„Evrópusambandið treysti sér ekki til þess að gefa svör núna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 20:00 Rut Jónsdóttir leikmaður Íslands, Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals og Aron Pálmarsson leikmaður Íslands. Karla- og kvennalandslið Íslands í handbolta eiga fyrirhugaða leiki í undankeppnum EM og HM en óvíst er hvort þessir leikir fara fram á tilsettum tíma. Einnig eiga Valsmenn að leika í EHF-bikarnum í júní en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn þar eins og á fleiri stöðum. Guðjón Guðmundsson ræddi við Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóra HSÍ, í Sportpakka kvöldsins þar sem þeir fóru yfir stöðuna hjá landsliðinu og Val. Það er ekki allt búið hjá HSÍ nefnilega. „Við erum enn með á dagskránni í sumar bæði karla- og kvennalandsleiki. Karlalandsliðið er fyrirhugað að spila við Sviss, heima og heiman, mánaðarmótin júlí og júní og kvennalandsliðið með fjóra leiki í undankeppni EM í byrjun júní. Við erum að bíða svara frá EHF hvað varðar um þessa leiki.“ Valsmenn eru komnir í 8-liða úrslit Áskorendabikarsins og áttu að leika gegn Halden frá Noregi í mars en þeim leikjum var frestað fram í júní. Óvíst er hvort eða hvenær þeir fara fram. „Áður en við tókum ákvörðunina í gær um að aflýsa öllu hér heima þá vorum við í sambandi við Evrópusambandið. Við vorum að óska eftir svörum frá þeim bæði varðandi landsliðin og varðandi leiki Vals í Evrópukeppninni. Evrópusambandið treysti sér ekki til þess að gefa svör núna.“ „Þeir stefna á því að vera með svör tilbúin fljótlega eftir páska. Þangað til er bara óvissa. Við vitum ekki hvað þeir gera. Umræðan um Meistaradeildina er að spila hana í ágúst. Hvað verður vitum við ekki og bíðum svara eins og aðrir.“ Hefur Róbert trú á að allir þessir leikir fari fram? „Ég hef trú á því að landsleikirnir verði leiknir á einhverjum tímapunkti. Ég efast um að kvennalandsleikirnir verði leiknir í byrjun júní. Það er bara svo skammt í það. Varðandi karlalandsliðið mánaðarmótin júní og júlí, ég veit ekki hvort við leikum þá eða í haust. Þeir leikir verða alltaf leiknir því við þurfum að skera úr hvaða lið fer á HM í Egyptalandi. Eins þarf að skera úr hvaða lið fer á EM í desember,“ sagði Róbert. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Róbert um stöðuna hjá landsliðinu og Val Handbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira
Karla- og kvennalandslið Íslands í handbolta eiga fyrirhugaða leiki í undankeppnum EM og HM en óvíst er hvort þessir leikir fara fram á tilsettum tíma. Einnig eiga Valsmenn að leika í EHF-bikarnum í júní en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn þar eins og á fleiri stöðum. Guðjón Guðmundsson ræddi við Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóra HSÍ, í Sportpakka kvöldsins þar sem þeir fóru yfir stöðuna hjá landsliðinu og Val. Það er ekki allt búið hjá HSÍ nefnilega. „Við erum enn með á dagskránni í sumar bæði karla- og kvennalandsleiki. Karlalandsliðið er fyrirhugað að spila við Sviss, heima og heiman, mánaðarmótin júlí og júní og kvennalandsliðið með fjóra leiki í undankeppni EM í byrjun júní. Við erum að bíða svara frá EHF hvað varðar um þessa leiki.“ Valsmenn eru komnir í 8-liða úrslit Áskorendabikarsins og áttu að leika gegn Halden frá Noregi í mars en þeim leikjum var frestað fram í júní. Óvíst er hvort eða hvenær þeir fara fram. „Áður en við tókum ákvörðunina í gær um að aflýsa öllu hér heima þá vorum við í sambandi við Evrópusambandið. Við vorum að óska eftir svörum frá þeim bæði varðandi landsliðin og varðandi leiki Vals í Evrópukeppninni. Evrópusambandið treysti sér ekki til þess að gefa svör núna.“ „Þeir stefna á því að vera með svör tilbúin fljótlega eftir páska. Þangað til er bara óvissa. Við vitum ekki hvað þeir gera. Umræðan um Meistaradeildina er að spila hana í ágúst. Hvað verður vitum við ekki og bíðum svara eins og aðrir.“ Hefur Róbert trú á að allir þessir leikir fari fram? „Ég hef trú á því að landsleikirnir verði leiknir á einhverjum tímapunkti. Ég efast um að kvennalandsleikirnir verði leiknir í byrjun júní. Það er bara svo skammt í það. Varðandi karlalandsliðið mánaðarmótin júní og júlí, ég veit ekki hvort við leikum þá eða í haust. Þeir leikir verða alltaf leiknir því við þurfum að skera úr hvaða lið fer á HM í Egyptalandi. Eins þarf að skera úr hvaða lið fer á EM í desember,“ sagði Róbert. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Róbert um stöðuna hjá landsliðinu og Val
Handbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira