Atvinnulíf

Einfalt aðgerðarplan fyrir fyrirtæki sem eru að opna á ný eftir samkomubann

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Hvaða reglur gilda þegar fyrirtækin opna á ný?
Hvaða reglur gilda þegar fyrirtækin opna á ný? Vísir/Getty

Um allan heim eru fyrirtæki að opna aftur í skrefum eftir samkomubann, samgöngubann, útgöngubann o.s.frv. En þótt reglur séu kannski mismunandi á milli landa, er einfalt aðgerðarplan til fyrir fyrirtæki sem eru að opna á ný og allir gætu stuðst við.

Þetta einfalda aðgerðarplan byggir á eftirfarandi þremur atriðum:

1. Nýr tónn sleginn í vinnustaðamenningu

Það hefur allt breyst og strax frá fyrsta degi þarf að liggja ljóst fyrir að nýr tónn hefur verið sleginn í stefnu og straumum fyrirtækisins sem vinnustaðar. Það sem áður var þarf ekkert endilega að koma aftur.

2. Öryggi viðskiptavina og þjálfun starfsfólks

Á meðan 2 metra reglan og félagsforðun er í gildi þurfa allir starfsmenn að vera vel upplýstir um það hvaða ráðstafanir vinnustaðurinn hefur gert til að tryggja öryggi viðskiptavina. 

Stjórnendur mega ekki gera ráð fyrir að starfsfólk mæti til vinnu á ný og sé þetta með öllu ljóst án þjálfunar. Vel upplýstir starfsmenn þjónusta viðskiptavinum betur.

3. Öryggi starfsfólks og vellíðan

Miklu skiptir að þegar starfsfólk mætir á ný til starfa finni það til öryggis því kórónufaraldrinum er hvergi nærri lokið enn. 

Starfsfólk þarf því að vera vel upplýst um nýjar reglur, t.d. varðandi þrif, í mötuneyti, samskipti á milli deilda, hvernig tekið verður á því ef einhver veikindi koma upp, hver á tilkynningaskylda um möguleg veikindi að vera o.sfrv.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×