Menning

Bein útsending: Hans hugprúði

Tinni Sveinsson skrifar
Hjörtur Jóhann les fyrir krakkana í dag.
Hjörtur Jóhann les fyrir krakkana í dag. Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 

Laugardagar eru tileinkaðir yngstu kynslóðinni og hafa síðustu helgar ævintýrin um Pétur Pan, Stígvélaða köttinn, Gosa, Rauðhettu og úlfinn og Greppikló verið lesin. Hægt er að nálgast þau í tengdum greinum hér fyrir neðan.

Ævintýrastund í hádeginu á laugardögum heldur áfram í dag en að þessu sinni les leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson stórskemmtilega ævintýrið um Hans Hugprúða.

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Tengdar fréttir

Refurinn úr Gosa les Greppikló

Í dag klukkan tólf á hádegi bregður Katla Margrét Þorgeirsdóttir sér í hlutverk refsins úr Gosa og les ævintýrið um Greppikló.

Bein útsending: Pétur Pan

Í dag klukkan tólf á hádegi les Sigurður Þór Óskarsson leikari ævintýrið um Pétur Pan.

Bein útsending: Stígvélaði kötturinn

Laugardagar eru tileinkaðir ungu kynslóðinni í streymi Borgarleikhússins. Í síðustu viku var sagan um Gosa lesin en í dag er komið að Stígvélaða kettinum.

Bein útsending: Sagan um Gosa

Haraldur Ari Stefánsson sem leikur Gosa í uppsetningu Borgarleikhússins á ævintýrum spýtustráksins les söguna um Gosa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.