Johnson í stöðugu ástandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 16:48 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Matt Dunham Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í stöðugu ástandi á gjörgæslu. Hann var fluttur þangað í gær eftir að veikindi hans vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, versnuðu töluvert. Johnson er ekki í öndunarvél og er vakandi. Þá er hann ekki með lungnabólgu en hann fór fyrst á sjúkrahús á sunnudaginn. Tilkynnt var í dag að 786 hafi dáið vegna veirunnar á milli daga í Bretlandi og er það mikil aukning frá því á mánudaginn, þegar 439 höfðu dáið. Alls hafa minnst 6.159 dáið, samkvæmt frétt BBC. Dominic Raab, utanríkisráðherra, leiðir ríkisstjórn Bretlands á meðan Johnson er á sjúkrahúsi og segist hann fullur vonar um að Johnson jafni sig, enda sé hann „baráttumaður“. "He's not just our boss, he's also a colleague, he's also our friend."Foreign secretary, @DominicRaab says he is confident the PM will pull through as "he's a fighter".Read the latest updates on #coronavirus: https://t.co/OsvzGs2hf6 pic.twitter.com/pw50qu3fbn— SkyNews (@SkyNews) April 7, 2020 Útgöngubann er í gildi á Bretlandi og á það að gilda þar til í næstu viku. Samkvæmt frétt Reuters er þó umræða í ríkisstjórninni um að framlengja bannið enn frekar og tryggja félagsforðun lengur. Vísbendingar eru um að fólk hafi nýtt sér gott veður undanfarinna daga og brotið gegn reglunum. Johnson hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa gripið seint til aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þann 3. mars, degi eftir að vísindamenn sem ráðleggja ríkisstjórninni sögðu allt að hálfa milljón Breta gætu dáið, var Johnson glaðlyndur og sagði Bretland einstaklega vel undirbúið fyrir nokkurs konar faraldur. Hann grínaðist einnig með að hann væri enn að taka í hendur fólks. Rannsókn Reuters hefur þó leitt í ljós að þrátt fyrir að vísindamenn hefðu sífellt meiri áhyggjur af stöðunni, drógu þeir sem ráðlögðu ríkisstjórn Johnson fæturna í að lýsa yfir áhyggjum sínum. Það var ekki fyrr en í mars að ráðgjafaráðið lagði það til að gripið yrði til félagsforðunar. Viðmælendur Reuters segir sérfræðingana hafa óttast að Bretar myndu ekki sætta sig við útgöngubann og aðrar takmarkanir á frelsi þeirra. Þar að auki var ekki hafinn undirbúningur fyrir umfangsmikla skimun eftir sjúkdómnum í Bretlandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í stöðugu ástandi á gjörgæslu. Hann var fluttur þangað í gær eftir að veikindi hans vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, versnuðu töluvert. Johnson er ekki í öndunarvél og er vakandi. Þá er hann ekki með lungnabólgu en hann fór fyrst á sjúkrahús á sunnudaginn. Tilkynnt var í dag að 786 hafi dáið vegna veirunnar á milli daga í Bretlandi og er það mikil aukning frá því á mánudaginn, þegar 439 höfðu dáið. Alls hafa minnst 6.159 dáið, samkvæmt frétt BBC. Dominic Raab, utanríkisráðherra, leiðir ríkisstjórn Bretlands á meðan Johnson er á sjúkrahúsi og segist hann fullur vonar um að Johnson jafni sig, enda sé hann „baráttumaður“. "He's not just our boss, he's also a colleague, he's also our friend."Foreign secretary, @DominicRaab says he is confident the PM will pull through as "he's a fighter".Read the latest updates on #coronavirus: https://t.co/OsvzGs2hf6 pic.twitter.com/pw50qu3fbn— SkyNews (@SkyNews) April 7, 2020 Útgöngubann er í gildi á Bretlandi og á það að gilda þar til í næstu viku. Samkvæmt frétt Reuters er þó umræða í ríkisstjórninni um að framlengja bannið enn frekar og tryggja félagsforðun lengur. Vísbendingar eru um að fólk hafi nýtt sér gott veður undanfarinna daga og brotið gegn reglunum. Johnson hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa gripið seint til aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þann 3. mars, degi eftir að vísindamenn sem ráðleggja ríkisstjórninni sögðu allt að hálfa milljón Breta gætu dáið, var Johnson glaðlyndur og sagði Bretland einstaklega vel undirbúið fyrir nokkurs konar faraldur. Hann grínaðist einnig með að hann væri enn að taka í hendur fólks. Rannsókn Reuters hefur þó leitt í ljós að þrátt fyrir að vísindamenn hefðu sífellt meiri áhyggjur af stöðunni, drógu þeir sem ráðlögðu ríkisstjórn Johnson fæturna í að lýsa yfir áhyggjum sínum. Það var ekki fyrr en í mars að ráðgjafaráðið lagði það til að gripið yrði til félagsforðunar. Viðmælendur Reuters segir sérfræðingana hafa óttast að Bretar myndu ekki sætta sig við útgöngubann og aðrar takmarkanir á frelsi þeirra. Þar að auki var ekki hafinn undirbúningur fyrir umfangsmikla skimun eftir sjúkdómnum í Bretlandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira