Eiginmaðurinn tók þríþrautarkempuna bókstaflega úr sambandi: „Þvílíkur bjáni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 10:45 Mirinda Carfrae kemur hér í mark í þríþrautarkeppni árið 2018 en vegna COVID-19 hefur hún ekki getað keppt að undanförnu EPA-EFE/BRUCE OMOR Samkomubann og útbreiðsla kórónuveirunnar hefur séð til þess að þríþrautarfólk keppir ekki þessa dagana ekki frekar en flest annað íþróttafólk. Íþróttakeppnum hefur verið frestað út um allan heim. Hin ástralska Mirinda Carfrae er fyrrum heimsmeistari í þríþraut og hefur enn mikla þörf fyrir að keppa. Hún ætlaði ekki að láta samkomubann stoppa sig og ákvað að nýta sér nýjustu tækni til að fá útrás fyrir keppnisskapið. 'What an idiot!' Triathlete forced out of virtual bike race ... after husband trips over power cord https://t.co/M7sJYHSc0g— Guardian sport (@guardian_sport) April 5, 2020 Mirinda fann nefnilega leið til þess að keppa þegar sett var upp sýndarveruleikakeppni þar sem keppendur kepptu í gegnum netið frá heimilum sínum. Keppnin hét „Ironman VR Pro Challenge“ og Mirinda Carfrae tók þátt frá heimili sínu í Colarado fylki í Bandaríkjunum. Keppnin var send út í beinni á fésbókinni og var mjög spennandi. Mirinda Carfrae varð í öðru sæti þegar ógæfan dundi yfir. Tim O’Donnell, eiginmaður Mirinda Carfrae og einnig þríþrautarkappi, varð þá á þau mistök að taka eiginkonu sína bókstaflega úr sambandi. Hann kom inn í herbergið til hennar og féll um rafmagnssnúruna og tók vélina um leið úr sambandi. A triathlete had her virtual race derailed by her husband. Three-time world champion Mirinda Carfrae was doing well in the race until her husband accidentally tripped and unplugged her bike.... https://t.co/37hjSuGJf8 #coronaproblems— Sam Baker (@SamBaker) April 6, 2020 Mirinda Carfrae sagði frá því í viðtali í fésbókarútsendingu keppninnar að eiginmaðurinn hafi komið inn í herbergið til að hvetja hana áfram en endaði á því að klúðra keppninni fyrir hana. „Hann tók þá ákvörðun að koma með bikarana mína inn í herbergið til að hvetja mig áfram en þegar hann labbaði aftur fyrir vélina þá tók hana úr sambandi. Þvílíkur bjáni,“ sagði hin 39 ára gamla Mirinda Carfrae. Það þarf varla að taka það fram en keppnin var búin fyrir Mirinda Carfrae og það dugði ekkert að setja hana aftur í samband. Mirinda Carfrae ætlar samt ekki að hefna sín þegar eiginmaðurinn keppir í karlaflokki. „Tim er að keppa um næstu helgi en ég ætla ekki að taka hann úr sambandi,“ sagði Mirinda Carfrae. Þríþraut Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Samkomubann og útbreiðsla kórónuveirunnar hefur séð til þess að þríþrautarfólk keppir ekki þessa dagana ekki frekar en flest annað íþróttafólk. Íþróttakeppnum hefur verið frestað út um allan heim. Hin ástralska Mirinda Carfrae er fyrrum heimsmeistari í þríþraut og hefur enn mikla þörf fyrir að keppa. Hún ætlaði ekki að láta samkomubann stoppa sig og ákvað að nýta sér nýjustu tækni til að fá útrás fyrir keppnisskapið. 'What an idiot!' Triathlete forced out of virtual bike race ... after husband trips over power cord https://t.co/M7sJYHSc0g— Guardian sport (@guardian_sport) April 5, 2020 Mirinda fann nefnilega leið til þess að keppa þegar sett var upp sýndarveruleikakeppni þar sem keppendur kepptu í gegnum netið frá heimilum sínum. Keppnin hét „Ironman VR Pro Challenge“ og Mirinda Carfrae tók þátt frá heimili sínu í Colarado fylki í Bandaríkjunum. Keppnin var send út í beinni á fésbókinni og var mjög spennandi. Mirinda Carfrae varð í öðru sæti þegar ógæfan dundi yfir. Tim O’Donnell, eiginmaður Mirinda Carfrae og einnig þríþrautarkappi, varð þá á þau mistök að taka eiginkonu sína bókstaflega úr sambandi. Hann kom inn í herbergið til hennar og féll um rafmagnssnúruna og tók vélina um leið úr sambandi. A triathlete had her virtual race derailed by her husband. Three-time world champion Mirinda Carfrae was doing well in the race until her husband accidentally tripped and unplugged her bike.... https://t.co/37hjSuGJf8 #coronaproblems— Sam Baker (@SamBaker) April 6, 2020 Mirinda Carfrae sagði frá því í viðtali í fésbókarútsendingu keppninnar að eiginmaðurinn hafi komið inn í herbergið til að hvetja hana áfram en endaði á því að klúðra keppninni fyrir hana. „Hann tók þá ákvörðun að koma með bikarana mína inn í herbergið til að hvetja mig áfram en þegar hann labbaði aftur fyrir vélina þá tók hana úr sambandi. Þvílíkur bjáni,“ sagði hin 39 ára gamla Mirinda Carfrae. Það þarf varla að taka það fram en keppnin var búin fyrir Mirinda Carfrae og það dugði ekkert að setja hana aftur í samband. Mirinda Carfrae ætlar samt ekki að hefna sín þegar eiginmaðurinn keppir í karlaflokki. „Tim er að keppa um næstu helgi en ég ætla ekki að taka hann úr sambandi,“ sagði Mirinda Carfrae.
Þríþraut Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira