Ráðherrar vongóðir um að það versta sé afstaðið Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 12. maí 2020 20:33 Ráðherrar eru varkárir í yfirlýsingum um framhaldið en vongóðir um að það hilli í að það versta sé afstaðið. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. „Nei, nei ég er ekki að láta undan neinum þrýstingi. Mér er það algerlega ljóst að það sem ég þarf fyrst og fremst að taka tillit til eru heilsufarssjónarmið. Reyna að tryggja eins og mögulegt er að þessi veira komi ekki inn í landið. Mér er það hins vegar líka ljóst að á einhverjum tímapunkti þarf að opna þetta land,“ segir Þórólfur. „Og við erum í raun og veru núna búin að setja á dagatalið að við ætlum að opna sundlaugarnar á mánudaginn kemur og ýmsa þjónustu eins og líkamsræktarstöðvar og svo framvegis 25. maí. Við erum að tala um að gera þetta hraðar ein áætlað var,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðiskerfið sé vel í stakk búið til að bregðast við þessum breytingum en breytingar þurfa líka að eiga sér stað í öðrum ríkjum. Dómsmálaráðherra segir afléttingu banns við komu fólks utan Schengen hingað haldast í hendur við tímasetningu Evrópusambandsins. „Við erum með þessu auðvitað að stíga ákveðið skref að fara þetta á okkar forsendum. Að bjóða Ísland sem stað að nýju og að leyfa Íslendingum og auka ferðafrelsi þeirra með því að þurfa ekki að fara í sóttkví við heimkomu. Í þessu eru mikil tækifæri og við getum auðvitað líka útfært slíka lokun þannig að Ísland sé áfangastaður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Þegar við skoðum það sem á undan er gengið þá eru allir á sama stað. Menn reyna að vinna út frá þessu eins vel og hægt er. Löndin, meðal annars í Evrópu, hafa farið misjafnar leiðir. En á sama tíma og það er auðvitað mikilvægt eru menn að reyna að halda í alþjóðasamstarfið og vinna þetta saman,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir stöðuna almennt eiga eftir að skýrast á næstu vikum varðandi stöðu flugfélaga og ferðahug almennings í öðrum löndum. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis. Erum að setja í það mikið fé. Með mjög metnaðarfulla hugmyndafræði í því. Þannig að ég held að við séum öll að ganga í takt með að við ætlum að byggja upp sterka ferðaþjónustu,“ segir Þórdís Kolbrún. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að áfram verði samið við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til landsins. „En frá og með 15. júní er með þessari ákvörðun ef ekkert annað kemur upp á Ísland opið með þeim takmörkunum sem við erum að setja,“ segir Sigurður Ingi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Ráðherrar eru varkárir í yfirlýsingum um framhaldið en vongóðir um að það hilli í að það versta sé afstaðið. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. „Nei, nei ég er ekki að láta undan neinum þrýstingi. Mér er það algerlega ljóst að það sem ég þarf fyrst og fremst að taka tillit til eru heilsufarssjónarmið. Reyna að tryggja eins og mögulegt er að þessi veira komi ekki inn í landið. Mér er það hins vegar líka ljóst að á einhverjum tímapunkti þarf að opna þetta land,“ segir Þórólfur. „Og við erum í raun og veru núna búin að setja á dagatalið að við ætlum að opna sundlaugarnar á mánudaginn kemur og ýmsa þjónustu eins og líkamsræktarstöðvar og svo framvegis 25. maí. Við erum að tala um að gera þetta hraðar ein áætlað var,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðiskerfið sé vel í stakk búið til að bregðast við þessum breytingum en breytingar þurfa líka að eiga sér stað í öðrum ríkjum. Dómsmálaráðherra segir afléttingu banns við komu fólks utan Schengen hingað haldast í hendur við tímasetningu Evrópusambandsins. „Við erum með þessu auðvitað að stíga ákveðið skref að fara þetta á okkar forsendum. Að bjóða Ísland sem stað að nýju og að leyfa Íslendingum og auka ferðafrelsi þeirra með því að þurfa ekki að fara í sóttkví við heimkomu. Í þessu eru mikil tækifæri og við getum auðvitað líka útfært slíka lokun þannig að Ísland sé áfangastaður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Þegar við skoðum það sem á undan er gengið þá eru allir á sama stað. Menn reyna að vinna út frá þessu eins vel og hægt er. Löndin, meðal annars í Evrópu, hafa farið misjafnar leiðir. En á sama tíma og það er auðvitað mikilvægt eru menn að reyna að halda í alþjóðasamstarfið og vinna þetta saman,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir stöðuna almennt eiga eftir að skýrast á næstu vikum varðandi stöðu flugfélaga og ferðahug almennings í öðrum löndum. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis. Erum að setja í það mikið fé. Með mjög metnaðarfulla hugmyndafræði í því. Þannig að ég held að við séum öll að ganga í takt með að við ætlum að byggja upp sterka ferðaþjónustu,“ segir Þórdís Kolbrún. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að áfram verði samið við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til landsins. „En frá og með 15. júní er með þessari ákvörðun ef ekkert annað kemur upp á Ísland opið með þeim takmörkunum sem við erum að setja,“ segir Sigurður Ingi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira