Ferðafélag Íslands: Mikill áhugi á skipulögðum ferðum en hrun í skálagistingum Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 06:25 Páll Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Ferðafélag Íslands Mikill áhugi virðist vera meðal Íslendinga á skipulögðum gönguferðum í sumar. Ferðafélag Íslands sér hins vegar fram á hrun í gistingum í skálum félagsins víðs vegar um land. Þetta segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir árið í ár vera frábært tækifæri fyrir Íslendinga til að ganga Laugaveginn, gönguleiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur, en þar hafa erlendir ferðamenn verið fyrirferðamiklir síðustu árin. „Eins og staðan er í dag þá er þetta tvískipt hjá okkur. Við erum með mikið af ferðum um allt land. Það var mikill áhugi og skráning þegar ferðir sumarsins voru kynntar, áður en faraldurinn skall á. En síðan gerðist það, í faraldrinum sjálfum, þá var fólk engu að síður að halda áfram að bóka sig í ferðir og greiða, ganga frá bókunum og sömuleiðis skrá sig í félagið. Við höfum skynjað mikinn áhuga á ferðum innanlands og höfum verið að bæta í ferðir – fjölgað þeim sem voru þegar uppseldar. Þetta eru ferðir eins og á Laugaveginn, Hornstrandir, Víknaslóðir, Lónsöræfi og fleiri þekktar gönguleiðir. Það er áfram að bókast vel í þær og er að fyllast í þær ferðir sem við bættum við,“ segir Páll. Gríðarleg fækkun erlendra ferðamanna Páll segir að hins vegar sé aðra sögu að segja af skálagistingu og tjaldsvæðunum á skálasvæðum. „Þar blasir við mikið hrun á Laugaveginum. Við sjáum fram á 90 prósent samdrátt í skálagistingu á Laugaveginum eins og staðan er í dag. Það skýrist af því ferðaskrifstofur sem eru með erlenda ferðamenn, þeir eru ekki að koma eins og til stóð. Það er því hrun í bókunum á Laugaveginum, en um leið losna pláss og við erum að höfða til landsmanna og hvetja fólk til að koma og ganga Laugaveginn. Það er sannarlega frábært tækifæri að koma nú á þessa fjölsóttu staði þar sem erlendir ferðamenn hafa verið fyrirferðamiklir á síðustu árin.“ Göngugarpar.Ferðafélag Íslands. Íþyngjandi reglur Landlæknisembættið kynnti um helgina leiðbeiningar um tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þar segir í skálum þurfi að tryggja að hægt sé að virða tveggja metra regluna og ýmislegt fleira. Páll segir reglurnar varðandi skálasvæðin og tjaldsvæðin vera mjög íþyngjandi fyrir Ferðafélagið. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ „Það blasir við að við þurfum að skera niður pláss í skálum um helming. Það verði bara helmingur gistiplássa í boði til að geta farið eftir þessum viðmiðum. Við höfum reiknað út að tjónið vegna hruns í bókunum á skálagistingu vegna brottfarar erlendra ferðamanna nemur hátt í 300 milljóna króna. Á móti erum við bæði vongóð og bjartsýn að það komi fólk að hluta upp í það skálapláss. En það verður aldrei nema bara að hluta.“ Einhver tjaldsvæðin hólfuð niður Páll segir að Ferðafélagið þurfi einnig að huga að þeim reglum sem gilda um tjaldsvæði. „Nú eru reglur um fimmtíu manns að hámarki þar, nema þá að við náum að hólfa þau eitthvað niður. Það er hugsanlegt á ákveðnum stöðum, en ekki öllum. Það er því augljóst að það verða miklu færri í skálunum á Laugaveginum í sumar en verið hefur. Við eru vongóð að það verði mikil umferð landsmanna, en í dag er það ekkert í hendi.“ Reglum verður fylgt Ferðafélagið rekur alls sex skála á Laugaveginum – í Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili, Emstrum og svo í Langadal í Þórsmörk. Páll segir að síðustu sumur hafi verið sextíu til áttatíu að gista í hverjum skála, en að í sumar verði ekki mikið meira en þrjátíu þó að óvíst sé hvernig muni bókast í öll þau pláss. „Við munum að sjálfsögðu fylgja öllum reglum og leiðbeiningum, en við vonum að það verði létt á þessum reglum eftir því sem líður fram í maí og svo í júní. Að staðan verði það góð að það verði hægt, því reglurnar eins og þær eru í dag eru mjög íþyngjandi.“ Páll segir ofsalega gaman að finna þennan mikla áhuga á að ferðast innanlands. „Hlutverk og tilgangur Ferðafélags Íslands er í raun að hvetja fólk til að ferðast hér heima. Bjóða upp á þessa aðstöðu og ódýrar ferðir. Við höfum því skyldum að gegna, sérstaklega við þessar aðstæður núna.“ Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra á Akureyri, segist binda vonir við að rýmkað verði á reglum um hámarksfjölda á tjaldsvæðum um næstu mánaðamót. 6. maí 2020 06:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Mikill áhugi virðist vera meðal Íslendinga á skipulögðum gönguferðum í sumar. Ferðafélag Íslands sér hins vegar fram á hrun í gistingum í skálum félagsins víðs vegar um land. Þetta segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir árið í ár vera frábært tækifæri fyrir Íslendinga til að ganga Laugaveginn, gönguleiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur, en þar hafa erlendir ferðamenn verið fyrirferðamiklir síðustu árin. „Eins og staðan er í dag þá er þetta tvískipt hjá okkur. Við erum með mikið af ferðum um allt land. Það var mikill áhugi og skráning þegar ferðir sumarsins voru kynntar, áður en faraldurinn skall á. En síðan gerðist það, í faraldrinum sjálfum, þá var fólk engu að síður að halda áfram að bóka sig í ferðir og greiða, ganga frá bókunum og sömuleiðis skrá sig í félagið. Við höfum skynjað mikinn áhuga á ferðum innanlands og höfum verið að bæta í ferðir – fjölgað þeim sem voru þegar uppseldar. Þetta eru ferðir eins og á Laugaveginn, Hornstrandir, Víknaslóðir, Lónsöræfi og fleiri þekktar gönguleiðir. Það er áfram að bókast vel í þær og er að fyllast í þær ferðir sem við bættum við,“ segir Páll. Gríðarleg fækkun erlendra ferðamanna Páll segir að hins vegar sé aðra sögu að segja af skálagistingu og tjaldsvæðunum á skálasvæðum. „Þar blasir við mikið hrun á Laugaveginum. Við sjáum fram á 90 prósent samdrátt í skálagistingu á Laugaveginum eins og staðan er í dag. Það skýrist af því ferðaskrifstofur sem eru með erlenda ferðamenn, þeir eru ekki að koma eins og til stóð. Það er því hrun í bókunum á Laugaveginum, en um leið losna pláss og við erum að höfða til landsmanna og hvetja fólk til að koma og ganga Laugaveginn. Það er sannarlega frábært tækifæri að koma nú á þessa fjölsóttu staði þar sem erlendir ferðamenn hafa verið fyrirferðamiklir á síðustu árin.“ Göngugarpar.Ferðafélag Íslands. Íþyngjandi reglur Landlæknisembættið kynnti um helgina leiðbeiningar um tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þar segir í skálum þurfi að tryggja að hægt sé að virða tveggja metra regluna og ýmislegt fleira. Páll segir reglurnar varðandi skálasvæðin og tjaldsvæðin vera mjög íþyngjandi fyrir Ferðafélagið. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ „Það blasir við að við þurfum að skera niður pláss í skálum um helming. Það verði bara helmingur gistiplássa í boði til að geta farið eftir þessum viðmiðum. Við höfum reiknað út að tjónið vegna hruns í bókunum á skálagistingu vegna brottfarar erlendra ferðamanna nemur hátt í 300 milljóna króna. Á móti erum við bæði vongóð og bjartsýn að það komi fólk að hluta upp í það skálapláss. En það verður aldrei nema bara að hluta.“ Einhver tjaldsvæðin hólfuð niður Páll segir að Ferðafélagið þurfi einnig að huga að þeim reglum sem gilda um tjaldsvæði. „Nú eru reglur um fimmtíu manns að hámarki þar, nema þá að við náum að hólfa þau eitthvað niður. Það er hugsanlegt á ákveðnum stöðum, en ekki öllum. Það er því augljóst að það verða miklu færri í skálunum á Laugaveginum í sumar en verið hefur. Við eru vongóð að það verði mikil umferð landsmanna, en í dag er það ekkert í hendi.“ Reglum verður fylgt Ferðafélagið rekur alls sex skála á Laugaveginum – í Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili, Emstrum og svo í Langadal í Þórsmörk. Páll segir að síðustu sumur hafi verið sextíu til áttatíu að gista í hverjum skála, en að í sumar verði ekki mikið meira en þrjátíu þó að óvíst sé hvernig muni bókast í öll þau pláss. „Við munum að sjálfsögðu fylgja öllum reglum og leiðbeiningum, en við vonum að það verði létt á þessum reglum eftir því sem líður fram í maí og svo í júní. Að staðan verði það góð að það verði hægt, því reglurnar eins og þær eru í dag eru mjög íþyngjandi.“ Páll segir ofsalega gaman að finna þennan mikla áhuga á að ferðast innanlands. „Hlutverk og tilgangur Ferðafélags Íslands er í raun að hvetja fólk til að ferðast hér heima. Bjóða upp á þessa aðstöðu og ódýrar ferðir. Við höfum því skyldum að gegna, sérstaklega við þessar aðstæður núna.“
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra á Akureyri, segist binda vonir við að rýmkað verði á reglum um hámarksfjölda á tjaldsvæðum um næstu mánaðamót. 6. maí 2020 06:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra á Akureyri, segist binda vonir við að rýmkað verði á reglum um hámarksfjölda á tjaldsvæðum um næstu mánaðamót. 6. maí 2020 06:30