Klopp segir að Liverpool hafi sýnt Coutinho sanngirni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2020 15:00 Philippe Coutinho með Jürgen Klopp á góðri stundu þegar hann var enn stórstjarna hjá Liverpool. Getty/Jan Kruger Philippe Coutinho sóttist sjálfur eftir því að fara frá Liverpool á sínum tíma og Jürgen Klopp segir að málið hafi komið upp hálfu ári áður en Brasilíumaðurinn var á endanum seldur til Barcelona. Philippe Coutinho varð að stórstjörnu hjá Liverpool en lét freistast þegar Barcelona bankaði á dyrnar sumarið 2018. Síðan þá hefur ferill Coutinho verið á hraðri niðurleið og það er ljóst að Liverpool vill ekki fá hann til baka. Barcelona vill hann ekki heldur og Bayern München hefur ekki áhuga á að hafa Coutinho áfram á láni. Mestar líkur eru á því að hann endi í ensku úrvalsdeildinni hjá öðru liði en Liverpool. Jurgen Klopp insists Liverpool were 'fair' with Philippe Coutinho over his transfer to Barcelonahttps://t.co/UzMVJQnsEc pic.twitter.com/KbMhULEkfe— Mirror Football (@MirrorFootball) April 7, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustóri Liverpool, talaði um félagsskipti Philippe Coutinho í viðtali við þýska hlaðvarpsþáttinn Pure Football. „Ég bar virðingu fyrir skiptum Phil frá fyrstu sekúndu. Mér leið samt eins og þetta gæti orðið erfitt fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp. „Þetta snerist ekki um að við höfum skrifað undir nýjan samning við hann nokkrum vikum áður heldur vissi ég það að þetta var eini klúbburinn sem hann hefði beðið um að komast til,“ sagði Jürgen Klopp um það þegar Barcelona sýndi Philippe Coutinho áhuga. „Það kom ekki til greina að láta hann fara um sumarið. Við höfðum þegar misst Adam Lallana í meiðsli og hefðum þá verið að missa tvo leikmenn. Það var ekki möguleiki á að leysa það á leikmannamarkaðnum,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann [Coutinho] sætti sig við að spila áfram með okkur sem var flott. Það þýddi líka að við yrðum að vera sanngjarnir við hann í janúarglugganum,“ sagði Jürgen Klopp. „Við vorum líka sanngjarnir við hann. Við vorum ekki ánægðir með það að missa hann en við létum þetta eftir honum,“ sagði Jürgen Klopp. „Phil var okkar strákur í langan tíma. Við berum mikla virðingu fyrir honum og óskum honum alls hins besta. Þannig á fótboltinn að vera. Það sem er mikilvægast er hvernig klúbburinn sýndi honum það á sínum tíma,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Philippe Coutinho sóttist sjálfur eftir því að fara frá Liverpool á sínum tíma og Jürgen Klopp segir að málið hafi komið upp hálfu ári áður en Brasilíumaðurinn var á endanum seldur til Barcelona. Philippe Coutinho varð að stórstjörnu hjá Liverpool en lét freistast þegar Barcelona bankaði á dyrnar sumarið 2018. Síðan þá hefur ferill Coutinho verið á hraðri niðurleið og það er ljóst að Liverpool vill ekki fá hann til baka. Barcelona vill hann ekki heldur og Bayern München hefur ekki áhuga á að hafa Coutinho áfram á láni. Mestar líkur eru á því að hann endi í ensku úrvalsdeildinni hjá öðru liði en Liverpool. Jurgen Klopp insists Liverpool were 'fair' with Philippe Coutinho over his transfer to Barcelonahttps://t.co/UzMVJQnsEc pic.twitter.com/KbMhULEkfe— Mirror Football (@MirrorFootball) April 7, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustóri Liverpool, talaði um félagsskipti Philippe Coutinho í viðtali við þýska hlaðvarpsþáttinn Pure Football. „Ég bar virðingu fyrir skiptum Phil frá fyrstu sekúndu. Mér leið samt eins og þetta gæti orðið erfitt fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp. „Þetta snerist ekki um að við höfum skrifað undir nýjan samning við hann nokkrum vikum áður heldur vissi ég það að þetta var eini klúbburinn sem hann hefði beðið um að komast til,“ sagði Jürgen Klopp um það þegar Barcelona sýndi Philippe Coutinho áhuga. „Það kom ekki til greina að láta hann fara um sumarið. Við höfðum þegar misst Adam Lallana í meiðsli og hefðum þá verið að missa tvo leikmenn. Það var ekki möguleiki á að leysa það á leikmannamarkaðnum,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann [Coutinho] sætti sig við að spila áfram með okkur sem var flott. Það þýddi líka að við yrðum að vera sanngjarnir við hann í janúarglugganum,“ sagði Jürgen Klopp. „Við vorum líka sanngjarnir við hann. Við vorum ekki ánægðir með það að missa hann en við létum þetta eftir honum,“ sagði Jürgen Klopp. „Phil var okkar strákur í langan tíma. Við berum mikla virðingu fyrir honum og óskum honum alls hins besta. Þannig á fótboltinn að vera. Það sem er mikilvægast er hvernig klúbburinn sýndi honum það á sínum tíma,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira