Sviðnir sviðslistamenn við útdeilingu úr aðgerðapakkanum Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2020 07:52 Tómt hús. Samkomubannið kemur verst við þá sem reiða sig á flutning listar sinnar fyrir áhorfendum. Þeim er hins vegar aðeins ætlað brot af því sem útdeila á aukalega vegna kórónuveirunnar. GETTY/JACOBS STOCK PHOTOGRAPHY LTD Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að mæta þrengingum vegna Covid-19 er ætlunin að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. Áður var 650 milljónum króna varið í málaflokkinn og hlutu 325 listamenn af þeim 1544 sem um sóttu starfslaun listamanna. Í fyrstu leist listamönnum prýðilega á þetta en nú er komið babb í bátinn varðandi skiptingu þessara fjármuna en lögum samkvæmt deilist féð eftir tiltekinni formúlu: Rithöfundar fá um 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Sem er ekki í nokkru samræmi við það hvar skórinn kreppir helst. Enginn spurði bransann Ríkisútvarpið greindi frá því í vikunni að í umsögn forsvarsmanna stéttar-og fagfélaga tónlistar og sviðslistarfólks til efnahags-og viðskiptanefndar sé lýst yfir verulegum áhyggjum vegna þessa. Enda er ekki í neinu samræmi við það hvar þrengingarnar koma þyngst niður. Einkum eru það sviðslistamenn; tónlistarmenn og leikarar, sem fá að súpa seyðið af samkomubanni. Eins og kom berlega fram í umfjöllun Vísis af viðbrögðum listamanna við ummælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis þess efnis að tveggja metra reglan yrði í gildi út árið. Erling Jóhannesson er forseti BÍL. Hann segir að gleymst hafi að spyrja bransann þegar tekin var ákvörðun um framkvæmdina. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir þetta rétt. „Ákvörðun um skiptinguna var tekin í ráðuneytinu án aðkomu okkar og byggist á þeim prósentuhlutföllum sem fyrir eru í skiptingunni. Óánægjan er sú að þeir sem eru í hópi „performing“ listgreina hafa fyrir lágt hlutfall en telja sig hafa orðið fyrir mestum áföllum í þessu ástandi.“ Erling segir þetta hlutfall úthlutana bundin í lög og ef úthluta eigi aukafjármagni úr sjóðnum þurfi að koma til lagabreyting. „Það er ekki hægt að gera með reglugerð eða einhliða ákvörðun til dæmis ráðherra. Þegar viðskipta og efnahagsnefnd útfærði lagabreytinguna, held ég að þeir hafi leitað eftir ráðleggingu frá menntamálaráðuneytinu en enginn spurði bransann.“ Hafa kannað stöðu mismunandi hópa listamanna Og það má ætla, eðli máls samkvæmt, að covid-faraldurinn hafi einmitt minnst áhrif á störf rithöfunda, ef svo má segja? Meðan sviðslistamenn eru úti á köldum klaka? „Við eigum ekki mjög áreiðanleg gögn til að bera greinarnar saman, en flestar greinar þar með talið rithöfundar, hafa gert kannanir á stöðu sinnar stéttar. Það sem þær sýna er að höggið var vissulega fyrst og harðast á tónlistarmenn og leiklistarfólk en læddist hægar og eigum við að segja lymskulegar inn á greinar rithöfunda og myndlistarmanna þannig að þær greinar hafa verið að hægfrjósa.“ Erling vill ekki taka undir það sjónarmið að þetta ástand hafi að einhverju leyti afhjúpað það að listamannalaunin, eins takmörkuð og þau eru, geti virkað mismunandi. „Nei. Tilgangur listamannalauna er einn og hann er að efla listsköpun í landinu og eini mælikvarðinn er sá, hvort með aukningu og eflingu þeirra, að við fáum meiri skáldskap, fleiri tónverk og meira af myndlist. Sá er tilgangur og þeirra og besta fjárfesting hins opinbera í menningu og listsköpun er að beina fjármagni sem næst starfi listamanna. Þetta er eingöngu prósent af fjármagni sem rennur til menningar og listar í landinu svo líklega best ráðstafað hluta þess sjóðs. En það eru margir veikleikar okkar samfélagsgerðar að opinberast í þessu áhlaupi og hvað listamenn varðar er það líklegast afleit staða þeirra varðandi almenn vinnumarkaðsúrræði.“ Skelfileg staða listamanna Jájá, tilgangurinn er ábyggilega góður en opinberar þetta ekki vankanta á fyrirkomulaginu? „Nei, ég vil greina á milli þessarar einskiptisaðgerðar þar sem ágreiningurinn stendur um það hvernig til hafi tekist hjá hinu opinbera með skiptingu aukafjárveitingar og laganna um starfslaun listamanna sem eru í ákaflega góðum farvegi, þó eflaust megi endurskoða þau, síðasta endurskoðun þeirra var árið 2009.“ Erling segir ef til vill mikilvægast í þessu að átta sig á að starfslaun eru ekki vinnumarkaðsúræði, þau séu fjárfestng í innviðum. „Þessi staða kemur upp núna því hin hefðbundnu vinnumarkaðsúrræði virka ekki. Sjötíu og fimm prósent listamanna sem leitað hafa til Vinnumálastofnunar hafa ekki fengið úrlausn sinna mála vegna flækjustigs einyrkjaumhverfisins sem VMST getur ekki dílað við. Þessi hópur hefur verið settur á ís fram á haust af stofnuninni. Ásamt, reikna ég með, stórum hópi einyrkja úr ýmsum greinum samfélagsins.“ Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Vinnumarkaður Tónlist Leikhús Listamannalaun Tengdar fréttir Segir marga veikleika í atvinnuumhverfi listamanna hafa komið upp á yfirborðið Í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur fram að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. 21. apríl 2020 23:00 Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 07:39 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Sjá meira
Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að mæta þrengingum vegna Covid-19 er ætlunin að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. Áður var 650 milljónum króna varið í málaflokkinn og hlutu 325 listamenn af þeim 1544 sem um sóttu starfslaun listamanna. Í fyrstu leist listamönnum prýðilega á þetta en nú er komið babb í bátinn varðandi skiptingu þessara fjármuna en lögum samkvæmt deilist féð eftir tiltekinni formúlu: Rithöfundar fá um 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Sem er ekki í nokkru samræmi við það hvar skórinn kreppir helst. Enginn spurði bransann Ríkisútvarpið greindi frá því í vikunni að í umsögn forsvarsmanna stéttar-og fagfélaga tónlistar og sviðslistarfólks til efnahags-og viðskiptanefndar sé lýst yfir verulegum áhyggjum vegna þessa. Enda er ekki í neinu samræmi við það hvar þrengingarnar koma þyngst niður. Einkum eru það sviðslistamenn; tónlistarmenn og leikarar, sem fá að súpa seyðið af samkomubanni. Eins og kom berlega fram í umfjöllun Vísis af viðbrögðum listamanna við ummælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis þess efnis að tveggja metra reglan yrði í gildi út árið. Erling Jóhannesson er forseti BÍL. Hann segir að gleymst hafi að spyrja bransann þegar tekin var ákvörðun um framkvæmdina. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir þetta rétt. „Ákvörðun um skiptinguna var tekin í ráðuneytinu án aðkomu okkar og byggist á þeim prósentuhlutföllum sem fyrir eru í skiptingunni. Óánægjan er sú að þeir sem eru í hópi „performing“ listgreina hafa fyrir lágt hlutfall en telja sig hafa orðið fyrir mestum áföllum í þessu ástandi.“ Erling segir þetta hlutfall úthlutana bundin í lög og ef úthluta eigi aukafjármagni úr sjóðnum þurfi að koma til lagabreyting. „Það er ekki hægt að gera með reglugerð eða einhliða ákvörðun til dæmis ráðherra. Þegar viðskipta og efnahagsnefnd útfærði lagabreytinguna, held ég að þeir hafi leitað eftir ráðleggingu frá menntamálaráðuneytinu en enginn spurði bransann.“ Hafa kannað stöðu mismunandi hópa listamanna Og það má ætla, eðli máls samkvæmt, að covid-faraldurinn hafi einmitt minnst áhrif á störf rithöfunda, ef svo má segja? Meðan sviðslistamenn eru úti á köldum klaka? „Við eigum ekki mjög áreiðanleg gögn til að bera greinarnar saman, en flestar greinar þar með talið rithöfundar, hafa gert kannanir á stöðu sinnar stéttar. Það sem þær sýna er að höggið var vissulega fyrst og harðast á tónlistarmenn og leiklistarfólk en læddist hægar og eigum við að segja lymskulegar inn á greinar rithöfunda og myndlistarmanna þannig að þær greinar hafa verið að hægfrjósa.“ Erling vill ekki taka undir það sjónarmið að þetta ástand hafi að einhverju leyti afhjúpað það að listamannalaunin, eins takmörkuð og þau eru, geti virkað mismunandi. „Nei. Tilgangur listamannalauna er einn og hann er að efla listsköpun í landinu og eini mælikvarðinn er sá, hvort með aukningu og eflingu þeirra, að við fáum meiri skáldskap, fleiri tónverk og meira af myndlist. Sá er tilgangur og þeirra og besta fjárfesting hins opinbera í menningu og listsköpun er að beina fjármagni sem næst starfi listamanna. Þetta er eingöngu prósent af fjármagni sem rennur til menningar og listar í landinu svo líklega best ráðstafað hluta þess sjóðs. En það eru margir veikleikar okkar samfélagsgerðar að opinberast í þessu áhlaupi og hvað listamenn varðar er það líklegast afleit staða þeirra varðandi almenn vinnumarkaðsúrræði.“ Skelfileg staða listamanna Jájá, tilgangurinn er ábyggilega góður en opinberar þetta ekki vankanta á fyrirkomulaginu? „Nei, ég vil greina á milli þessarar einskiptisaðgerðar þar sem ágreiningurinn stendur um það hvernig til hafi tekist hjá hinu opinbera með skiptingu aukafjárveitingar og laganna um starfslaun listamanna sem eru í ákaflega góðum farvegi, þó eflaust megi endurskoða þau, síðasta endurskoðun þeirra var árið 2009.“ Erling segir ef til vill mikilvægast í þessu að átta sig á að starfslaun eru ekki vinnumarkaðsúræði, þau séu fjárfestng í innviðum. „Þessi staða kemur upp núna því hin hefðbundnu vinnumarkaðsúrræði virka ekki. Sjötíu og fimm prósent listamanna sem leitað hafa til Vinnumálastofnunar hafa ekki fengið úrlausn sinna mála vegna flækjustigs einyrkjaumhverfisins sem VMST getur ekki dílað við. Þessi hópur hefur verið settur á ís fram á haust af stofnuninni. Ásamt, reikna ég með, stórum hópi einyrkja úr ýmsum greinum samfélagsins.“
Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Vinnumarkaður Tónlist Leikhús Listamannalaun Tengdar fréttir Segir marga veikleika í atvinnuumhverfi listamanna hafa komið upp á yfirborðið Í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur fram að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. 21. apríl 2020 23:00 Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 07:39 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Sjá meira
Segir marga veikleika í atvinnuumhverfi listamanna hafa komið upp á yfirborðið Í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur fram að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. 21. apríl 2020 23:00
Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 07:39