Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2020 19:00 L fyrir Lyon? Sara Björk Gunnarsdóttir er alla vega búin að vera í sambandi við stórveldið. VÍSIR/GETTY Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. „Það er mikill heiður að vera orðuð við Lyon og ég get sagt það að þeir [forráðamenn Lyon] hafa verið í bandi við mig síðustu tvö ár og haft mikinn áhuga,“ sagði Sara í Sportinu í dag. Hún lék einmitt gegn Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018 og aftur í 8-liða úrslitunum í fyrra, sem og í 8-liða úrslitunum 2017, og í öll skiptin hafði Lyon betur en liðið hefur orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð. Í raun er Lyon eina liðið sem stoppað hefur getað Wolfsburg þann tíma sem Sara hefur verið í Þýskalandi. „Þetta er eitt besta félagslið í heiminum og þetta er gríðarlegur heiður. Eins og staðan er núna get ég ekkert staðfest en vonandi kemur eitthvað í ljós á næstu vikum,“ sagði Sara. Hún hefur orðið þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg öll þrjú tímabil sín með liðinu, og á enn möguleika á að endurtaka leikinn í ár en opnað hefur verið á þann möguleika að tímabilið í Þýskalandi haldi áfram undir lok mánaðarins eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Hvenær sem tímabilinu lýkur er ljóst að Sara er á förum í sumar. „Þetta eru komin fjögur ár hérna í Wolfsburg og ég er tilbúin í nýja áskorun. Ég finn að það er kominn tími á mig að prófa eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt og setja mér ný markmið. Sjá hversu langt ég get komist,“ sagði Sara. Klippa: Sportið í dag - Sara Björk um áhugann frá Lyon Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski boltinn Franski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. „Það er mikill heiður að vera orðuð við Lyon og ég get sagt það að þeir [forráðamenn Lyon] hafa verið í bandi við mig síðustu tvö ár og haft mikinn áhuga,“ sagði Sara í Sportinu í dag. Hún lék einmitt gegn Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018 og aftur í 8-liða úrslitunum í fyrra, sem og í 8-liða úrslitunum 2017, og í öll skiptin hafði Lyon betur en liðið hefur orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð. Í raun er Lyon eina liðið sem stoppað hefur getað Wolfsburg þann tíma sem Sara hefur verið í Þýskalandi. „Þetta er eitt besta félagslið í heiminum og þetta er gríðarlegur heiður. Eins og staðan er núna get ég ekkert staðfest en vonandi kemur eitthvað í ljós á næstu vikum,“ sagði Sara. Hún hefur orðið þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg öll þrjú tímabil sín með liðinu, og á enn möguleika á að endurtaka leikinn í ár en opnað hefur verið á þann möguleika að tímabilið í Þýskalandi haldi áfram undir lok mánaðarins eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Hvenær sem tímabilinu lýkur er ljóst að Sara er á förum í sumar. „Þetta eru komin fjögur ár hérna í Wolfsburg og ég er tilbúin í nýja áskorun. Ég finn að það er kominn tími á mig að prófa eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt og setja mér ný markmið. Sjá hversu langt ég get komist,“ sagði Sara. Klippa: Sportið í dag - Sara Björk um áhugann frá Lyon Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski boltinn Franski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31
Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15