Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag.
Kjörsókn var 79,7 prósent og voru tæplega 78% fylgjandi nýjum samningi en 19% á móti. Um þrjú prósent tóku ekki afstöðu að því er segir í tilkynningu frá sambandinu.