Kominn til Ajax og dreymir um að spila í íslenska landsliðinu með bróður sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 14:30 Kristian Nökkvi Hlynsson á ferðinni í leik með unglingaliði Ajax. Mynd/Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson er í viðtali á heimasíðu hollenska stórliðsins Ajax frá Amsterdam í dag en Hollendingarnir keyptu þennan sextán ára strák frá Breiðabliki í janúar. Fyrstu mánuðir Kristian í atvinnumennskunni hafa verið mjög skrýtnir því öllum leikjum var frestað vegna kórónuveirunnar aðeins mánuði eftir að hann fékk keppnisleyfi í febrúar. Kristian Nökkvi fór aftur heim til Íslands en er nú kominn aftur út. Maak kennis met: Van Breidablik naar Ajax Voorbeelden Ziyech & De Bruyne Kwaliteiten & verbeterpunten#TalentTuesday #ABNAMRO— AFC Ajax (@AFCAjax) May 5, 2020 Ajax þótti við hæfi að kynna þennan efnilega knattspyrnumann á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Kristian Nökkvi sé fæddur í Danmörku áður en foreldrar hans fluttu aftur heim til Íslands. Hann er samt með íslenskt vegabréf og ætlar að spila fyrir Ísland. „Það er draumur minn að spila með bróður mínum einhvern daginn, kannski náðum við því með íslenska landsliðinu,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson í viðtalinu en eldri bróðir hans, Ágúst Eðvald Hlynsson, spilar með Víkingum. Ágúst Eðvald Hlynsson var kominn út til Bröndby í Danmörku en gerði þriggja ára samning við Víking fyrir síðasta tímabil. Kristian Nökkvi var út í Norwich þegar Ágúst var þar en bróðir hans er fjórum árum eldri. „Ég fór þangað með honum og móður okkar. Ég er orðinn vanur því að flytja og hafði ekkert á móti því að flytja aftur þegar Ajax hafði samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian Hlynsson (2004) voted the best player of BSC Unisson U16 tournament in Netherlands & was also top goalscorer #TeamTotalFootball pic.twitter.com/GHj4vaDZxp— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 11, 2019 Kristian Nökkvi Hlynsson sýndi sig og sannaði fyrir útsendurum Ajax á síðasta ári. „Ég spilaði á æfingamóti með Breiðabliki í Enschede. Ég varð markakóngur og valinn besti leikmaður mótsins. Eftir það hafði Ajax samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian talaði við Óttar Magnús Karlsson áður en hann fór út. „Hann spilaði með unglingaliði Ajax og talaði mjög vel um klúbbinn og lífið í Hollandi,“ sagði Kristian. 71. GOAAAAL #AjaxO17! Kristian Hlynsson... #ajapec pic.twitter.com/neaUSTKPdl— AFC Ajax (@AFCAjax) February 29, 2020 Hann var í fjarnámi þegar hann fór út til Hollands og það hefur því ekkert breyst í faraldrinum. Kristian segist líka í viðtalinu hafa haldið sér í formi heima á Íslandi enda sé þar nóg af fótboltavöllum. Kristian hefur sett sér stór markmið hjá Ajax en til byrja með spilar hann með unglingaliði félagsins. „Ég vil skora mikið af mörkum og leggja upp mörk á næsta tímabili. Að auki þá vil ég vinna allt með mínu liði. Ég vonast líka til að fá mitt fyrsta tækifæri með Jong Ajax liðinu. Það væri gaman,“ sagði Kristian. Hollenski boltinn Mest lesið Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Í beinni: Liverpool - Arsenal | Risaleikur á Anfield Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Leik lokið: Vestri-KR 1-1 | KR náði í stig á Ísafirði Íslenski boltinn Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KA | Geta þrýst á toppliðin Í beinni: Torino - Fiorentina | Albert og félagar ætla sér sigur Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Leik lokið: Vestri-KR 1-1 | KR náði í stig á Ísafirði Í beinni: Liverpool - Arsenal | Risaleikur á Anfield City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Kristian Nökkvi Hlynsson er í viðtali á heimasíðu hollenska stórliðsins Ajax frá Amsterdam í dag en Hollendingarnir keyptu þennan sextán ára strák frá Breiðabliki í janúar. Fyrstu mánuðir Kristian í atvinnumennskunni hafa verið mjög skrýtnir því öllum leikjum var frestað vegna kórónuveirunnar aðeins mánuði eftir að hann fékk keppnisleyfi í febrúar. Kristian Nökkvi fór aftur heim til Íslands en er nú kominn aftur út. Maak kennis met: Van Breidablik naar Ajax Voorbeelden Ziyech & De Bruyne Kwaliteiten & verbeterpunten#TalentTuesday #ABNAMRO— AFC Ajax (@AFCAjax) May 5, 2020 Ajax þótti við hæfi að kynna þennan efnilega knattspyrnumann á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Kristian Nökkvi sé fæddur í Danmörku áður en foreldrar hans fluttu aftur heim til Íslands. Hann er samt með íslenskt vegabréf og ætlar að spila fyrir Ísland. „Það er draumur minn að spila með bróður mínum einhvern daginn, kannski náðum við því með íslenska landsliðinu,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson í viðtalinu en eldri bróðir hans, Ágúst Eðvald Hlynsson, spilar með Víkingum. Ágúst Eðvald Hlynsson var kominn út til Bröndby í Danmörku en gerði þriggja ára samning við Víking fyrir síðasta tímabil. Kristian Nökkvi var út í Norwich þegar Ágúst var þar en bróðir hans er fjórum árum eldri. „Ég fór þangað með honum og móður okkar. Ég er orðinn vanur því að flytja og hafði ekkert á móti því að flytja aftur þegar Ajax hafði samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian Hlynsson (2004) voted the best player of BSC Unisson U16 tournament in Netherlands & was also top goalscorer #TeamTotalFootball pic.twitter.com/GHj4vaDZxp— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 11, 2019 Kristian Nökkvi Hlynsson sýndi sig og sannaði fyrir útsendurum Ajax á síðasta ári. „Ég spilaði á æfingamóti með Breiðabliki í Enschede. Ég varð markakóngur og valinn besti leikmaður mótsins. Eftir það hafði Ajax samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian talaði við Óttar Magnús Karlsson áður en hann fór út. „Hann spilaði með unglingaliði Ajax og talaði mjög vel um klúbbinn og lífið í Hollandi,“ sagði Kristian. 71. GOAAAAL #AjaxO17! Kristian Hlynsson... #ajapec pic.twitter.com/neaUSTKPdl— AFC Ajax (@AFCAjax) February 29, 2020 Hann var í fjarnámi þegar hann fór út til Hollands og það hefur því ekkert breyst í faraldrinum. Kristian segist líka í viðtalinu hafa haldið sér í formi heima á Íslandi enda sé þar nóg af fótboltavöllum. Kristian hefur sett sér stór markmið hjá Ajax en til byrja með spilar hann með unglingaliði félagsins. „Ég vil skora mikið af mörkum og leggja upp mörk á næsta tímabili. Að auki þá vil ég vinna allt með mínu liði. Ég vonast líka til að fá mitt fyrsta tækifæri með Jong Ajax liðinu. Það væri gaman,“ sagði Kristian.
Hollenski boltinn Mest lesið Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Í beinni: Liverpool - Arsenal | Risaleikur á Anfield Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Leik lokið: Vestri-KR 1-1 | KR náði í stig á Ísafirði Íslenski boltinn Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KA | Geta þrýst á toppliðin Í beinni: Torino - Fiorentina | Albert og félagar ætla sér sigur Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Leik lokið: Vestri-KR 1-1 | KR náði í stig á Ísafirði Í beinni: Liverpool - Arsenal | Risaleikur á Anfield City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira