Xavi og Cunillera gefa sjúkrahúsi í Barcelona eina milljón evra Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2020 13:30 Nuria Cunillera og Xavi vilja láta gott af sér leiða. VÍSIR/EPA Kollegi Heimis Hallgrímssonar í úrvalsdeildinni í Katar, Barcelona-goðsögnin Xavi, og eiginkona hans Núria Cunillera hafa ákveðið að styðja myndarlega við sjúkrahús í Barcelona. Xavi hóf glæstan knattspyrnuferil sinn með Barcelona og lék með liðinu nær allan sinn feril eða þar til að hann gekk í raðir Al Sadd í Katar árið 2015. Hann þjálfar nú liðið. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Spánverja afar grátt og vildu Xavi og Cunillera, sem er fjölmiðlakona, leggja sitt að mörkum til að styðja við heilbrigðiskerfið í sinni gömlu heimaborg. Þau hafa því gefið sjúkrahúsinu Clínic 1 milljón evra, jafnvirði 156 milljóna króna. Í myndskeiði sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum segja hjónin að féð verði nýtt til kaupa á sótthreinsibúnaði fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sjúklinga. Xavi Hernandez i Núria Cunillera han fet una donació d'1M d' al #CLÍNIC per fer front a la #COVID19. Moltes gràcies per la vostra aportació i suport al projecte #RespostaCoronavirus. https://t.co/1RyUhDONsJEntre tots ho aconseguirem! pic.twitter.com/WQZYrX0YJu— Hospital CLÍNIC (@hospitalclinic) April 4, 2020 Áður höfðu fleiri fyrrverandi eða núverandi Barcelona-menn styrkt við sjúkrahúsið, þeir Lionel Messi og bræðurnir Thiago og Rafinha Alcantara. Þá hefur þjálfarinn Pep Guardiola lagt sitt að mörkum fyrir sína gömlu heimaborg en hann gaf 1 milljón evra til læknaskóla í Barcelona og í Angel Soler Daniel sjóðinn. Í dag höfðu 11.744 manneskjur látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en aðeins á Ítalíu hafa fleiri látist. Þá hafa 124.736 manns greinst með veiruna, þar á meðal Jordi Cardoner varaforseti Barcelona en hann er í heimasóttkví og þarf ekki á læknismeðferð að halda. Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Kollegi Heimis Hallgrímssonar í úrvalsdeildinni í Katar, Barcelona-goðsögnin Xavi, og eiginkona hans Núria Cunillera hafa ákveðið að styðja myndarlega við sjúkrahús í Barcelona. Xavi hóf glæstan knattspyrnuferil sinn með Barcelona og lék með liðinu nær allan sinn feril eða þar til að hann gekk í raðir Al Sadd í Katar árið 2015. Hann þjálfar nú liðið. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Spánverja afar grátt og vildu Xavi og Cunillera, sem er fjölmiðlakona, leggja sitt að mörkum til að styðja við heilbrigðiskerfið í sinni gömlu heimaborg. Þau hafa því gefið sjúkrahúsinu Clínic 1 milljón evra, jafnvirði 156 milljóna króna. Í myndskeiði sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum segja hjónin að féð verði nýtt til kaupa á sótthreinsibúnaði fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sjúklinga. Xavi Hernandez i Núria Cunillera han fet una donació d'1M d' al #CLÍNIC per fer front a la #COVID19. Moltes gràcies per la vostra aportació i suport al projecte #RespostaCoronavirus. https://t.co/1RyUhDONsJEntre tots ho aconseguirem! pic.twitter.com/WQZYrX0YJu— Hospital CLÍNIC (@hospitalclinic) April 4, 2020 Áður höfðu fleiri fyrrverandi eða núverandi Barcelona-menn styrkt við sjúkrahúsið, þeir Lionel Messi og bræðurnir Thiago og Rafinha Alcantara. Þá hefur þjálfarinn Pep Guardiola lagt sitt að mörkum fyrir sína gömlu heimaborg en hann gaf 1 milljón evra til læknaskóla í Barcelona og í Angel Soler Daniel sjóðinn. Í dag höfðu 11.744 manneskjur látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en aðeins á Ítalíu hafa fleiri látist. Þá hafa 124.736 manns greinst með veiruna, þar á meðal Jordi Cardoner varaforseti Barcelona en hann er í heimasóttkví og þarf ekki á læknismeðferð að halda.
Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira