Fanndís um baulið á Kópavogsvelli: „Var mjög móðguð til að byrja með en þetta voru ekki Blikar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 20:00 Fanndís fagnar markinu fræga. vísir/daníel Fanndís Friðriksdóttir segir að hún hafi verið sár er hún heyrði baulað á sig á Kópavogsvelli síðasta sumar er hún mætti með núverandi liði sínu Val og spilaði við Breiðablik. Síðar meir komst hún að því að þetta voru ekki stuðningsmenn Blika sem bauluðu. Landsliðskonan knáa var gestur Sportsins í dag þar sem hún ræddi ýmis málefni við þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarson. Hún ræddi meðal annars atvikið síðasta sumar er baulað var á hana er hún var tekin af velli en hún hafði áður fyrr leikið með Blikum. „Ég var mjög móðguð til að byrja með en svo fattaði ég að þeir sem voru að baula voru ekki Blikar. Fólk veit að ég er Bliki og þeir Blikar sem eru alvöru Blikar gerðu það ekki. Ég fékk fullt af skilaboðum um það að þetta voru ekki alvöru Blikar,“ sagði Fanndís. Hún segir að hún hafi verið klár í fagnaðarlætin eftir leikinn því með sigri hefði Valur orðið meistari en leiknum lauk að endingu með 1-1 jafntefli. „Þetta særði mig strax eftir leikinn. Ég fór út af í leiknum því ég var alveg að fara togna og ég fór á bekkinn. Ég var svo reið og mér fannst þetta pirrandi. Ég var komin úr úlpunni og ætlaði að fara hlaupa inn á. Svo ég þurfti að fara aftur í úlpuna eins og einhver kjáni.“ Fanndís er keppnismanneskja mikil en hún skoraði mark Vals í leiknum og fagnaði vel og innilega. Aðspurð um umræðuna um að fagna ekki á móti sínu gamla félagi svaraði Fanndís: „Maður er keppnismanneskja og maður gleymir sér. Liðið sem ég er að spila með þarna er Valur og við vorum að vinna og ef við hefðum unnið leikinn hefðum við tryggt okkur titilinn. Eins og ég sagði við Steina þjálfara eftir leikinn þegar hann sagði að ég mætti ekki gera þetta á Kópavogsvelli þá sagði ég bara að ég réði ekki við mig.“ Klippa: Sportið í dag - Fanndís um baulið á Kópavogsvelli Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Breiðablik Valur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Fanndís Friðriksdóttir segir að hún hafi verið sár er hún heyrði baulað á sig á Kópavogsvelli síðasta sumar er hún mætti með núverandi liði sínu Val og spilaði við Breiðablik. Síðar meir komst hún að því að þetta voru ekki stuðningsmenn Blika sem bauluðu. Landsliðskonan knáa var gestur Sportsins í dag þar sem hún ræddi ýmis málefni við þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarson. Hún ræddi meðal annars atvikið síðasta sumar er baulað var á hana er hún var tekin af velli en hún hafði áður fyrr leikið með Blikum. „Ég var mjög móðguð til að byrja með en svo fattaði ég að þeir sem voru að baula voru ekki Blikar. Fólk veit að ég er Bliki og þeir Blikar sem eru alvöru Blikar gerðu það ekki. Ég fékk fullt af skilaboðum um það að þetta voru ekki alvöru Blikar,“ sagði Fanndís. Hún segir að hún hafi verið klár í fagnaðarlætin eftir leikinn því með sigri hefði Valur orðið meistari en leiknum lauk að endingu með 1-1 jafntefli. „Þetta særði mig strax eftir leikinn. Ég fór út af í leiknum því ég var alveg að fara togna og ég fór á bekkinn. Ég var svo reið og mér fannst þetta pirrandi. Ég var komin úr úlpunni og ætlaði að fara hlaupa inn á. Svo ég þurfti að fara aftur í úlpuna eins og einhver kjáni.“ Fanndís er keppnismanneskja mikil en hún skoraði mark Vals í leiknum og fagnaði vel og innilega. Aðspurð um umræðuna um að fagna ekki á móti sínu gamla félagi svaraði Fanndís: „Maður er keppnismanneskja og maður gleymir sér. Liðið sem ég er að spila með þarna er Valur og við vorum að vinna og ef við hefðum unnið leikinn hefðum við tryggt okkur titilinn. Eins og ég sagði við Steina þjálfara eftir leikinn þegar hann sagði að ég mætti ekki gera þetta á Kópavogsvelli þá sagði ég bara að ég réði ekki við mig.“ Klippa: Sportið í dag - Fanndís um baulið á Kópavogsvelli Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Breiðablik Valur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira