Palli hefði getað valið úr flugvélum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 15:00 Keflavíkurflugvöllur er tómlegur þessa dagana svo vægt sé til orða tekið. Icelandair heldur úti flugi til Stokkhólms, Boston og London en annars er lítið annað en fraktflutningar sem ratar hingað til lands. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér suður með sjó í morgun og nýtti fallega birtu til að mynda flugvöllinn úr lofti. Ekki var sálu að sjá þegar Vilhelm myndaði drónann sinn og vantaði bara Palla úr bókinni Palli var einn í heiminum til að mæta á flugvöllinn og velja sér flugvél til að fljúga eins og í sögunni. Flugvélarnar taka sig vel út úr lofti, þar sem þær kunna líka best við sig.Vísir/Vilhelm Þríburar í Icelandair fjölskyldunni.Vísir/Vilhelm Aðeins nokkrir tugir flugmanna og flugþjóna eru fastráðin hjá Icelandair þessa stundina eftir hópuppsögn í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm Hámarksspan er 52 metrar.Vísir/Vilhelm Blái liturinn á vélinni passar vel við litinn á sjónum í fjarska.Vísir/Vilhelm Það er ekki oft sem drónar fá að fljúga yfir Keflavíkurflugvöll en Isavia veitti ljósmyndara Vísis leyfis til að mynda úr lofti í dag.Vísir/Vilhelm Listaverkið Þotuhreiðrið eftir Magnús Tómasson er aðeins öðruvísi séð úr lofti. Þotuhreyðrið sýnir stórt egg úr ryðfríu stáli sem trjóna þotu brýst út úr líkt og fuglsungi. Stáleggið stendur á hrúgu af íslensku grjóti. Þotuhreiðrið stendur norðanmegin við flugstöðvarbygginguna í upplýstri tjörn. Verkið allt er um 9 m á hæð. Eggið er 5,6 m hátt og 4,2 m á breidd og vegur á sjötta tonn. Steinhrúgan er um 14 m í þvermál og tjörnin um 1.800 m2.Vísir/Vilhelm Þessar tryllur eru vanalega notaðar til að ferja farangur. Þær fá kærkomna hvíld eftir álagið undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Enginn þarf að leggja á minnið hvar hann lagði bílnum þessa dagana á bílastæðinu við Keflavíkurflugvöll.Vísir/Vilhelm Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Ljósmyndun Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur er tómlegur þessa dagana svo vægt sé til orða tekið. Icelandair heldur úti flugi til Stokkhólms, Boston og London en annars er lítið annað en fraktflutningar sem ratar hingað til lands. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér suður með sjó í morgun og nýtti fallega birtu til að mynda flugvöllinn úr lofti. Ekki var sálu að sjá þegar Vilhelm myndaði drónann sinn og vantaði bara Palla úr bókinni Palli var einn í heiminum til að mæta á flugvöllinn og velja sér flugvél til að fljúga eins og í sögunni. Flugvélarnar taka sig vel út úr lofti, þar sem þær kunna líka best við sig.Vísir/Vilhelm Þríburar í Icelandair fjölskyldunni.Vísir/Vilhelm Aðeins nokkrir tugir flugmanna og flugþjóna eru fastráðin hjá Icelandair þessa stundina eftir hópuppsögn í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm Hámarksspan er 52 metrar.Vísir/Vilhelm Blái liturinn á vélinni passar vel við litinn á sjónum í fjarska.Vísir/Vilhelm Það er ekki oft sem drónar fá að fljúga yfir Keflavíkurflugvöll en Isavia veitti ljósmyndara Vísis leyfis til að mynda úr lofti í dag.Vísir/Vilhelm Listaverkið Þotuhreiðrið eftir Magnús Tómasson er aðeins öðruvísi séð úr lofti. Þotuhreyðrið sýnir stórt egg úr ryðfríu stáli sem trjóna þotu brýst út úr líkt og fuglsungi. Stáleggið stendur á hrúgu af íslensku grjóti. Þotuhreiðrið stendur norðanmegin við flugstöðvarbygginguna í upplýstri tjörn. Verkið allt er um 9 m á hæð. Eggið er 5,6 m hátt og 4,2 m á breidd og vegur á sjötta tonn. Steinhrúgan er um 14 m í þvermál og tjörnin um 1.800 m2.Vísir/Vilhelm Þessar tryllur eru vanalega notaðar til að ferja farangur. Þær fá kærkomna hvíld eftir álagið undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Enginn þarf að leggja á minnið hvar hann lagði bílnum þessa dagana á bílastæðinu við Keflavíkurflugvöll.Vísir/Vilhelm
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Ljósmyndun Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira