Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 21:00 Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Bayern München á síðustu leiktíð. Getty/TF-Images Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. Það var staðfest fyrr í vikunni að þýski boltinn hefst um næstu helgi en boltinn fer að rúlla 16. maí eftir að hafa verið stopp í tæpa tvo mánuði vegna veirunnar. Alfreð sagði stöðuna góða er hann ræddi við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Hún er nokkuð góð. Það hafa verið góðar fréttir síðustu daga. Í gær gaf kanslarinn grænt ljós á að spila aftur í síðari hluta mánaðarins og deildin var ekki lengi að grípa til og tilkynnti það að deildin myndi byrja 16. maí. Þetta var svo staðfest á blaðamannafundi í dag,“ sagði Alfreð. Hann er ánægður að hafa verið í Þýskalandi en ekki öðru landi. „Hreinskilnislega líður manni vel að vera í landi þar sem hlutirnir eru undir „control“. Það er mjög gott heilbrigðiskerfi hérna og þegar maður sá þegar þetta var að fara af stað þá eru flest neyðarrúm á spítölunum hérna í Þýskalandi. Þeir voru búnir að gera fullt af ráðstöfunum og voru vel undirbúnir og þess vegna náðu þeir þessu snemma undir „control“ og voru að gera mjög mikið af testum. Fjöldi dauðsfalla var alltaf undir 1% svo þetta var sambærilegt við Ísland.“ Félagar Alfreðs á Spáni og Englandi hafa öfundað hann að vera í Þýskalandi að æfa á meðan þeim er nánast bannað að fara út fyrir hússins dyr. „Maður fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum að við gætum verið að æfa. Við komum klæddir á æfingar, hittumst á vellinum og það var kontakt í lágmarki. Tveggja metra reglan var líka en það var mjög gott að komast út í tvo til þrjá tíma og æfa með liðinu. Við náðum að æfa nokkuð vel en þetta var smá „pre-season“ fílingur.“ „Þegar þetta fer að ílengjast og maður er búinn að gera þetta í fjórar til sex vikur og veist ekki hvenær þú ert að fara spila þá er þetta erfitt andlega að halda sér við efnið en við vorum ekki í sömu stöðu og aðrir. Við æfðum ekki í viku en eftir það höfum verið að æfa í litlum hópum og skref fyrir skref hafa hóparnir verið að stækka. Í þessari viku erum við byrjaðir að æfa eins og venjulega.“ Klippa: Sportið í dag - Alfreð Finnbogason Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. Það var staðfest fyrr í vikunni að þýski boltinn hefst um næstu helgi en boltinn fer að rúlla 16. maí eftir að hafa verið stopp í tæpa tvo mánuði vegna veirunnar. Alfreð sagði stöðuna góða er hann ræddi við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Hún er nokkuð góð. Það hafa verið góðar fréttir síðustu daga. Í gær gaf kanslarinn grænt ljós á að spila aftur í síðari hluta mánaðarins og deildin var ekki lengi að grípa til og tilkynnti það að deildin myndi byrja 16. maí. Þetta var svo staðfest á blaðamannafundi í dag,“ sagði Alfreð. Hann er ánægður að hafa verið í Þýskalandi en ekki öðru landi. „Hreinskilnislega líður manni vel að vera í landi þar sem hlutirnir eru undir „control“. Það er mjög gott heilbrigðiskerfi hérna og þegar maður sá þegar þetta var að fara af stað þá eru flest neyðarrúm á spítölunum hérna í Þýskalandi. Þeir voru búnir að gera fullt af ráðstöfunum og voru vel undirbúnir og þess vegna náðu þeir þessu snemma undir „control“ og voru að gera mjög mikið af testum. Fjöldi dauðsfalla var alltaf undir 1% svo þetta var sambærilegt við Ísland.“ Félagar Alfreðs á Spáni og Englandi hafa öfundað hann að vera í Þýskalandi að æfa á meðan þeim er nánast bannað að fara út fyrir hússins dyr. „Maður fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum að við gætum verið að æfa. Við komum klæddir á æfingar, hittumst á vellinum og það var kontakt í lágmarki. Tveggja metra reglan var líka en það var mjög gott að komast út í tvo til þrjá tíma og æfa með liðinu. Við náðum að æfa nokkuð vel en þetta var smá „pre-season“ fílingur.“ „Þegar þetta fer að ílengjast og maður er búinn að gera þetta í fjórar til sex vikur og veist ekki hvenær þú ert að fara spila þá er þetta erfitt andlega að halda sér við efnið en við vorum ekki í sömu stöðu og aðrir. Við æfðum ekki í viku en eftir það höfum verið að æfa í litlum hópum og skref fyrir skref hafa hóparnir verið að stækka. Í þessari viku erum við byrjaðir að æfa eins og venjulega.“ Klippa: Sportið í dag - Alfreð Finnbogason Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira