Líklega 1-4-4-1 á fyrstu helgi ensku úrvalsdeildarinnar í júní Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 10:45 Marcus Rashford fagnar marki fyrir Manchester United á móti Tottenham Hotspur en þessi lið gætu mögulega mæst í fyrsta leiknum þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. Getty/Chloe Knott Enska úrvalsdeildin vinnur markvisst að því að undirbúa endurkomu sína og nú hefur því verið lekið í ensku blöðin hvernig menn sjá fyrir sér skipulagningu leiktímanna nú þegar allir leikir verða að vera sýndir í sjónvarpi. Það verða engir áhorfendur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar vegna baráttunnar við kórónuveiruna en stuðningsmenn eiga að geta séð sín lið spila í sjónvarpinu. Samkvæmt frétt Daily Mail verður spilað frá föstudegi til mánudags um hverja helgi en rétthafar ensku úrvalsdeildarinnar hafa fengið skilaboð um að undirbúa endurkomu enska boltans annað hvort 12. eða 19. júní næstkomandi. Friday Night Football set to kick off TV bonanza on opening weekend of Premier League's return | @DominicKing_DM @MattHughesDM https://t.co/b08zoeHWNL— MailOnline Sport (@MailSport) May 14, 2020 Pepsi Max deild karla hefst þessa fyrri helgi og KSÍ myndi örugglega þiggja það að enska úrvalsdeildin stæli ekki af þeim þrumunni. Það á allt eftir að koma betur í ljós á fundi ensku úrvalsdeildarliðanna á mánudaginn kemur. Uppsetning fyrstu helgarinnar á að vera eftirtalinn samkvæmt fréttinni. Einn leikur fer fram á föstudeginum og svo fjórir leikir á mismundandi tíma á bæði laugardegi og sunnudegi. Síðasti leikur umferðarinnar fer svo fram á mánudagskvöldinu. Með þessari 1-4-4-1 uppsetningu væri möguleiki að horfa á alla tíu leikina þessa helgi. Á þessu sést að enska úrvalsdeildin mun fara svipaða leið og KSÍ hvað varðar það að skipta leikjunum niður á daga og láta með því engan leik fara fram á sama tíma. Það er líka almennt búist við því að föstudagsleikurinn verði stórleikur á milli Manchester United og Tottenham sem á að fara fram á heimavelli Tottenham. Sá leikur átti að fara fram sunnudaginn 15. mars en það var fyrsta helgin eftir að kórónuveiran stöðvaði leik í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Enska úrvalsdeildin vinnur markvisst að því að undirbúa endurkomu sína og nú hefur því verið lekið í ensku blöðin hvernig menn sjá fyrir sér skipulagningu leiktímanna nú þegar allir leikir verða að vera sýndir í sjónvarpi. Það verða engir áhorfendur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar vegna baráttunnar við kórónuveiruna en stuðningsmenn eiga að geta séð sín lið spila í sjónvarpinu. Samkvæmt frétt Daily Mail verður spilað frá föstudegi til mánudags um hverja helgi en rétthafar ensku úrvalsdeildarinnar hafa fengið skilaboð um að undirbúa endurkomu enska boltans annað hvort 12. eða 19. júní næstkomandi. Friday Night Football set to kick off TV bonanza on opening weekend of Premier League's return | @DominicKing_DM @MattHughesDM https://t.co/b08zoeHWNL— MailOnline Sport (@MailSport) May 14, 2020 Pepsi Max deild karla hefst þessa fyrri helgi og KSÍ myndi örugglega þiggja það að enska úrvalsdeildin stæli ekki af þeim þrumunni. Það á allt eftir að koma betur í ljós á fundi ensku úrvalsdeildarliðanna á mánudaginn kemur. Uppsetning fyrstu helgarinnar á að vera eftirtalinn samkvæmt fréttinni. Einn leikur fer fram á föstudeginum og svo fjórir leikir á mismundandi tíma á bæði laugardegi og sunnudegi. Síðasti leikur umferðarinnar fer svo fram á mánudagskvöldinu. Með þessari 1-4-4-1 uppsetningu væri möguleiki að horfa á alla tíu leikina þessa helgi. Á þessu sést að enska úrvalsdeildin mun fara svipaða leið og KSÍ hvað varðar það að skipta leikjunum niður á daga og láta með því engan leik fara fram á sama tíma. Það er líka almennt búist við því að föstudagsleikurinn verði stórleikur á milli Manchester United og Tottenham sem á að fara fram á heimavelli Tottenham. Sá leikur átti að fara fram sunnudaginn 15. mars en það var fyrsta helgin eftir að kórónuveiran stöðvaði leik í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira