Taka stærra skref í tilslökunum 25. maí en reiknað var með Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 14:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir þann 25. maí sé líklegt að fleiri en 100 manns megi koma saman. Fram til þess hafi verið rætt um að miða við 100 manna samkomur í næsta skrefi afléttingar samkomutakmarkanna en nú ljóst að hægt sé að stíga stærra skref. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur sagði líklegt að farið yrði í hærri tölu en 100 manns varðandi samkomur en að hann væri ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega hversu há talan verður. Þetta yrði nánar útlistað í minnisblaði hans til ráðherra í næstu viku. Fyrr í vikunn hafði Þórólfur greint frá því að þann 25. maí yrði stefnt á það að leyfa líkamsræktarstöðvum að opna. Aðspurður á fundinum í dag hvort að þennan sama dag opni í raun allt sem hafi verið lokað, til dæmis barir, sagði Þórólfur ekki búið að ræða það alveg. Benti hann á að margar sýkingar, erlendis frá, megi rekja til starfsemi á börum. Það sé líka sá staður þar sem fólk passi kannski síst upp á sótt- og sýkingavarnir. Barirnir myndu þó á endanum opna. Þremur vikum eftir 25. maí væri síðan stefnt á frekar afléttingar á samkomutakmörkunum. Þórólfur ræddi síðan einnig um ferðatakmarkanir sem eru í gildi hér til 15. maí næstkomandi. Hann sagði vinnu í gangi við það hvernig aflétta megi þeim takmörkunum og hvernig hægt væri að opna landamærin og um leið takmarka sem mest að veirur komi hingað til lands. Brýnt væri að taka ákvarðanir um hvernig þetta verði gert en endanlegar tillögur liggja ekki fyrir. Nokkuð fyrirsjáanlegt væri að þær tillögur muni ekki liggja fyrir fyrir 15. maí. Þórólfur kvaðst því ætla að leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ráðstafanir sem nú séu í gildi, til að mynda varðandi tveggja vikna sóttkví þeirra sem koma hingað til lands, verði framlengdar þar til niðurstaða fáist í það hvernig málum verði háttað varðandi landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir þann 25. maí sé líklegt að fleiri en 100 manns megi koma saman. Fram til þess hafi verið rætt um að miða við 100 manna samkomur í næsta skrefi afléttingar samkomutakmarkanna en nú ljóst að hægt sé að stíga stærra skref. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur sagði líklegt að farið yrði í hærri tölu en 100 manns varðandi samkomur en að hann væri ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega hversu há talan verður. Þetta yrði nánar útlistað í minnisblaði hans til ráðherra í næstu viku. Fyrr í vikunn hafði Þórólfur greint frá því að þann 25. maí yrði stefnt á það að leyfa líkamsræktarstöðvum að opna. Aðspurður á fundinum í dag hvort að þennan sama dag opni í raun allt sem hafi verið lokað, til dæmis barir, sagði Þórólfur ekki búið að ræða það alveg. Benti hann á að margar sýkingar, erlendis frá, megi rekja til starfsemi á börum. Það sé líka sá staður þar sem fólk passi kannski síst upp á sótt- og sýkingavarnir. Barirnir myndu þó á endanum opna. Þremur vikum eftir 25. maí væri síðan stefnt á frekar afléttingar á samkomutakmörkunum. Þórólfur ræddi síðan einnig um ferðatakmarkanir sem eru í gildi hér til 15. maí næstkomandi. Hann sagði vinnu í gangi við það hvernig aflétta megi þeim takmörkunum og hvernig hægt væri að opna landamærin og um leið takmarka sem mest að veirur komi hingað til lands. Brýnt væri að taka ákvarðanir um hvernig þetta verði gert en endanlegar tillögur liggja ekki fyrir. Nokkuð fyrirsjáanlegt væri að þær tillögur muni ekki liggja fyrir fyrir 15. maí. Þórólfur kvaðst því ætla að leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ráðstafanir sem nú séu í gildi, til að mynda varðandi tveggja vikna sóttkví þeirra sem koma hingað til lands, verði framlengdar þar til niðurstaða fáist í það hvernig málum verði háttað varðandi landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira