ef það kemur faraldur og helmingur af starfsfólkinu dettur út,“ segir Þórólfur. Stofnanir hafi þó kannski ekki farið að taka við sér af fullu fyrr en ljóst var að faraldurinn væri að bresta á. Sundlaugum hefur verið lokað nú þegar hert samkomubann hefur tekið gildi.Vísir/vilhelm Kom ekki á óvart Þórólfur segir að þessi tiltekni faraldur hafi ekki komið faraldsfræðingum sérstaklega á óvart, hann bendir á að smitsjúkdómar hafi gengið yfir og valdið mannkyninu miklum skaða frá örófi alda. Íslendingar þekki til að mynda vel til sögunnar um stóru bólu sem lagði á einu ári um þriðjung þjóðarinnar. Auk þess sem Svarti dauði, spænska veikin, kólera og aðrar heimsinflúensur hafi leikið jörðina ítrekað grátt. „Þannig að sagan er uppfull af þessu. Menn höfðu bara gleymt þessu. Það voru margir sem að töldu að tími smitsjúkdóma og svona faraldra væri liðinn og það þyrfti ekkert að spá í það. Við værum með lyf, bóluefni og annað sem myndi bjarga okkur,“ segir Þórólfur. Fólk hafi jafnvel talið tímabært að snúa sér að öðrum viðfangsefnum innan læknisfræðinnar, eins og krónískum sjúkdómum, „En menn bara gleyma þessu og svo kemur þetta og þá snýst þetta allt saman við í raun og veru. Ég held að þannig verðum við að hugsa til framtíðar. Við þurfum að vita þetta og megum ekki gleyma þessum faröldrum og við þurfum að vera viðbúinn. Ég held að við höfum bara verið nokkuð undirbúin hérna á Íslandi,“ segir Þórólfur. Hann segist að sama skapi fullviss um að þessi veira muni koma aftur. Því sé mikilvægt fyrir viðbragðsaðila og fræðasamfélagið að rannsaka veiruna og komast að því hvernig hún hagar sér og hverjar afleiðingar hennar eru. Þannig megi takmarka áhrif hennar síðar. Þórshöfn í Færeyjum.MYND/AFP Erfitt að viðhalda lokunum til lengri tíma Mikið hefur verið rætt um góðan árangur Íslendinga í baráttunni við Covid-19. Margt hefur augljóslega verið vel gert en á sama tíma hefur verið bent á að frændur okkar í Færeyjum virðast hafa náð enn betri árangri en auk þess að skima af miklum krafti fyrir veirunni hafa þeir líka sett alla komufarþega í sóttkví, innfædda sem erlenda, auk þess sem leik- og grunnskólum hefur verið lokað. Öll nýgreind smit undanfarna daga í Færeyjum eru rekjanleg og aðeins eitt nýtt smit greindist síðasta sólarhringinn. Landlæknir þeirra metur stöðuna þannig að faraldurinn þar sé ekki lengur í virkri útbreiðslu. Margir spyrja sig því hvort Ísland gæti farið að þeirra fordæmi og gert enn betur? Þórólfur segir að lítil samfélög ættu að eiga í litlum vandræðum með að loka sig hreinlega af. Spurning sé hins vegar hvernig samfélögin ætla að halda það út í eitt eða tvö ár. „Hvernig ætlarðu að gera það og stoppar allar samgöngur – sérstaklega með þessa veiru sem er þannig að stór hluti þeirra sem sýkjast eru einkennalausir en geta samt verið að smita,“ segir Þórólfur. Gangi þessi veira áfram í heiminum, í kannski eitt eða tvö ár, sé því enginn hægðarleikur að halda lokunum sem þessum áfram – um leið og reynt er að uppfylla allar kröfur um nútímalifnaðarhætti. Það verði áskoun, að mati Þórólfs, enda þurfi að búast við því að veiran blossi upp aftur. Hægt sé að grípa til mjög róttækra aðgerða sem um leið valda miklu samfélagslegu tjóni. Galdurinn sé að grípa til aðgerða sem gera sama gang en valda minna tjóni, um það séu deildar meiningar að sögn Þórólfs en að tíminn geti einn leitt í ljós hvaða aðgerðir voru þær bestu. Þórólfur segir að landsmenn megi búa sig undir það að hátíðið á borð við Þjóðhátíð í Eyjum verði blásnar af. Verslunarmannahelgin í hættu Verkefni vegna þróun bóluefnis við COVID-19 eru í hæsta forgangi hjá lyfjastofnunum og fyrirtækjum um allan heim um þessar mundir. Því hefur þó verið fleygt fram að ekki sé hægt að vænta þeirra fyrr enn í fyrsta lagi eftir 12 - 18 mánuði. En þýðir það þá að þjóðfélagið þurfi að vera sóttvarnaraðgerðum, eins og samkomubönnum og félagsforðunum, allan þann tíma? „Ég held að við munum þurfa að búa við einhvers konar hamlanir út þetta ár. Hversu miklar? Það er ómögulegt að segja. Það ræðst af því hvernig faraldurinn verður, hver þróunin verður erlendis og ræðst af því hvernig ónæmi skapast í samfélaginu. Við þurfum að mæla það með blóðprófunum og það er því mikið verkefni framundan,“ segir Þórólfur. Þannig sé ómögulegt að segja hvort eitthvað verði af hátíðahöldum um verslunarmannahelgina, sem venju samkvæmt fer fram fyrstu helgina í ágúst. „Vonandi verður hægt að halda þessar hátíðir en ég held að menn verði að vera undir það búnir að það þurfi að breyta, slaka á eða hætta við þessar hátíðir,“ segir Þórólfur. „Það er ekki eins og himin og jörð farist þó að við lifum fábrotnu lífi í ár og getum síðan tekið upp léttara hjal á næsta ári. Það er alveg þess virði að gera það.“ Viðtalið við Þórólf Guðnason við Íslandi í dag í heild sinni má horfa á hér að neðan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Íslendingar ættu að vera undir það búnir að einhvers konar takmarkanir vegna kórónuveirunnar gætu verið í gildi út þetta ár, sem ráðist af þróun faraldursins. Það er þó ekki eins og himinn og jörð farist þó svo að landsmenn lifi fábrotnu lífi út árið, það sé hins vegar vel þess virði. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sem hefur staðið í ströngu að undanförnu vegna kórónaveirunnar. Á þessari stundu eru 1586 staðfest smit á landinu og hafa sóttvarnaryfivöld sagt að við séum enn ekki búin að ná hápunkti faraldursins. Ísland í dag settist niður með Þórólfi í gær til að fara yfir stöðuna en hann segir það hafa í raun verið um áramótin sem embætti sóttvarnalæknis fór fyrst að hafa spurnir af því að eitthvað undarlegt væri að gerast í Kína. Í byrjun janúar sendi hann sjálfur upplýsingar á allar heilsugæslur um að óvenjuleg lungnabólga væri farin þar á kreik í og bað hann sitt fólk um að vera á varðbergi gagnvart því ef fólk væri að koma veikt frá þessum svæðum. Skimað fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfðavisir/vilhelm Þekkingin stöðugt að þróast „Þá vissu menn svo sem ekki mjög mikið hvað þetta var og vissu því síður hvernig þetta smitaðist. Fyrstu fréttirnar voru reyndar þær að þetta væri lungnabólga sem smitaðist ekki milli manna, lengi vel var því haldið fram,“ segir Þórólfur. Annað hafi síðar komið í ljós með aukinni þekkingu á veirunni og afleiðingum hennar. Sóttvarnalæknir vinnur samkvæmt sóttvarnalögum og það er á hans ábyrgð að útbúa viðbragðsáætlanir við hinum ýmsu smitsjúkdómum á borð við Covid-19 í samráði við almannavarnir ríkislögreglustjóra. Þórólfur segir þá vinnu hafa verið í stöðugri þróun og fullum gangi hér á Íslandi og þannig hafi landið í raun og veru verið nokkuð vel undirbúið undir þetta ástand. „Við höfum verið að búa til viðbragðsáætlanir út af svona faraldri. Við höfum verið að búa til viðbragðsáætlanir fyrir alþjóðaflugvelli, fyrir hafnir og fyrir skip, fyrir fjölmargt. Síðan hafa stofnanir verið hvattar til að búa til sínar viðbragðsáætlanir, hvað ætla þær að gera ef það kemur faraldur og helmingur af starfsfólkinu dettur út,“ segir Þórólfur. Stofnanir hafi þó kannski ekki farið að taka við sér af fullu fyrr en ljóst var að faraldurinn væri að bresta á. Sundlaugum hefur verið lokað nú þegar hert samkomubann hefur tekið gildi.Vísir/vilhelm Kom ekki á óvart Þórólfur segir að þessi tiltekni faraldur hafi ekki komið faraldsfræðingum sérstaklega á óvart, hann bendir á að smitsjúkdómar hafi gengið yfir og valdið mannkyninu miklum skaða frá örófi alda. Íslendingar þekki til að mynda vel til sögunnar um stóru bólu sem lagði á einu ári um þriðjung þjóðarinnar. Auk þess sem Svarti dauði, spænska veikin, kólera og aðrar heimsinflúensur hafi leikið jörðina ítrekað grátt. „Þannig að sagan er uppfull af þessu. Menn höfðu bara gleymt þessu. Það voru margir sem að töldu að tími smitsjúkdóma og svona faraldra væri liðinn og það þyrfti ekkert að spá í það. Við værum með lyf, bóluefni og annað sem myndi bjarga okkur,“ segir Þórólfur. Fólk hafi jafnvel talið tímabært að snúa sér að öðrum viðfangsefnum innan læknisfræðinnar, eins og krónískum sjúkdómum, „En menn bara gleyma þessu og svo kemur þetta og þá snýst þetta allt saman við í raun og veru. Ég held að þannig verðum við að hugsa til framtíðar. Við þurfum að vita þetta og megum ekki gleyma þessum faröldrum og við þurfum að vera viðbúinn. Ég held að við höfum bara verið nokkuð undirbúin hérna á Íslandi,“ segir Þórólfur. Hann segist að sama skapi fullviss um að þessi veira muni koma aftur. Því sé mikilvægt fyrir viðbragðsaðila og fræðasamfélagið að rannsaka veiruna og komast að því hvernig hún hagar sér og hverjar afleiðingar hennar eru. Þannig megi takmarka áhrif hennar síðar. Þórshöfn í Færeyjum.MYND/AFP Erfitt að viðhalda lokunum til lengri tíma Mikið hefur verið rætt um góðan árangur Íslendinga í baráttunni við Covid-19. Margt hefur augljóslega verið vel gert en á sama tíma hefur verið bent á að frændur okkar í Færeyjum virðast hafa náð enn betri árangri en auk þess að skima af miklum krafti fyrir veirunni hafa þeir líka sett alla komufarþega í sóttkví, innfædda sem erlenda, auk þess sem leik- og grunnskólum hefur verið lokað. Öll nýgreind smit undanfarna daga í Færeyjum eru rekjanleg og aðeins eitt nýtt smit greindist síðasta sólarhringinn. Landlæknir þeirra metur stöðuna þannig að faraldurinn þar sé ekki lengur í virkri útbreiðslu. Margir spyrja sig því hvort Ísland gæti farið að þeirra fordæmi og gert enn betur? Þórólfur segir að lítil samfélög ættu að eiga í litlum vandræðum með að loka sig hreinlega af. Spurning sé hins vegar hvernig samfélögin ætla að halda það út í eitt eða tvö ár. „Hvernig ætlarðu að gera það og stoppar allar samgöngur – sérstaklega með þessa veiru sem er þannig að stór hluti þeirra sem sýkjast eru einkennalausir en geta samt verið að smita,“ segir Þórólfur. Gangi þessi veira áfram í heiminum, í kannski eitt eða tvö ár, sé því enginn hægðarleikur að halda lokunum sem þessum áfram – um leið og reynt er að uppfylla allar kröfur um nútímalifnaðarhætti. Það verði áskoun, að mati Þórólfs, enda þurfi að búast við því að veiran blossi upp aftur. Hægt sé að grípa til mjög róttækra aðgerða sem um leið valda miklu samfélagslegu tjóni. Galdurinn sé að grípa til aðgerða sem gera sama gang en valda minna tjóni, um það séu deildar meiningar að sögn Þórólfs en að tíminn geti einn leitt í ljós hvaða aðgerðir voru þær bestu. Þórólfur segir að landsmenn megi búa sig undir það að hátíðið á borð við Þjóðhátíð í Eyjum verði blásnar af. Verslunarmannahelgin í hættu Verkefni vegna þróun bóluefnis við COVID-19 eru í hæsta forgangi hjá lyfjastofnunum og fyrirtækjum um allan heim um þessar mundir. Því hefur þó verið fleygt fram að ekki sé hægt að vænta þeirra fyrr enn í fyrsta lagi eftir 12 - 18 mánuði. En þýðir það þá að þjóðfélagið þurfi að vera sóttvarnaraðgerðum, eins og samkomubönnum og félagsforðunum, allan þann tíma? „Ég held að við munum þurfa að búa við einhvers konar hamlanir út þetta ár. Hversu miklar? Það er ómögulegt að segja. Það ræðst af því hvernig faraldurinn verður, hver þróunin verður erlendis og ræðst af því hvernig ónæmi skapast í samfélaginu. Við þurfum að mæla það með blóðprófunum og það er því mikið verkefni framundan,“ segir Þórólfur. Þannig sé ómögulegt að segja hvort eitthvað verði af hátíðahöldum um verslunarmannahelgina, sem venju samkvæmt fer fram fyrstu helgina í ágúst. „Vonandi verður hægt að halda þessar hátíðir en ég held að menn verði að vera undir það búnir að það þurfi að breyta, slaka á eða hætta við þessar hátíðir,“ segir Þórólfur. „Það er ekki eins og himin og jörð farist þó að við lifum fábrotnu lífi í ár og getum síðan tekið upp léttara hjal á næsta ári. Það er alveg þess virði að gera það.“ Viðtalið við Þórólf Guðnason við Íslandi í dag í heild sinni má horfa á hér að neðan
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira