Samfélagsleg ábyrgð: Tíu ráð fyrir vinnuveitendur Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. maí 2020 11:00 Dropinn holar steininn og Eva Magnúsdóttir er iðin við að hvetja fyrirtæki og opinbera aðila til aðgerða í loftlagsmálum og að innleiða hjá sér stefnu í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Podium er ein þeirra sem hvetur til þess að tekið verði á loftlagsmálunum með sömu aðferðum og í baráttunni við kórónuveiruna: Með stærri skrefum þar sem samfélagslegri ábyrgð er gert átt undir höfði í stefnu hvers vinnustaðar. „Nú þegar eru mörg íslensk fyrirtæki og framsýn sveitarfélög farin að vinna í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í byrjun ársins ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að hraða innleiðingu heimsmarkmiðanna,“ segir Eva og bætir við „Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að skoða í sinni starfsemi hvar þau geti haft mest áhrif. Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni.“ Fyrir skömmu kynnti Eva tíu ráð fyrir vinnuveitendur á fjölmennum fjarfundi á vegum SVÞ. Þessi tíu ráð eru eftirfarandi: 1. Horfðu í eigin barm og spurðu hvernig get ég verið ábyrgari í lífinu, fyrirtækinu eða sveitarfélagi? 2. Láttu gera úttekt á samfélagslegri ábyrgð hjá fyrirtækinu, skoðaðu sóun í allri virðiskeðjunni og verslaðu við ábyrg fyrirtæki. 3. Búðu til mælikvarða eða notaðu alþjóðlega mælikvarða eins og GRI, UFS eða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 4. Styddu starfsmenn í að vinna heima einn til tvo daga á viku og minnkaðu þar með umferðarþunga og kolefnisfótspor. 5. Nýttu netið meira í fundi, keyrðu minna og fljúgðu minna. Hjólaðu, hlauptu og labbaðu meira og minnkaðu kolefnisfótspor. 6. Nýttu hlutina betur og hugaðu að möguleikum á hringrásarhagkerfi -nýsköpunarhugmyndir um nýtingu á eldri hlutum. „Þarf ég þetta?“ er ágætis spurning. 7. Fáðu aðstoð til þess að breyta viðhorfi og virkja starfsmenn með öflugri breytingastjórnun. 8. Kynntu það sem fyrirtækið/sveitarfélagið er að gera innávið og útá við. 9. Sýndu umhyggju fyrir öðrum, vertu vinsamlegri við vinnufélaga, brostu, hrósaðu og hringdu oftar í vini og fjölskyldumeðlimi. 10. Samantekt: Greindu stöðuna, sinntu starfinu heima, minnkaðu sóun, notaðu mælikvarða, settu markmið, innleiddu, sýndu umhyggju og sýndu stöðugar umbætur. Umhverfismál Góðu ráðin Stjórnun Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Podium er ein þeirra sem hvetur til þess að tekið verði á loftlagsmálunum með sömu aðferðum og í baráttunni við kórónuveiruna: Með stærri skrefum þar sem samfélagslegri ábyrgð er gert átt undir höfði í stefnu hvers vinnustaðar. „Nú þegar eru mörg íslensk fyrirtæki og framsýn sveitarfélög farin að vinna í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í byrjun ársins ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að hraða innleiðingu heimsmarkmiðanna,“ segir Eva og bætir við „Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að skoða í sinni starfsemi hvar þau geti haft mest áhrif. Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni.“ Fyrir skömmu kynnti Eva tíu ráð fyrir vinnuveitendur á fjölmennum fjarfundi á vegum SVÞ. Þessi tíu ráð eru eftirfarandi: 1. Horfðu í eigin barm og spurðu hvernig get ég verið ábyrgari í lífinu, fyrirtækinu eða sveitarfélagi? 2. Láttu gera úttekt á samfélagslegri ábyrgð hjá fyrirtækinu, skoðaðu sóun í allri virðiskeðjunni og verslaðu við ábyrg fyrirtæki. 3. Búðu til mælikvarða eða notaðu alþjóðlega mælikvarða eins og GRI, UFS eða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 4. Styddu starfsmenn í að vinna heima einn til tvo daga á viku og minnkaðu þar með umferðarþunga og kolefnisfótspor. 5. Nýttu netið meira í fundi, keyrðu minna og fljúgðu minna. Hjólaðu, hlauptu og labbaðu meira og minnkaðu kolefnisfótspor. 6. Nýttu hlutina betur og hugaðu að möguleikum á hringrásarhagkerfi -nýsköpunarhugmyndir um nýtingu á eldri hlutum. „Þarf ég þetta?“ er ágætis spurning. 7. Fáðu aðstoð til þess að breyta viðhorfi og virkja starfsmenn með öflugri breytingastjórnun. 8. Kynntu það sem fyrirtækið/sveitarfélagið er að gera innávið og útá við. 9. Sýndu umhyggju fyrir öðrum, vertu vinsamlegri við vinnufélaga, brostu, hrósaðu og hringdu oftar í vini og fjölskyldumeðlimi. 10. Samantekt: Greindu stöðuna, sinntu starfinu heima, minnkaðu sóun, notaðu mælikvarða, settu markmið, innleiddu, sýndu umhyggju og sýndu stöðugar umbætur.
Umhverfismál Góðu ráðin Stjórnun Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira