Kominn til Ajax og dreymir um að spila í íslenska landsliðinu með bróður sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 14:30 Kristian Nökkvi Hlynsson á ferðinni í leik með unglingaliði Ajax. Mynd/Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson er í viðtali á heimasíðu hollenska stórliðsins Ajax frá Amsterdam í dag en Hollendingarnir keyptu þennan sextán ára strák frá Breiðabliki í janúar. Fyrstu mánuðir Kristian í atvinnumennskunni hafa verið mjög skrýtnir því öllum leikjum var frestað vegna kórónuveirunnar aðeins mánuði eftir að hann fékk keppnisleyfi í febrúar. Kristian Nökkvi fór aftur heim til Íslands en er nú kominn aftur út. Maak kennis met: Van Breidablik naar Ajax Voorbeelden Ziyech & De Bruyne Kwaliteiten & verbeterpunten#TalentTuesday #ABNAMRO— AFC Ajax (@AFCAjax) May 5, 2020 Ajax þótti við hæfi að kynna þennan efnilega knattspyrnumann á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Kristian Nökkvi sé fæddur í Danmörku áður en foreldrar hans fluttu aftur heim til Íslands. Hann er samt með íslenskt vegabréf og ætlar að spila fyrir Ísland. „Það er draumur minn að spila með bróður mínum einhvern daginn, kannski náðum við því með íslenska landsliðinu,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson í viðtalinu en eldri bróðir hans, Ágúst Eðvald Hlynsson, spilar með Víkingum. Ágúst Eðvald Hlynsson var kominn út til Bröndby í Danmörku en gerði þriggja ára samning við Víking fyrir síðasta tímabil. Kristian Nökkvi var út í Norwich þegar Ágúst var þar en bróðir hans er fjórum árum eldri. „Ég fór þangað með honum og móður okkar. Ég er orðinn vanur því að flytja og hafði ekkert á móti því að flytja aftur þegar Ajax hafði samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian Hlynsson (2004) voted the best player of BSC Unisson U16 tournament in Netherlands & was also top goalscorer #TeamTotalFootball pic.twitter.com/GHj4vaDZxp— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 11, 2019 Kristian Nökkvi Hlynsson sýndi sig og sannaði fyrir útsendurum Ajax á síðasta ári. „Ég spilaði á æfingamóti með Breiðabliki í Enschede. Ég varð markakóngur og valinn besti leikmaður mótsins. Eftir það hafði Ajax samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian talaði við Óttar Magnús Karlsson áður en hann fór út. „Hann spilaði með unglingaliði Ajax og talaði mjög vel um klúbbinn og lífið í Hollandi,“ sagði Kristian. 71. GOAAAAL #AjaxO17! Kristian Hlynsson... #ajapec pic.twitter.com/neaUSTKPdl— AFC Ajax (@AFCAjax) February 29, 2020 Hann var í fjarnámi þegar hann fór út til Hollands og það hefur því ekkert breyst í faraldrinum. Kristian segist líka í viðtalinu hafa haldið sér í formi heima á Íslandi enda sé þar nóg af fótboltavöllum. Kristian hefur sett sér stór markmið hjá Ajax en til byrja með spilar hann með unglingaliði félagsins. „Ég vil skora mikið af mörkum og leggja upp mörk á næsta tímabili. Að auki þá vil ég vinna allt með mínu liði. Ég vonast líka til að fá mitt fyrsta tækifæri með Jong Ajax liðinu. Það væri gaman,“ sagði Kristian. Hollenski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira
Kristian Nökkvi Hlynsson er í viðtali á heimasíðu hollenska stórliðsins Ajax frá Amsterdam í dag en Hollendingarnir keyptu þennan sextán ára strák frá Breiðabliki í janúar. Fyrstu mánuðir Kristian í atvinnumennskunni hafa verið mjög skrýtnir því öllum leikjum var frestað vegna kórónuveirunnar aðeins mánuði eftir að hann fékk keppnisleyfi í febrúar. Kristian Nökkvi fór aftur heim til Íslands en er nú kominn aftur út. Maak kennis met: Van Breidablik naar Ajax Voorbeelden Ziyech & De Bruyne Kwaliteiten & verbeterpunten#TalentTuesday #ABNAMRO— AFC Ajax (@AFCAjax) May 5, 2020 Ajax þótti við hæfi að kynna þennan efnilega knattspyrnumann á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Kristian Nökkvi sé fæddur í Danmörku áður en foreldrar hans fluttu aftur heim til Íslands. Hann er samt með íslenskt vegabréf og ætlar að spila fyrir Ísland. „Það er draumur minn að spila með bróður mínum einhvern daginn, kannski náðum við því með íslenska landsliðinu,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson í viðtalinu en eldri bróðir hans, Ágúst Eðvald Hlynsson, spilar með Víkingum. Ágúst Eðvald Hlynsson var kominn út til Bröndby í Danmörku en gerði þriggja ára samning við Víking fyrir síðasta tímabil. Kristian Nökkvi var út í Norwich þegar Ágúst var þar en bróðir hans er fjórum árum eldri. „Ég fór þangað með honum og móður okkar. Ég er orðinn vanur því að flytja og hafði ekkert á móti því að flytja aftur þegar Ajax hafði samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian Hlynsson (2004) voted the best player of BSC Unisson U16 tournament in Netherlands & was also top goalscorer #TeamTotalFootball pic.twitter.com/GHj4vaDZxp— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 11, 2019 Kristian Nökkvi Hlynsson sýndi sig og sannaði fyrir útsendurum Ajax á síðasta ári. „Ég spilaði á æfingamóti með Breiðabliki í Enschede. Ég varð markakóngur og valinn besti leikmaður mótsins. Eftir það hafði Ajax samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian talaði við Óttar Magnús Karlsson áður en hann fór út. „Hann spilaði með unglingaliði Ajax og talaði mjög vel um klúbbinn og lífið í Hollandi,“ sagði Kristian. 71. GOAAAAL #AjaxO17! Kristian Hlynsson... #ajapec pic.twitter.com/neaUSTKPdl— AFC Ajax (@AFCAjax) February 29, 2020 Hann var í fjarnámi þegar hann fór út til Hollands og það hefur því ekkert breyst í faraldrinum. Kristian segist líka í viðtalinu hafa haldið sér í formi heima á Íslandi enda sé þar nóg af fótboltavöllum. Kristian hefur sett sér stór markmið hjá Ajax en til byrja með spilar hann með unglingaliði félagsins. „Ég vil skora mikið af mörkum og leggja upp mörk á næsta tímabili. Að auki þá vil ég vinna allt með mínu liði. Ég vonast líka til að fá mitt fyrsta tækifæri með Jong Ajax liðinu. Það væri gaman,“ sagði Kristian.
Hollenski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira