Johnson enn við stjórnvölinn þrátt fyrir sjúkrahúsleguna Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2020 10:10 Forsætisráðherrann var lagður inn á sjúkrahús heilags Tómasar í gærkvöldi. Hann hefur verið með þrálátan hita og kærasta hans segist hafa verið rúmliggjandi í viku án þess þó að hún hafi fengið greiningu á veikindunum. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stýrir enn ríkisstjórninni þrátt fyrir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19-veikinda í gærkvöldi, að sögn innanríkisráðherra Bretlands. Dominic Raab, utanríkisráðherra, stýrir ríkisstjórnarfundum í fjarveru Johnson. Forsætisráðherrann var fluttur á sjúkrahús vegna þrálátra einkenna COVID-19 sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í gær. Það var sagt í „varúðarskyni“ og að ráðleggingum læknis. Johnson, sem er 55 ára gamall, greindist smitaður af veirunni fyrir tíu dögum og hefur unnið heima hjá sér síðan. Robert Jenrick, innanríkisráðherra, sagði breska ríkisútvarpinu BBC í morgun, að vonir stæðu til þess að Johnson gæti snúið sem fyrst aftur í Downing-stræti 10. „Ég er viss um að þetta er mjög erfitt fyrir hann, fyrir einhvern eins og Boris sem vill vera virkur í að stýra ríkisstjórninni úr brúnni, en hann stýrir engu að síður algerlega ríkisstjórninni,“ sagði Jenrick. Bretar búa sig nú undir það sem stefnir í að vera versta vika faraldursins til þessa. Tilkynnt var um 600 ný dauðsföll vegna veirunnar í gær. Elísabet drottning ávarpaði þjóðina í gær og hvatti landsmenn til þess að leggja sitt af mörkum. „Ég vona að um ókomin ár geti allir verið stoltir af því hvernig þeir brugðust við þessari áskorun og að þeir sem koma á eftir okkur segja að Bretar þessarar kynslóðar hafi verið eins sterkir og nokkur önnur,“ sagði drottningin sem er 93 ára gömul. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast prófanir, tíu dögum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. 5. apríl 2020 20:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stýrir enn ríkisstjórninni þrátt fyrir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19-veikinda í gærkvöldi, að sögn innanríkisráðherra Bretlands. Dominic Raab, utanríkisráðherra, stýrir ríkisstjórnarfundum í fjarveru Johnson. Forsætisráðherrann var fluttur á sjúkrahús vegna þrálátra einkenna COVID-19 sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í gær. Það var sagt í „varúðarskyni“ og að ráðleggingum læknis. Johnson, sem er 55 ára gamall, greindist smitaður af veirunni fyrir tíu dögum og hefur unnið heima hjá sér síðan. Robert Jenrick, innanríkisráðherra, sagði breska ríkisútvarpinu BBC í morgun, að vonir stæðu til þess að Johnson gæti snúið sem fyrst aftur í Downing-stræti 10. „Ég er viss um að þetta er mjög erfitt fyrir hann, fyrir einhvern eins og Boris sem vill vera virkur í að stýra ríkisstjórninni úr brúnni, en hann stýrir engu að síður algerlega ríkisstjórninni,“ sagði Jenrick. Bretar búa sig nú undir það sem stefnir í að vera versta vika faraldursins til þessa. Tilkynnt var um 600 ný dauðsföll vegna veirunnar í gær. Elísabet drottning ávarpaði þjóðina í gær og hvatti landsmenn til þess að leggja sitt af mörkum. „Ég vona að um ókomin ár geti allir verið stoltir af því hvernig þeir brugðust við þessari áskorun og að þeir sem koma á eftir okkur segja að Bretar þessarar kynslóðar hafi verið eins sterkir og nokkur önnur,“ sagði drottningin sem er 93 ára gömul.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast prófanir, tíu dögum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. 5. apríl 2020 20:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast prófanir, tíu dögum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. 5. apríl 2020 20:29