Fanndís um baulið á Kópavogsvelli: „Var mjög móðguð til að byrja með en þetta voru ekki Blikar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 20:00 Fanndís fagnar markinu fræga. vísir/daníel Fanndís Friðriksdóttir segir að hún hafi verið sár er hún heyrði baulað á sig á Kópavogsvelli síðasta sumar er hún mætti með núverandi liði sínu Val og spilaði við Breiðablik. Síðar meir komst hún að því að þetta voru ekki stuðningsmenn Blika sem bauluðu. Landsliðskonan knáa var gestur Sportsins í dag þar sem hún ræddi ýmis málefni við þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarson. Hún ræddi meðal annars atvikið síðasta sumar er baulað var á hana er hún var tekin af velli en hún hafði áður fyrr leikið með Blikum. „Ég var mjög móðguð til að byrja með en svo fattaði ég að þeir sem voru að baula voru ekki Blikar. Fólk veit að ég er Bliki og þeir Blikar sem eru alvöru Blikar gerðu það ekki. Ég fékk fullt af skilaboðum um það að þetta voru ekki alvöru Blikar,“ sagði Fanndís. Hún segir að hún hafi verið klár í fagnaðarlætin eftir leikinn því með sigri hefði Valur orðið meistari en leiknum lauk að endingu með 1-1 jafntefli. „Þetta særði mig strax eftir leikinn. Ég fór út af í leiknum því ég var alveg að fara togna og ég fór á bekkinn. Ég var svo reið og mér fannst þetta pirrandi. Ég var komin úr úlpunni og ætlaði að fara hlaupa inn á. Svo ég þurfti að fara aftur í úlpuna eins og einhver kjáni.“ Fanndís er keppnismanneskja mikil en hún skoraði mark Vals í leiknum og fagnaði vel og innilega. Aðspurð um umræðuna um að fagna ekki á móti sínu gamla félagi svaraði Fanndís: „Maður er keppnismanneskja og maður gleymir sér. Liðið sem ég er að spila með þarna er Valur og við vorum að vinna og ef við hefðum unnið leikinn hefðum við tryggt okkur titilinn. Eins og ég sagði við Steina þjálfara eftir leikinn þegar hann sagði að ég mætti ekki gera þetta á Kópavogsvelli þá sagði ég bara að ég réði ekki við mig.“ Klippa: Sportið í dag - Fanndís um baulið á Kópavogsvelli Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Breiðablik Valur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Fanndís Friðriksdóttir segir að hún hafi verið sár er hún heyrði baulað á sig á Kópavogsvelli síðasta sumar er hún mætti með núverandi liði sínu Val og spilaði við Breiðablik. Síðar meir komst hún að því að þetta voru ekki stuðningsmenn Blika sem bauluðu. Landsliðskonan knáa var gestur Sportsins í dag þar sem hún ræddi ýmis málefni við þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarson. Hún ræddi meðal annars atvikið síðasta sumar er baulað var á hana er hún var tekin af velli en hún hafði áður fyrr leikið með Blikum. „Ég var mjög móðguð til að byrja með en svo fattaði ég að þeir sem voru að baula voru ekki Blikar. Fólk veit að ég er Bliki og þeir Blikar sem eru alvöru Blikar gerðu það ekki. Ég fékk fullt af skilaboðum um það að þetta voru ekki alvöru Blikar,“ sagði Fanndís. Hún segir að hún hafi verið klár í fagnaðarlætin eftir leikinn því með sigri hefði Valur orðið meistari en leiknum lauk að endingu með 1-1 jafntefli. „Þetta særði mig strax eftir leikinn. Ég fór út af í leiknum því ég var alveg að fara togna og ég fór á bekkinn. Ég var svo reið og mér fannst þetta pirrandi. Ég var komin úr úlpunni og ætlaði að fara hlaupa inn á. Svo ég þurfti að fara aftur í úlpuna eins og einhver kjáni.“ Fanndís er keppnismanneskja mikil en hún skoraði mark Vals í leiknum og fagnaði vel og innilega. Aðspurð um umræðuna um að fagna ekki á móti sínu gamla félagi svaraði Fanndís: „Maður er keppnismanneskja og maður gleymir sér. Liðið sem ég er að spila með þarna er Valur og við vorum að vinna og ef við hefðum unnið leikinn hefðum við tryggt okkur titilinn. Eins og ég sagði við Steina þjálfara eftir leikinn þegar hann sagði að ég mætti ekki gera þetta á Kópavogsvelli þá sagði ég bara að ég réði ekki við mig.“ Klippa: Sportið í dag - Fanndís um baulið á Kópavogsvelli Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Breiðablik Valur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira