Ólíklegt að útgöngubanni verði aflétt fyrr en í lok maí Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2020 10:43 Getty/Leon Neal Ólíklegt er að útgöngubanninu sem nú gildir í Bretlandi verði lyft fyrr en í lok maí. Háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir mikilvægast að hægja á útbreiðslu veirunnar og tryggja að hægt sé að raðgreina veiruna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Útgöngubann var sett á þann 23. mars síðastliðinn og eru því nærri allir staðir þar sem fólk kemur saman lokaðir, þar á meðal veitingastaðir, barir og nærri allar búðir. Fólki er ekki heimilt að yfirgefa heimili sín nema í brýnustu nauðsyn. Bannið var sett á í von um að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu en nærri 40 þúsund smit hafa verið staðfest og 3.605 hafa látist vegna veirunnar. Einhverjir sérfræðingar telja að langtímaáhrif faraldursins á efnahagskerfið muni verða fleirum að bana í framtíðinni. „Við viljum í það minnsta tryggja að í lok maí getum við slakað á þessum hömlum, einblínt meira á tækni og að skima fyrir veirunni í stað þess að allt sé lokað eins og nú,“ sagði Neil Ferguson, prófessor í stærðfræðilegri líffræðivið Imperial háskólann í London, í samtali við BBC. Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Boris Johnson, forsætisráðherra, um stefnu og herti aðgerðir til muna. Eftir að aðgerðir voru hertar hefur skortur á öndunarvélum og vanbúnaður til að raðgreina einstaklinga verið helsti Akkilesarhæll baráttunnar gegn veirunni í Bretlandi. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Graham Medley einn helsti sérfræðingur Bretlands í sóttfræðum, sagði að hann hræddist það að Bretland hafi málað sig upp við vegg og engin skýr útgönguleið eða áætlun væri til staðar. Þá sagðist hann hræðast það að fjárhagur og heilsa margra Breta myndi fara í vaskinn vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Nærri ein milljón hefur sótt um atvinnuleysisbætur á aðeins tveimur vikum í Bretlandi og sýna tölfræðigögn fram á það að efnahagur Bretlands verði í kjölfarið verr staddur en í kreppunni á þriðja áratug síðustu aldar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46 Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54 Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Ólíklegt er að útgöngubanninu sem nú gildir í Bretlandi verði lyft fyrr en í lok maí. Háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir mikilvægast að hægja á útbreiðslu veirunnar og tryggja að hægt sé að raðgreina veiruna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Útgöngubann var sett á þann 23. mars síðastliðinn og eru því nærri allir staðir þar sem fólk kemur saman lokaðir, þar á meðal veitingastaðir, barir og nærri allar búðir. Fólki er ekki heimilt að yfirgefa heimili sín nema í brýnustu nauðsyn. Bannið var sett á í von um að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu en nærri 40 þúsund smit hafa verið staðfest og 3.605 hafa látist vegna veirunnar. Einhverjir sérfræðingar telja að langtímaáhrif faraldursins á efnahagskerfið muni verða fleirum að bana í framtíðinni. „Við viljum í það minnsta tryggja að í lok maí getum við slakað á þessum hömlum, einblínt meira á tækni og að skima fyrir veirunni í stað þess að allt sé lokað eins og nú,“ sagði Neil Ferguson, prófessor í stærðfræðilegri líffræðivið Imperial háskólann í London, í samtali við BBC. Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Boris Johnson, forsætisráðherra, um stefnu og herti aðgerðir til muna. Eftir að aðgerðir voru hertar hefur skortur á öndunarvélum og vanbúnaður til að raðgreina einstaklinga verið helsti Akkilesarhæll baráttunnar gegn veirunni í Bretlandi. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Graham Medley einn helsti sérfræðingur Bretlands í sóttfræðum, sagði að hann hræddist það að Bretland hafi málað sig upp við vegg og engin skýr útgönguleið eða áætlun væri til staðar. Þá sagðist hann hræðast það að fjárhagur og heilsa margra Breta myndi fara í vaskinn vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Nærri ein milljón hefur sótt um atvinnuleysisbætur á aðeins tveimur vikum í Bretlandi og sýna tölfræðigögn fram á það að efnahagur Bretlands verði í kjölfarið verr staddur en í kreppunni á þriðja áratug síðustu aldar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46 Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54 Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46
Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54
Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46