Braut útivistarbann til að fagna 18 ára afmæli kærustunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 22:15 Eflaust stendur ,,Ástin spyr ekki um aldur" á bringunni á Smolov. Kerstin Joensson/AP Spánn er að fara inn í sína fjórðu viku með útivistarbann í gildi og mun það standa til 26. apríl, að lágmarki. Er það gert í von um að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar sem hefur nú þegar dregið 12 þúsund manns til dauða í landinu. Það gefur því auga leið að ekki er ætlast til þess að fólk sé á ferðinni og hvað þá á milli landa. Fedor Smolov, leikmaður Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni, lét það þó ekki stöðva sig en hann flaug nýverið með einkaþotu til Rússlands til að vera viðstaddur afmælisveislu kærustu sinnar. Celta Vigo's Smolov defies lockdown to return home for fiance's 18th birthday https://t.co/q24ZkB9ErE— Guardian sport (@guardian_sport) April 5, 2020 Eðlilega vildi hinn þrítugi Smolov vera viðstaddur enda um stórafmæli að ræða. Kærasta hans, Maria Yumesheva, er jú að verða 18 ára gömul. Parið trúlofaði sig í janúar á þessu ári og mun brúðkaupið fara fram í sumar. Áðurnefnd Yumesheva er barnabarn Boris Nikolayevich Yeltsin, fyrrum forseta Rússlands. Yeltsin var forseti Rússlands frá 1991 til 1999 en Yumesheva var ekki fædd þegar hann lét af embætti. „Leikmaðurinn hafði ítrekað beðið um leyfi til að fara til Rússlands vegna persónulegra mála. Félagið gat ekki leyft honum það þar sem spænska úrvalsdeildin gaf ekki leyfi,“ segir í frétt AS um málið. Smolov ku hafa látið félagið vita að hann yrði að fara til Rússlands til að leysa úr sínum málum en hann kæmi til baka um leið og mögulegt væri. Er hann annar leikmaður Celta Vigo sem brýtur útivistarbannið en Pione Sisto gerði sér lítið fyrir og keyrði alla leið frá Spáni til Danmerkur eftir að útivistarbannið var sett á. Mega þeir báðir búast við þungri sekt frá félaginu sem og spænska knattspyrnusambandinu. The Guardian greindi frá. Spænski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Spánn er að fara inn í sína fjórðu viku með útivistarbann í gildi og mun það standa til 26. apríl, að lágmarki. Er það gert í von um að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar sem hefur nú þegar dregið 12 þúsund manns til dauða í landinu. Það gefur því auga leið að ekki er ætlast til þess að fólk sé á ferðinni og hvað þá á milli landa. Fedor Smolov, leikmaður Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni, lét það þó ekki stöðva sig en hann flaug nýverið með einkaþotu til Rússlands til að vera viðstaddur afmælisveislu kærustu sinnar. Celta Vigo's Smolov defies lockdown to return home for fiance's 18th birthday https://t.co/q24ZkB9ErE— Guardian sport (@guardian_sport) April 5, 2020 Eðlilega vildi hinn þrítugi Smolov vera viðstaddur enda um stórafmæli að ræða. Kærasta hans, Maria Yumesheva, er jú að verða 18 ára gömul. Parið trúlofaði sig í janúar á þessu ári og mun brúðkaupið fara fram í sumar. Áðurnefnd Yumesheva er barnabarn Boris Nikolayevich Yeltsin, fyrrum forseta Rússlands. Yeltsin var forseti Rússlands frá 1991 til 1999 en Yumesheva var ekki fædd þegar hann lét af embætti. „Leikmaðurinn hafði ítrekað beðið um leyfi til að fara til Rússlands vegna persónulegra mála. Félagið gat ekki leyft honum það þar sem spænska úrvalsdeildin gaf ekki leyfi,“ segir í frétt AS um málið. Smolov ku hafa látið félagið vita að hann yrði að fara til Rússlands til að leysa úr sínum málum en hann kæmi til baka um leið og mögulegt væri. Er hann annar leikmaður Celta Vigo sem brýtur útivistarbannið en Pione Sisto gerði sér lítið fyrir og keyrði alla leið frá Spáni til Danmerkur eftir að útivistarbannið var sett á. Mega þeir báðir búast við þungri sekt frá félaginu sem og spænska knattspyrnusambandinu. The Guardian greindi frá.
Spænski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð