Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 15:49 Óvenju fáir eru á ferli þessa dagana í Leifsstöð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. Er um að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda sem fela í sér að auknar fjárfestingar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu og auka eftirspurn eftir vinnuafli, er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. „Annars vegar er um að ræða verkefni sem fyrirhuguð voru á yfirstandandi ári en hefði þurft að fresta vegna þess tekjufalls sem félagið hefur orðið fyrir og hins vegar flýtingu á öðrum mannaflafrekum framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru á árunum eftir 2023.“ Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa íbúar þar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum. 50 til 125 ný störf fyrir hvern mánuð fram á mitt næsta ár Áætlað er að fjöldi nýrra starfa sem verði til við þessar framkvæmdir nemi 50 til 125 störfum fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021. Þá er einnig gert ráð fyrir því að til verði fjöldi afleiddra verkefna á Suðurnesjunum sem tengist þessum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í morgunþættinum Bítinu í gær talaði Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, til að mynda fyrir því að stjórnvöld myndu ráðast í mannfrekar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Atvinnuleysi á svæðinu er komið í sautján prósent og er þar það hæsta á landinu. Heildarumfang fjárfestinga gæti numið ríflega sjö milljörðum „Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að styðja við félagið gerir okkur kleift að fara í verkefni sem við hefðum annars ekki haft svigrúm til á þessari stundu,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, í frétt stjórnarráðsins. „Hún býr ekki eingöngu til ný störf í framkvæmdunum sjálfum heldur getum við vegna hennar staðið vörð um fjölda starfa innan Isavia.“ Þessi aðgerð er sögð opna fyrir möguleika á frekari framkvæmdum á flugvellinum upp á ríflega þrjá milljarða króna. Heildarumfang fjárfestinga sem tengist þessari hlutafjáraukningu ríkisins í Isavia geti því numið ríflega sjö milljörðum króna yfir tveggja ára tímabil Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. Er um að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda sem fela í sér að auknar fjárfestingar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu og auka eftirspurn eftir vinnuafli, er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. „Annars vegar er um að ræða verkefni sem fyrirhuguð voru á yfirstandandi ári en hefði þurft að fresta vegna þess tekjufalls sem félagið hefur orðið fyrir og hins vegar flýtingu á öðrum mannaflafrekum framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru á árunum eftir 2023.“ Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa íbúar þar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum. 50 til 125 ný störf fyrir hvern mánuð fram á mitt næsta ár Áætlað er að fjöldi nýrra starfa sem verði til við þessar framkvæmdir nemi 50 til 125 störfum fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021. Þá er einnig gert ráð fyrir því að til verði fjöldi afleiddra verkefna á Suðurnesjunum sem tengist þessum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í morgunþættinum Bítinu í gær talaði Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, til að mynda fyrir því að stjórnvöld myndu ráðast í mannfrekar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Atvinnuleysi á svæðinu er komið í sautján prósent og er þar það hæsta á landinu. Heildarumfang fjárfestinga gæti numið ríflega sjö milljörðum „Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að styðja við félagið gerir okkur kleift að fara í verkefni sem við hefðum annars ekki haft svigrúm til á þessari stundu,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, í frétt stjórnarráðsins. „Hún býr ekki eingöngu til ný störf í framkvæmdunum sjálfum heldur getum við vegna hennar staðið vörð um fjölda starfa innan Isavia.“ Þessi aðgerð er sögð opna fyrir möguleika á frekari framkvæmdum á flugvellinum upp á ríflega þrjá milljarða króna. Heildarumfang fjárfestinga sem tengist þessari hlutafjáraukningu ríkisins í Isavia geti því numið ríflega sjö milljörðum króna yfir tveggja ára tímabil
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira